Rjómaterta með jarðarberjum!

July 22, 2023

Rjómaterta með jarðarberjum!

Rjómaterta með jarðarberjum!
Með jarðarberjum, bláberjum og kókosbollum. Algjör bomba og bragðgóð þessi sem ég bakaði fyrir stuttu síðan og hafði í eftirrétt þegar ég bauð fjölskyldunni minni í mat.

Svampbotnar:
 
3 egg, 
130 gr sykur (hrært saman), 
3 msk hveiti, 
2 msk kartöflumjöl, 
2 tsk lyfirduft 

Hrærið saman egg og sykur, þar til orðið létt og ljós, látið eggin út í, eitt í senn.
Blandið saman hveiti, lyftidufti og kartöflumjöli og jafnið saman.
Deiginu skipt í tvo hluta og bakist í kringlóttu lagkökumóti ca 22 cm og bakið í 30-40 mínútur á 170° 

Svo er líka alveg í lagi að einfalda þetta og kaupa þá tilbúna.

1/2 lítri af rjóma, plús 1 pela extra til að hafa nóg í að skreyta tertuna að utan.
Jarðarber
Bláber
Kókosbollur

Þeytið rjómann og skiptið honum í tvennt. Notið annan helminginn í að setja á milli botnanna og bætið þar ofan á jarðaberjum og bláberjum.

Notið hinn helminginn ofan á tertuna og skreytið hana að vild.
Ath að þeyta pelann líka og nota hann svo til að skreyta hliðarnar. Það fer alltaf meira af honum heldur en að maður gerir ráð fyrir og ég hefði alveg þurft þennan auka pela svo ég deili því hérna með ykkur.


Leyfi hérna uppskrift af brúnum botnum að fylgja með þar til ég hef bakað þá og myndað við tækifræi.

Royal svampterta

155 gr sykur 
3 stk egg 
125 gr hveiti 
1 ½ tsk sléttf. Royal lyftiduft 
1 msk sléttf. Kakó 
3 msk heitt vatn 

Hrærið smjörlíkið, látið sykurinn í og hrærið saman uns orðið létt, látið þá eggin út í, eitt í senn.
Blandið saman hveiti, lyftidufti og kakó og jafnið saman við deigið, að síðustu vel heitu vatninu.
Deiginu skipt í tvo hluta og bakist í kringlóttu lagkökumóti. Krem eða sulta látin milli botnanna og kakan skreytt eftir vild. 
125 gr smjörlíki 

Njótið & deilið

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kökur

Súkkulaðikaka með smjörkremi
Súkkulaðikaka með smjörkremi

November 03, 2024

Súkkulaðikaka með smjörkremi
Skellti í þessa fyrir afmælisveislu og bauð upp á ásamt fleirru. Virkilega gómsæt kaka sem einfalt er að baka og hver elskar ekki smjörkrem.

Halda áfram að lesa

Möndlukaka!
Möndlukaka!

October 26, 2024 2 Athugasemdir

Möndlukaka!
Dásamlega góð kaka og ég verð að segja það fyrir mína parta og þeirra sem smökkuðu kökuna þá fannst okkur hún alveg einstaklega góð svona heimabökuð!

Halda áfram að lesa

Bónus djöflaterta
Bónus djöflaterta

March 03, 2024

Bónus djöflaterta
Hér á bæ er oftar en ekki til einhversskonar tilbúnir pakkar til að baka úr og að mínu mati þá er það bara í góðu lagi og einfaldar stundum undirbúninginn þegar maður er einn að útbúa fyrir veislu.

Halda áfram að lesa