March 07, 2020
Sjöunda viðundrið!
Fjölskyldukakan okkar góða! Nafnið er frekar undarlegt, enginn man hvaðan það er komið né hvaðan uppskriftin en hún er búin að vera í minni fjölskyldu, komin frá móður minni í yfir 60.ár.
Ég man svo vel hvað það var gott þegar frosnir afgangar voru teknir með í útilegurnar hérna í denn, þá var sko veisla enda ekki mikið um sjoppur þá á hverju horni né búðir.
Þessi var bökuð núna fyrir afmælið mitt og skreytt.
250 gr hveiti,
1 tsk lyftiduft,
vanillusykur(eftir smekk) eða ca 2-3 tsk,
250 gr sykur,
250 smjör eða smjörlíki,
1/2 lítri rjómi
Skiptið deiginu jafnt og setjið það í hringform, helst sem hægt er að snúa botninum, deigið á að vera eins þunnt og hægt er.
Ég nota 22 cm form.
Hægt er að ná 5-7 lögum, allt eftir þrautseigju, en 5 eru fínt.
Bakað við 200°c, í ca 10.mínútur en fylgist vel með.
Rjómi þeyttur og bætt smá vanillusykri útí og hann síðan settur á milli laganna.
Gott að skreyta hringinn með rjómasprautu daginn sem á að bera hana fram.
Best er að láta hana mýkjast yfir nótt með rjómann á milli. En skreyta hana samdægurs.
Má frysta.
Skrautið sem ég notaði á kökuna er frá Sprinkle.is
Fyrirfram þakklæti til allra sem deila áfram.
Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
March 03, 2024
February 09, 2024
October 27, 2023