Marensterta með karamellubráð

March 25, 2020

Marensterta með karamellubráð

Marensterta með karamellubráð
8-10 sneiðar
Enn ein dásamlega útgáfan af marenstertu.

5 eggjahvítur
100 gr Dansukker púðursykur
100 gr Dansukker strásykur
80 gr kornflögur, gróft muldar
5 dl rjómi, þeyttur
Karamellubráð:
2 dl rjómi
80 gr púðursykur
3 msk síróp
30 gr smjör
1 tsk vanilludropar

Hitið ofninn í 150°c. Þeytið eggjahvítur og báðar tegundir af sykri saman í 4-5 mínútur.
Eða þar til þær verða stífar. Bætið kornflögum út í og blandið með sleikju.
Smyrjið 24 cm smelluform eða fóðrið með smjörpappír og skiptið deiginu á milli formanna.
Bakið í 1 klst. Takið úr formunum og kælið. Þeytið rjóma og setjið á milli botnanna.
Sjóðið 2 dl af rjóma, púðursykru og síróp saman þar til úr verður þykkur massi, þetta tekur u.þ.b. 10 mín.
Takið pottinn af hellunni og bætið smjöri út í. Braðbætið með vanilludropum.
Kælið karamellubráðina örlítið og hellið síðan yfir kökuna.

Gestgjafinn 17.tbl 2008

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kökur

Bónus djöflaterta
Bónus djöflaterta

March 03, 2024

Bónus djöflaterta
Hér á bæ er oftar en ekki til einhversskonar tilbúnir pakkar til að baka úr og að mínu mati þá er það bara í góðu lagi og einfaldar stundum undirbúninginn þegar maður er einn að útbúa fyrir veislu.

Halda áfram að lesa

Rice Krispís marengsterta
Rice Krispís marengsterta

February 09, 2024

Rice Krispís marengsterta
Það kemur fyrir að maður bregður út af vananum og hérna geri ég það svo sannarlega. Ekkert súkkulaði og engar döðlur, bara Rice Krispís. Það er engu að síður vel hægt að skreyta hana með því ef vill. 

Halda áfram að lesa

Marensterta með bleiku súkkulaði
Marensterta með bleiku súkkulaði

October 27, 2023

Marensterta með bleiku súkkulaði
Í tilefni að bleikum október mánuði og 87.ára afmæli móður minnar þann 22.október 2023 þá ákvað ég að baka eina af uppáhaldstertunum okkar en í nýjum búningi.

Halda áfram að lesa