April 08, 2020
Brún Rúlluterta
Eitt af því besta sem maður fékk hjá ömmu voru lagterturnar og rúlluterturnar og hérna kemur ein ljúffeng uppskrift af brúnni rúllutertu.
3 egg
1 dl og 1 msk sykur
1 dl hveiti
1 ½ msk kartöflumjöl
2 tsk kakó
½ tsk matarsódi
KREM
150 gr smjörlíki
125 gr flórsykur
1 egg
½ tsk vanilludropar
Hrærið saman egg og sykur þar til ljóst og létt
Sigtið þurrefnin saman við og blandið varlega með sleikju
Smyrjið á bökunarpappir og bakið við 230°c í 6-7 mínútur
Setjið kökuna á sykurstráðan bökunarpappír og setjið blautt stykki yfir
Þegar kakan er orðin köld er pappírinn tekinn af og kreminu smurt á
Rúllið kökunni upp
Uppskrift frá Gulla
Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
November 03, 2024
October 26, 2024 2 Athugasemdir
March 03, 2024