Marensterta með bleiku súkkulaði

October 27, 2023

Marensterta með bleiku súkkulaði

Marensterta með bleiku súkkulaði
Í tilefni að bleikum október mánuði og 87.ára afmæli móður minnar þann 22.október 2023 þá ákvað ég að baka eina af uppáhaldstertunum okkar en í nýjum búningi.

Hráefni:
5 eggjahvítur
2 stórir bollar/könnur af flórsykri
Stífþeytið þetta tvennt saman

100 gr suðusúkkulaði, saxað niður smátt
1/2 líter rjómi
100 gr af hvítu súkkulaði
1/2 dl af Karamellu kurli frá Sírius
Bleikan kökulit
Kökuskraut 


Eggjahvítur og flórsykur stífþeytt saman svo að standi svona eins og sjá má á myndinni.

100 gr suðusúkkulaði, saxað niður smátt og hrært varlega saman við.

Smyrjið form vel og setjið jafnt í þau. Setjið inn í kaldann ofn og bakið á 150°c í 45 mínútur á blæstri.

Tilbúnir. Gott er að leysa þá í forminu og setja á disk og bökunarpappír og leyfa þeim að kólna áður en rjóminn er settur á.

Þeytið rjóman og setjið á tertuna. Tæplega hálfur líter af rjóma dugar og setjið svo ofan á rjómann Karamellukurl frá Síríus.

Leggið varlega hinn helminginn ofan á.

Bræðið hvítt súkkulaði yfir vatnsbaði

Setjið smá kökulit saman við

Og blandið vel saman

Skeytið svo tertuna með bleika súkkulaðinu en ath að þarna notaði ég 200 gr af súkkulaði sem var allt of mikið og harnaði í ísskápnum (var samt mjög gott) en of hart. Maður lærir af reynslunni og getur þá miðlað því áfram.

Ég skreytti hana svo með dásamlega fallegu kökuskrauti sem ég keypti hjá Sprinkle.is

Njótið & deilið að vild

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook


Uppskrift og myndir
Ingunn Mjöll




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kökur

Súkkulaðikaka með smjörkremi
Súkkulaðikaka með smjörkremi

November 03, 2024

Súkkulaðikaka með smjörkremi
Skellti í þessa fyrir afmælisveislu og bauð upp á ásamt fleirru. Virkilega gómsæt kaka sem einfalt er að baka og hver elskar ekki smjörkrem.

Halda áfram að lesa

Möndlukaka!
Möndlukaka!

October 26, 2024 2 Athugasemdir

Möndlukaka!
Dásamlega góð kaka og ég verð að segja það fyrir mína parta og þeirra sem smökkuðu kökuna þá fannst okkur hún alveg einstaklega góð svona heimabökuð!

Halda áfram að lesa

Bónus djöflaterta
Bónus djöflaterta

March 03, 2024

Bónus djöflaterta
Hér á bæ er oftar en ekki til einhversskonar tilbúnir pakkar til að baka úr og að mínu mati þá er það bara í góðu lagi og einfaldar stundum undirbúninginn þegar maður er einn að útbúa fyrir veislu.

Halda áfram að lesa