Sjöunda viðundrið!

March 07, 2020

Sjöunda viðundrið!

Sjöunda viðundrið!
Fjölskyldukakan okkar góða! Nafnið er frekar undarlegt, enginn man hvaðan það er komið né hvaðan uppskriftin en hún er búin að vera í minni fjölskyldu, komin frá móður minni í yfir 60.ár.

Ég man svo vel hvað það var gott þegar frosnir afgangar voru teknir með í útilegurnar hérna í denn, þá var sko veisla enda ekki mikið um sjoppur þá á hverju horni né búðir.

Þessi var bökuð núna fyrir afmælið mitt og skreytt.

250 gr hveiti, 
1 tsk lyftiduft, 
vanillusykur(eftir smekk) eða ca 2-3 tsk, 
250 gr sykur, 
250 smjör eða smjörlíki, 
1/2 lítri rjómi 

Skiptið deiginu jafnt og setjið það í hringform, helst sem hægt er að snúa botninum, deigið á að vera eins þunnt og hægt er.

Ég nota 22 cm form.

Hægt er að ná 5-7 lögum, allt eftir þrautseigju, en 5 eru fínt.

Bakað við 200°c, í ca 10.mínútur en fylgist vel með.

Rjómi þeyttur og bætt smá vanillusykri útí og hann síðan settur á milli laganna.
Gott að skreyta hringinn með rjómasprautu daginn sem á að bera hana fram.

Best er að láta hana mýkjast yfir nótt með rjómann á milli. En skreyta hana samdægurs.

Má frysta.

Skrautið sem ég notaði á kökuna er frá Sprinkle.is

Fyrirfram þakklæti til allra sem deila áfram.

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kökur

Bónus djöflaterta
Bónus djöflaterta

March 03, 2024

Bónus djöflaterta
Hér á bæ er oftar en ekki til einhversskonar tilbúnir pakkar til að baka úr og að mínu mati þá er það bara í góðu lagi og einfaldar stundum undirbúninginn þegar maður er einn að útbúa fyrir veislu.

Halda áfram að lesa

Rice Krispís marengsterta
Rice Krispís marengsterta

February 09, 2024

Rice Krispís marengsterta
Það kemur fyrir að maður bregður út af vananum og hérna geri ég það svo sannarlega. Ekkert súkkulaði og engar döðlur, bara Rice Krispís. Það er engu að síður vel hægt að skreyta hana með því ef vill. 

Halda áfram að lesa

Marensterta með bleiku súkkulaði
Marensterta með bleiku súkkulaði

October 27, 2023

Marensterta með bleiku súkkulaði
Í tilefni að bleikum október mánuði og 87.ára afmæli móður minnar þann 22.október 2023 þá ákvað ég að baka eina af uppáhaldstertunum okkar en í nýjum búningi.

Halda áfram að lesa