Marensterta með karamellubráð

March 25, 2020

Marensterta með karamellubráð

Marensterta með karamellubráð
8-10 sneiðar
Enn ein dásamlega útgáfan af marenstertu.

5 eggjahvítur
100 gr Dansukker púðursykur
100 gr Dansukker strásykur
80 gr kornflögur, gróft muldar
5 dl rjómi, þeyttur
Karamellubráð:
2 dl rjómi
80 gr púðursykur
3 msk síróp
30 gr smjör
1 tsk vanilludropar

Hitið ofninn í 150°c. Þeytið eggjahvítur og báðar tegundir af sykri saman í 4-5 mínútur.
Eða þar til þær verða stífar. Bætið kornflögum út í og blandið með sleikju.
Smyrjið 24 cm smelluform eða fóðrið með smjörpappír og skiptið deiginu á milli formanna.
Bakið í 1 klst. Takið úr formunum og kælið. Þeytið rjóma og setjið á milli botnanna.
Sjóðið 2 dl af rjóma, púðursykru og síróp saman þar til úr verður þykkur massi, þetta tekur u.þ.b. 10 mín.
Takið pottinn af hellunni og bætið smjöri út í. Braðbætið með vanilludropum.
Kælið karamellubráðina örlítið og hellið síðan yfir kökuna.

Gestgjafinn 17.tbl 2008

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook




Skildu eftir athugasemd


Einnig í Kökur

Rjómaterta með jarðarberjum!
Rjómaterta með jarðarberjum!

July 22, 2023

Rjómaterta með jarðarberjum!
Með jarðarberjum, bláberjum og kókosbollum. Algjör bomba og bragðgóð þessi sem ég bakaði fyrir stuttu síðan og hafði í eftirrétt þegar ég bauð fjölskyldunni minni í mat.

Halda áfram að lesa

Snickers kaka
Snickers kaka

March 09, 2023

Snickers kaka
Þessa dásamlegu uppskrift deildi hún Sólveig Jan með okkur á Kökur & baksturs hópnum á feisbókinni en maðurinn hennar hafði bakað þessa flottu tertu. 

Halda áfram að lesa

Strandasæla
Strandasæla

February 05, 2023

Strandasæla
Fékk þessa æðislegu uppskrift hjá Sigrúnu Jónu fyrir svolitlu síðan og varð bara að prufa hana. Fínasta kaka og einstaklega góð með rjóma.

Halda áfram að lesa