March 21, 2020
Marensterta með súkkulaðibitum og döðlum
Hún er ein af þeim allra vinsælustu í hverju boði en þessi með súkkulaðibitum og döðlum hefur verið viðloðandi fjölskylduboð og afmæli frá því að ég man eftir mér og það er vissara að baka 2-3 því þær hverfa alltaf, nú ef svo vildi til að það verður afgangur, þá bara að frysta og taka út þegar gesti ber að garði.
4 eggjahvítur (bætið við 1 ef eggin eru litil)
2 stórir bollar flórsykur (ca 2 dl einn bolli)
Stífþeytt saman
100 gr suðusúkkulaði (saxað smátt)
½ pakki döðlur pressaðar (saxað smátt), má líka nota venjulegar steinlausar döðlur
½ lítri af rjóma (þeyttur og settur á milli botna)
Stífþeytið eggjahvíturnar og flórsykurinn þar til hægt er að hvolfa blöndunni og hún lekur ekki.
Blandið súkkulaðinu og döðlunum rólega saman við.
Notið form sem hægt er að snúa i miðjunni ef þið eigið þau til og smyrjið þau að innan með smjöri eða smyrjið
þessu á smjörpappír, en verið þá búin að skipta blöndunni jafnt.
Bakið við 150°c í 45 mínútur. (Setjið inn í kaldan ofninn)
Þeytið rjómann og setjið hann á milli botnanna og skreytið að vild.
Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
March 03, 2024
February 09, 2024
October 27, 2023