Marensterta með kókosbollum,,

March 07, 2020

Marensterta með kókosbollum,,

Marensterta með kókosbollum, súkkulaðibitum og döðlum.
Hún er góð ein og sér með bara súkkulaðibitum og döðlum en viðbættum kókosbollum þá verður hún enn meiri sælkera terta fyrir vikið.

4 eggjahvítur (bætið við 1 ef eggin eru litil)
2 stórir bollar flórsykur (ca 2 dl einn bolli)
Stífþeytt saman 
100 gr suðusúkkulaði (saxað smátt) 
½ pakki döðlur pressaðar (saxað smátt), má líka nota venjulegar steinlausar döðlur
½ lítri af rjóma (þeyttur og settur á milli botna) 
Kókosbollur

Stífþeytið eggjahvíturnar og flórsykurinn þar til hægt er að hvolfa blöndunni og hún lekur ekki.
Blandið súkkulaðinu og döðlunum rólega saman við.

Notið form sem hægt er að snúa i miðjunni ef þið eigið þau til og smyrjið þau að innan með smjöri eða smyrjið 
þessu á smjörpappír, en verið þá búin að skipta  blöndunni jafnt.
Bakið við 150°c í 45 mínútur. (Setjið inn í kaldan ofninn)

Þeytið rjómann og setjið hann á milli botnanna og skreytið að vild.
Skerið kókosbollurnar í bita og leggið á milli.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook




Skildu eftir athugasemd


Einnig í Kökur

Rjómaterta með jarðarberjum!
Rjómaterta með jarðarberjum!

July 22, 2023

Rjómaterta með jarðarberjum!
Með jarðarberjum, bláberjum og kókosbollum. Algjör bomba og bragðgóð þessi sem ég bakaði fyrir stuttu síðan og hafði í eftirrétt þegar ég bauð fjölskyldunni minni í mat.

Halda áfram að lesa

Snickers kaka
Snickers kaka

March 09, 2023

Snickers kaka
Þessa dásamlegu uppskrift deildi hún Sólveig Jan með okkur á Kökur & baksturs hópnum á feisbókinni en maðurinn hennar hafði bakað þessa flottu tertu. 

Halda áfram að lesa

Strandasæla
Strandasæla

February 05, 2023

Strandasæla
Fékk þessa æðislegu uppskrift hjá Sigrúnu Jónu fyrir svolitlu síðan og varð bara að prufa hana. Fínasta kaka og einstaklega góð með rjóma.

Halda áfram að lesa