Marensterta með kókosbollum.

February 03, 2020

Marensterta með kókosbollum.

Marensterta með kókosbollum, jarðaberjum og karamellusósu
Þessi uppskrift er algjört dúndur, hún bráðnar í munni og heillar alla upp úr skónum og ekki verra hvað auðveld hún er en þess þarf samt að gæta að ofninn sé blásturs ofn því hinir eru ekki að reynast vel í marensinn.

8 eggjahvítur
400 gr sykur

Stífþeytið saman (þannig að þegar þú snýrð við skálinni þá haggast blandan ekki)
Skiptið blöndunni á milli í tvö hringform.

Bakið við 150°c í ca 45-55 mínútur í miðjum ofninum og 
byrjið ekki að hita hann fyrr en um leið og þið setjið maresninn inn.

Þeytið 1 pela af rjóma
Skerið niður 3-4 kókosbollur (eftir smekk)

Blandið rjómanum og kókosbollunum varlega saman og setjið svo á milli botnanna þegar þeir hafa kólnað vel.

Karamellubráð:

2 dl rjómi
80 gr púðursykur
3 msk síróp
30 gr smjör
1 tsk vanilludropar

Skreytt með jarðaberjum (má líka nota bláber)

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kökur

Súkkulaðikaka með smjörkremi
Súkkulaðikaka með smjörkremi

November 03, 2024

Súkkulaðikaka með smjörkremi
Skellti í þessa fyrir afmælisveislu og bauð upp á ásamt fleirru. Virkilega gómsæt kaka sem einfalt er að baka og hver elskar ekki smjörkrem.

Halda áfram að lesa

Möndlukaka!
Möndlukaka!

October 26, 2024 2 Athugasemdir

Möndlukaka!
Dásamlega góð kaka og ég verð að segja það fyrir mína parta og þeirra sem smökkuðu kökuna þá fannst okkur hún alveg einstaklega góð svona heimabökuð!

Halda áfram að lesa

Bónus djöflaterta
Bónus djöflaterta

March 03, 2024

Bónus djöflaterta
Hér á bæ er oftar en ekki til einhversskonar tilbúnir pakkar til að baka úr og að mínu mati þá er það bara í góðu lagi og einfaldar stundum undirbúninginn þegar maður er einn að útbúa fyrir veislu.

Halda áfram að lesa