Brún Rúlluterta

April 08, 2020

Brún Rúlluterta

Brún Rúlluterta
Eitt af því besta sem maður fékk hjá ömmu voru lagterturnar og rúlluterturnar og hérna kemur ein ljúffeng uppskrift af brúnni rúllutertu.

3 egg
1 dl og 1 msk sykur
1 dl hveiti
1 ½ msk kartöflumjöl
2 tsk kakó
½ tsk matarsódi

 

KREM

150 gr smjörlíki
125 gr flórsykur
1 egg
½ tsk vanilludropar

Hrærið saman egg og sykur þar til ljóst og létt
Sigtið þurrefnin saman við og blandið varlega með sleikju
Smyrjið á bökunarpappir og bakið við 230°c í 6-7 mínútur
Setjið kökuna á sykurstráðan bökunarpappír og setjið blautt stykki yfir
Þegar kakan er orðin köld er pappírinn tekinn af og kreminu smurt á
Rúllið kökunni upp

Uppskrift frá Gulla

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kökur

Súkkulaðikaka með smjörkremi
Súkkulaðikaka með smjörkremi

November 03, 2024

Súkkulaðikaka með smjörkremi
Skellti í þessa fyrir afmælisveislu og bauð upp á ásamt fleirru. Virkilega gómsæt kaka sem einfalt er að baka og hver elskar ekki smjörkrem.

Halda áfram að lesa

Möndlukaka!
Möndlukaka!

October 26, 2024 2 Athugasemdir

Möndlukaka!
Dásamlega góð kaka og ég verð að segja það fyrir mína parta og þeirra sem smökkuðu kökuna þá fannst okkur hún alveg einstaklega góð svona heimabökuð!

Halda áfram að lesa

Bónus djöflaterta
Bónus djöflaterta

March 03, 2024

Bónus djöflaterta
Hér á bæ er oftar en ekki til einhversskonar tilbúnir pakkar til að baka úr og að mínu mati þá er það bara í góðu lagi og einfaldar stundum undirbúninginn þegar maður er einn að útbúa fyrir veislu.

Halda áfram að lesa