Gulrótarkaka Deluxe

July 21, 2022

Gulrótarkaka Deluxe

Gulrótarkaka Deluxe 
Þá má gera þvílíkt góðar kökur úr allsskonar tilbúnum kökumixum og í þetta sinn þá notaði ég Bónus gulrótarmix og bjó til eina góða tertu með rjóma og alles.

1.pakki Bónus Gulrótarmix
3.egg samkvæmt leiðbeiningum á pakka
80 ml matarolía
250 ml vatn (lesið leiðbeiningarnar á hverjum pakka fyrir sig, eftir því hvaða mix þið notið.)

1.peli rjómi, þeyttur
1/2 dós perur, niðurskornar

Hrærið saman og setjið blönduna í mót. Ég notaði tvö mót í þessa, minnir að þau séu um 23 cm

Bakið við 180°c þar til kakan er tilbúin, fínt að ath eftir um 15.mínútur með því að stinga gaffli í kökuna eða prjóni og ef hann kemur hreinn tilbaka þá er kakan tilbúin. Kælið kökuna og leisið hana úr mótinu.

Setjð þeyttan rjómann á milli botnanna.

Bætið svo niðurskornum perunum á

Ég notaði svo Vanillu kremið frá Bettý frænku og smurði því fallega á kökuna og skreytti hana svo með Súkkulaðiperlunum frá Sírus.Og þar sem þarna voru páskar þá fannst mér upplagt að bæta við páskaskrautinu mínu sem ég fékk af páskaegginu mínu það árið.

Njótið og deilið með gleði..

Uppskrift og myndir
Ingunn Mjöll


Skildu eftir athugasemd


Einnig í Kökur

Djöflaterta með vanillukremi
Djöflaterta með vanillukremi

April 15, 2022

Djöflaterta með vanillukremi
Þessi er milduð með hvítu vanillukremi og kemur alveg rosalega vel út og það er hægt að skreyta hana að vild hvers og eins en ég notaði Karamellukurli sem kom

Halda áfram að lesa

Súkkulaðiterta með súkkulaðikremi
Súkkulaðiterta með súkkulaðikremi

April 15, 2022 2 Athugasemdir

Súkkulaðiterta með súkkulaðikremi
Það þarf ekki alltaf að vera svo flókið að baka góðar kökur og með aðstoð hennar Bettýar þá verður það leikur einn og hérna aðstoðaði hún mig við að

Halda áfram að lesa

Með sól í hjarta - Flateyjarkakan
Með sól í hjarta - Flateyjarkakan

August 20, 2021 1 Athugasemd

Með sól í hjarta
Þessa dásamlegu dúndur súkkulaðiköku bragðaði ég úti í Flatey í sumar og fær hún toppdóma frá mér og hann Friðgeir kokkur gaf góðfúslegt leyfir fyrir að deila

Halda áfram að lesa