Rjómaterta

September 07, 2020

Rjómaterta

RJÓMATERTA 
Íslenska rjómatertan í öllu sínu veldi.
Það er ekki oft sem maður fær orðið ekta flotta rjómatertu en þær eru bara alltaf góðar, það er bara eitthvað svo sérstakt við þær, eitthvað sem við þekkjum.

Botnar: 

4 egg 
4 dl flórsykur 
1 dl hveit 
1 dl kartöflumjöl 
1 tsk lyftiduft
Vanilludropar

750 ml rjómi (3 pelar) 
Hálfdós kokteilávextir

Egg og sykur þeytt saman þar til blandan er létt og ljós.
Sigtið þá þurrefnin saman við, setjið vanilludropa í og hrærið varlega saman með sleif. Hellið í tvö vel smurð tertumót og bakið við 180°C í 10–15 mínútur.


Þegar botnarnir eru alveg kaldir er vætt í þeim með ávaxtasafanum úr dósinni. Síðan eru 250 ml af rjóma þeyttir vel og ávöxtunum blandað saman við. Þetta er sett ofan á botninn og hinum svo skellt yfir. Þá er restin af rjómanum þeyttur og kakan smurð með rjóma og síðan skreytt, bæði hliðar og toppur. Tilvalið að nota rauðu kokteilberin úr blöndunni til að skreyta – hér gildir að nota ímyndunaraflið. Best að gera kökuna deginum áður.

Hver og einn skreytir svo eins og hann vill en þessi fallega terta var skreytt af henni Margréti Baldursdóttir (Möggu) og var í fermingarveislu núna um daginn.

Ekta gamaldags rjómaterta!

3-4  egg
2 dl sykur
1 1/2 dl hveiti (ca einn bolli)
1/2 – 1 teskeið lyftiduft
1 matskeið kartöflumjöl
Þeytið egg og sykur saman
Bætið þurrefnunum varlega saman við og hrærið vel.
Setjið í tvö tertumót
Bakið við ca. 180°C hita í um 30 mín.
Kælið botnana

1 heil dós af koktelávöxtum
1 l rjómi
Setjið annan botninn á tertudisk og dreifið hluta af safa af kokteilávöxtum á (stundum einnig karamellubúðing)
Stífþeytið rjóma, blandið helmningnum af kokteilávextum í rúmlega þriðjunginn af rjómanum og setjið á botninn.
Látið hinn botninn ofan á, vætið með restinni af safanum. Skreytið með rjómanum og ávöxtum.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook




Skildu eftir athugasemd


Einnig í Kökur

Rjómaterta með jarðarberjum!
Rjómaterta með jarðarberjum!

July 22, 2023

Rjómaterta með jarðarberjum!
Með jarðarberjum, bláberjum og kókosbollum. Algjör bomba og bragðgóð þessi sem ég bakaði fyrir stuttu síðan og hafði í eftirrétt þegar ég bauð fjölskyldunni minni í mat.

Halda áfram að lesa

Snickers kaka
Snickers kaka

March 09, 2023

Snickers kaka
Þessa dásamlegu uppskrift deildi hún Sólveig Jan með okkur á Kökur & baksturs hópnum á feisbókinni en maðurinn hennar hafði bakað þessa flottu tertu. 

Halda áfram að lesa

Strandasæla
Strandasæla

February 05, 2023

Strandasæla
Fékk þessa æðislegu uppskrift hjá Sigrúnu Jónu fyrir svolitlu síðan og varð bara að prufa hana. Fínasta kaka og einstaklega góð með rjóma.

Halda áfram að lesa