Brún lagterta/randalína

March 07, 2020

Brún lagterta/randalína

Brún lagterta/randalína (Færeysk 4 laga)
Uppskriftin er 50 ára og kemur frá Færeyjum, en hana fékk ég hjá henni Erlu Hjálmarsdóttir sem var svo góð að taka mig í kennslu heim til sín.

1 kg hveiti
2 bollar sykur (350 g)
300 gr smörlíki (látið linast)
2 egg
2 tsk. natron
2 tsk. negull
2 tsk. kanill
2 bollar sýróp

Hnoðið deigið svo það verði sprungulaust, slétt
Látið það fylla vel út á plötuna og passið að mæla þær allar eins
Vigtið hveiti og sykur og setjið í hrærivélaskálina, bætið svo út í natron, negul og kanil og hrærið vel saman. 
Bætið svo út í eggjum, sýrópi og smjörliki og hnoðið vel. Gott er að hnoða deigið í tveimur hlutum.
Mjög gott er að pakka deiginu í smjörpappír og setja í poka og kæla vel (minnst 4 tíma eða í sólahring). Má sleppa

1. Skiptið deiginu í fjóra jafna hluta og fletið hvern hluta út í stærðinni 29x36 sentimetra (eða sem hentar ykkar plötustærð).
2. Gott er að baka hvern hluta sér í miðjum ofninum við 200 - 220 °c í tíu til tólf mínutur.
Látið kólna vel.

Smjörkrem:
250 g smjör
250 g smjörlíki
500 g flórsykur
1 egg
vanilludropa eftir smekk

Hrært mjög vel

3. Gott er að bíða með að setja kremið á þangað til daginn eftir eða passa að kakan sé vel kæld áður en kremið er sett á.
Gamalt og gott húsráð er að setja vel undir viskastykki yfir kökuna til að mýkja hana.
4. Kökuplöturnar eru síðan lagðar saman með smjörkremi á milli.
5. Best er að velja fallegustu plöturnar og hafa þær neðst og efst svo að kakan líti sem best út. 
6. Þegar öll lögin eru komin saman skal pakka lagkökunni vel inn í eldhúsfilmu eða álpappír og láta bíða í 2-3 daga til að mýkjast. 
Þá er hún skorin í 6-8 stykki og hverju stykki pakkað vel inn, umbúðirnar þurfa að vera loftþéttar svo kakan harðni ekki.

Uppskriftin kom svo líka í Fréttablaðinu í nóv 2011

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook




Skildu eftir athugasemd


Einnig í Kökur

Rjómaterta með jarðarberjum!
Rjómaterta með jarðarberjum!

July 22, 2023

Rjómaterta með jarðarberjum!
Með jarðarberjum, bláberjum og kókosbollum. Algjör bomba og bragðgóð þessi sem ég bakaði fyrir stuttu síðan og hafði í eftirrétt þegar ég bauð fjölskyldunni minni í mat.

Halda áfram að lesa

Snickers kaka
Snickers kaka

March 09, 2023

Snickers kaka
Þessa dásamlegu uppskrift deildi hún Sólveig Jan með okkur á Kökur & baksturs hópnum á feisbókinni en maðurinn hennar hafði bakað þessa flottu tertu. 

Halda áfram að lesa

Strandasæla
Strandasæla

February 05, 2023

Strandasæla
Fékk þessa æðislegu uppskrift hjá Sigrúnu Jónu fyrir svolitlu síðan og varð bara að prufa hana. Fínasta kaka og einstaklega góð með rjóma.

Halda áfram að lesa