Marensterta með kókosbollum.

February 03, 2020

Marensterta með kókosbollum.

Marensterta með kókosbollum, jarðaberjum og karamellusósu
Þessi uppskrift er algjört dúndur, hún bráðnar í munni og heillar alla upp úr skónum og ekki verra hvað auðveld hún er en þess þarf samt að gæta að ofninn sé blásturs ofn því hinir eru ekki að reynast vel í marensinn.

8 eggjahvítur
400 gr sykur

Stífþeytið saman (þannig að þegar þú snýrð við skálinni þá haggast blandan ekki)
Skiptið blöndunni á milli í tvö hringform.

Bakið við 150°c í ca 45-55 mínútur í miðjum ofninum og 
byrjið ekki að hita hann fyrr en um leið og þið setjið maresninn inn.

Þeytið 1 pela af rjóma
Skerið niður 3-4 kókosbollur (eftir smekk)

Blandið rjómanum og kókosbollunum varlega saman og setjið svo á milli botnanna þegar þeir hafa kólnað vel.

Karamellubráð:

2 dl rjómi
80 gr púðursykur
3 msk síróp
30 gr smjör
1 tsk vanilludropar

Skreytt með jarðaberjum (má líka nota bláber)

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook




Skildu eftir athugasemd


Einnig í Kökur

Rjómaterta með jarðarberjum!
Rjómaterta með jarðarberjum!

July 22, 2023

Rjómaterta með jarðarberjum!
Með jarðarberjum, bláberjum og kókosbollum. Algjör bomba og bragðgóð þessi sem ég bakaði fyrir stuttu síðan og hafði í eftirrétt þegar ég bauð fjölskyldunni minni í mat.

Halda áfram að lesa

Snickers kaka
Snickers kaka

March 09, 2023

Snickers kaka
Þessa dásamlegu uppskrift deildi hún Sólveig Jan með okkur á Kökur & baksturs hópnum á feisbókinni en maðurinn hennar hafði bakað þessa flottu tertu. 

Halda áfram að lesa

Strandasæla
Strandasæla

February 05, 2023

Strandasæla
Fékk þessa æðislegu uppskrift hjá Sigrúnu Jónu fyrir svolitlu síðan og varð bara að prufa hana. Fínasta kaka og einstaklega góð með rjóma.

Halda áfram að lesa