Gulrótarkaka Deluxe

July 21, 2022

Gulrótarkaka Deluxe

Gulrótarkaka Deluxe 
Þá má gera þvílíkt góðar kökur úr allsskonar tilbúnum kökumixum og í þetta sinn þá notaði ég Bónus gulrótarmix og bjó til eina góða tertu með rjóma og alles.

1.pakki Bónus Gulrótarmix
3.egg samkvæmt leiðbeiningum á pakka
80 ml matarolía
250 ml vatn (lesið leiðbeiningarnar á hverjum pakka fyrir sig, eftir því hvaða mix þið notið.)

1.peli rjómi, þeyttur
1/2 dós perur, niðurskornar

Hrærið saman og setjið blönduna í mót. Ég notaði tvö mót í þessa, minnir að þau séu um 23 cm

Bakið við 180°c þar til kakan er tilbúin, fínt að ath eftir um 15.mínútur með því að stinga gaffli í kökuna eða prjóni og ef hann kemur hreinn tilbaka þá er kakan tilbúin. Kælið kökuna og leisið hana úr mótinu.

Setjð þeyttan rjómann á milli botnanna.

Bætið svo niðurskornum perunum á

Ég notaði svo Vanillu kremið frá Bettý frænku og smurði því fallega á kökuna og skreytti hana svo með Súkkulaðiperlunum frá Sírus.



Og þar sem þarna voru páskar þá fannst mér upplagt að bæta við páskaskrautinu mínu sem ég fékk af páskaegginu mínu það árið.

Njótið og deilið með gleði..

Uppskrift og myndir
Ingunn Mjöll

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook



Skildu eftir athugasemd


Einnig í Kökur

Marensterta með bleiku súkkulaði
Marensterta með bleiku súkkulaði

October 27, 2023

Marensterta með bleiku súkkulaði
Í tilefni að bleikum október mánuði og 87.ára afmæli móður minnar þann 22.október 2023 þá ákvað ég að baka eina af uppáhaldstertunum okkar en í nýjum búningi.

Halda áfram að lesa

Rjómaterta með jarðarberjum!
Rjómaterta með jarðarberjum!

July 22, 2023

Rjómaterta með jarðarberjum!
Með jarðarberjum, bláberjum og kókosbollum. Algjör bomba og bragðgóð þessi sem ég bakaði fyrir stuttu síðan og hafði í eftirrétt þegar ég bauð fjölskyldunni minni í mat.

Halda áfram að lesa

Snickers kaka
Snickers kaka

March 09, 2023

Snickers kaka
Þessa dásamlegu uppskrift deildi hún Sólveig Jan með okkur á Kökur & baksturs hópnum á feisbókinni en maðurinn hennar hafði bakað þessa flottu tertu. 

Halda áfram að lesa