Rúgbrauðsterta

September 07, 2020

Rúgbrauðsterta

Rúgbrauðsterta
Ég hef oft heyrt um minnst á blessuðu Rúgbrauðstertuna en aldrei smakkað hana þar til núna sumarið 2020 á ferðalagi mínu um landið en það var á glænýju kaffihúsi á Hafnarhólmanum Borgarfirði eystri að ég settist niður og fékk mér kaffi og sneið af þessari frægu Rúgbrauðstertu og ég varð ekki fyrir vonbrigðum, síður en svo.

Nú þá er bara að finna uppskrift og ég fann eina á snjáldrinu úr Morgunblaðinu frá 10.desember 1967 og hérna kemur hún.

4.stk egg
200 gr.sykur
125.gr rúgbrauð
1.msk kartöflumjöl
60.gr hveiti
1 1/2.tsk lyftiduft

Fylling:
1-2 bananar
3.stk rifin epli
Safi úr 1/2 sítrónu
50.gr rifið súkkulaði
2.dl þeyttur rjómi

Skreyting:
3.dl þeyttur rjómi og súkkulaðiplötur eða konfektmolar

Botnar:
Eggjarauður þeyttar ásamt sykrinum. Síðan er öllum þurrefnunum blandað saman við rifið rúgbrauðið. Hvíturnar þeyttar og látnar síðan saman við. 
Einnig má þeyta eggin heil. Látið síðan í 2 tertumót og hver botn er bakaður í 10-15 mínútur við 200 °c

Fyllingin:
Eplin rifin, bananar og sítrónusafinn látinn saman við, ásamt rifna súkkulaðinu.
Þetta allt er síðan látið saman við þeytta rjómann og smurt á milli botnanna.

Hérna má finna greinina með uppskriftinni.

Hún Sigríður Guðbrandsdóttir deildi svo sinni uppskrift með okkur á Kökur & baksturs hópnum á facebook og kemur hún hérna með.

Rúgbrauðsterta 

4.egg
200.gr sykur
125.gr rúgbrauð
1.msk kartöflumjöl
60.gr hveiti
1.tsk ger

Rauður og sykur hrært saman.
Þurrefnum blandað saman við og síðast stífþeyttum eggjahvítunum.

Á milli botnanna:
3.stk rifin epli
50.gr suðusúkkulaði, brytjað
2.dl þeyttur rjómi

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kökur

Bónus djöflaterta
Bónus djöflaterta

March 03, 2024

Bónus djöflaterta
Hér á bæ er oftar en ekki til einhversskonar tilbúnir pakkar til að baka úr og að mínu mati þá er það bara í góðu lagi og einfaldar stundum undirbúninginn þegar maður er einn að útbúa fyrir veislu.

Halda áfram að lesa

Rice Krispís marengsterta
Rice Krispís marengsterta

February 09, 2024

Rice Krispís marengsterta
Það kemur fyrir að maður bregður út af vananum og hérna geri ég það svo sannarlega. Ekkert súkkulaði og engar döðlur, bara Rice Krispís. Það er engu að síður vel hægt að skreyta hana með því ef vill. 

Halda áfram að lesa

Marensterta með bleiku súkkulaði
Marensterta með bleiku súkkulaði

October 27, 2023

Marensterta með bleiku súkkulaði
Í tilefni að bleikum október mánuði og 87.ára afmæli móður minnar þann 22.október 2023 þá ákvað ég að baka eina af uppáhaldstertunum okkar en í nýjum búningi.

Halda áfram að lesa