March 07, 2020
Hjónabandssæla Ástu frænku
Þegar ég hugsa um Hjónabandsælu þá hugsa ég alltaf um Ástu frænku, systir móður minnar en þaðan er þessi uppskrift komin og ég man hvað hún var alltaf góð og frænka duglega í bakstrinum.
4 bollar haframjöl
2 bollar hveiti
1 bolli sykur
250 gr smjörlíki
1 tsk natron
1 tsk ger
Allt hrært saman, sulta sett á milli.
Önnur uppskrift:
3 bollar haframjöl,
2 ½ bolli hveiti,
1 tsk natron,
1 tsk lyftiduft,
250 gr smjör eða smjörliki,
2 bollar púðursykur,
2 egg,
Rabbabarasulta eða önnur gerð eftir smekk.
Blandið saman þurrefnum, brytjið smjöri saman við og bleytið i með egginu.
Hnoðið deigið.
Fletjið um það bil tvo þriðju af deiginu út og setjið í smurt form.
Smyrjið sultu yfir.
Myljið afganginn af deiginu yfir eða fletjið það út og skerið í strimla og leggjið yfir.
Bakið kökuna við 200°c.
Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
March 03, 2024
February 09, 2024
October 27, 2023