Brún lagterta/randalína

March 07, 2020

Brún lagterta/randalína

Brún lagterta/randalína (Færeysk 4 laga)
Uppskriftin er 50 ára og kemur frá Færeyjum, en hana fékk ég hjá henni Erlu Hjálmarsdóttir sem var svo góð að taka mig í kennslu heim til sín.

1 kg hveiti
2 bollar sykur (350 g)
300 gr smörlíki (látið linast)
2 egg
2 tsk. natron
2 tsk. negull
2 tsk. kanill
2 bollar sýróp

Hnoðið deigið svo það verði sprungulaust, slétt
Látið það fylla vel út á plötuna og passið að mæla þær allar eins
Vigtið hveiti og sykur og setjið í hrærivélaskálina, bætið svo út í natron, negul og kanil og hrærið vel saman. 
Bætið svo út í eggjum, sýrópi og smjörliki og hnoðið vel. Gott er að hnoða deigið í tveimur hlutum.
Mjög gott er að pakka deiginu í smjörpappír og setja í poka og kæla vel (minnst 4 tíma eða í sólahring). Má sleppa

1. Skiptið deiginu í fjóra jafna hluta og fletið hvern hluta út í stærðinni 29x36 sentimetra (eða sem hentar ykkar plötustærð).
2. Gott er að baka hvern hluta sér í miðjum ofninum við 200 - 220 °c í tíu til tólf mínutur.
Látið kólna vel.

Smjörkrem:
250 g smjör
250 g smjörlíki
500 g flórsykur
1 egg
vanilludropa eftir smekk

Hrært mjög vel

3. Gott er að bíða með að setja kremið á þangað til daginn eftir eða passa að kakan sé vel kæld áður en kremið er sett á.
Gamalt og gott húsráð er að setja vel undir viskastykki yfir kökuna til að mýkja hana.
4. Kökuplöturnar eru síðan lagðar saman með smjörkremi á milli.
5. Best er að velja fallegustu plöturnar og hafa þær neðst og efst svo að kakan líti sem best út. 
6. Þegar öll lögin eru komin saman skal pakka lagkökunni vel inn í eldhúsfilmu eða álpappír og láta bíða í 2-3 daga til að mýkjast. 
Þá er hún skorin í 6-8 stykki og hverju stykki pakkað vel inn, umbúðirnar þurfa að vera loftþéttar svo kakan harðni ekki.

Uppskriftin kom svo líka í Fréttablaðinu í nóv 2011

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kökur

Súkkulaðikaka með smjörkremi
Súkkulaðikaka með smjörkremi

November 03, 2024

Súkkulaðikaka með smjörkremi
Skellti í þessa fyrir afmælisveislu og bauð upp á ásamt fleirru. Virkilega gómsæt kaka sem einfalt er að baka og hver elskar ekki smjörkrem.

Halda áfram að lesa

Möndlukaka!
Möndlukaka!

October 26, 2024 2 Athugasemdir

Möndlukaka!
Dásamlega góð kaka og ég verð að segja það fyrir mína parta og þeirra sem smökkuðu kökuna þá fannst okkur hún alveg einstaklega góð svona heimabökuð!

Halda áfram að lesa

Bónus djöflaterta
Bónus djöflaterta

March 03, 2024

Bónus djöflaterta
Hér á bæ er oftar en ekki til einhversskonar tilbúnir pakkar til að baka úr og að mínu mati þá er það bara í góðu lagi og einfaldar stundum undirbúninginn þegar maður er einn að útbúa fyrir veislu.

Halda áfram að lesa