Yoshida's hrígrjóna & núðluréttur

July 30, 2023

Yoshida's hrígrjóna & núðluréttur

Yoshida's hrígrjóna & núðluréttur
Þar sem ég er að öllu jafna ein í heimili þá elda ég oft fyrir tvo daga í einu sem er algjör snilld finnst mér en til að hafa tilbreytinguna í eldamennskunni þá breyti ég oft um undirstöðuna eins og hérna. Fyrri daginn þá var ég með hrísgrjónarétt og þann seinni núðlurétt, annað hráefni var það sama en það er líka leikandi létt hægt að breyta meðlætinu ef maður vill.

Rauð paprika, perlulaukur og niðurskornir sveppir

Þarna má sjá sósuna sem ég notaði á réttina en hana keypti ég í Costco. Vel er hægt að nota aðra sambærilega.

Soðin hrísgrjón, 1 poki

Fyrir þessa tvo daga notaði ég:

1 kjúklingabringu, skar hana í bita og steikti á pönnu
Skar niður hálfa papriku, nokkra sveppi og svo rauðlauk/perlulauk og steikti allt saman á pönnunni upp úr Olívuolíu.

Síðan sauð ég 1 poka af hrísgrjónum og þegar þau voru tilbúin þá hellti ég sósunni yfir grjónin og bætti svo helmingnum af kjúklingaréttinum saman við. 
Gott er að byrja á að hella eins og 1/2 dl og bæta frekar við eftir smekk svo að það verði ekki of blautt.

Daginn eftir þá notaði ég hinn helminginn af hráefninu nema í staðinn fyrir hrísgjónin sauð ég núðlur, hæfilega mikið magn fyrir einn. Hellti svo 1/2 dl af sósunni yfir og hrærði öllu saman. 

Alltaf svo gaman að skreyta smá með sumarblómunum yfir sumartímann.

Njótið & deilið með vinum..

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni

Einnig í Kjúklingaréttir

Mango Chutney kjúklingur
Mango Chutney kjúklingur

April 05, 2024

Mango Chutney kjúklingur
Meiriháttar góður réttur, algjör sælkera að mínu mati. Ég minnkaði hann reyndar lítilega sem kom ekki að sök og var með hrísgrjón með og ferskt salat.
fyrir 4

Halda áfram að lesa

Barbeque kjúklingaborgari
Barbeque kjúklingaborgari

March 05, 2024

Barbeque kjúklingaborgari
Afgangar er eitthvað sem ég elska að nýta og gera eitthvað gott úr og hérna var ég með afganga af kjúklingalæri sem ég steikti á pönnu og bar fram með steiktu eggi, spínati, agúrku, hamborgara sósu og barbeque sósu. Svakalega góðu.

Halda áfram að lesa

Mexikóskt lasagne
Mexikóskt lasagne

February 19, 2024

Mexikóskt lasagne
Eitt það æðislegasta Mexíkóska lasagna sem ég hef gert og ég mæli 100% með.
Virkilega gaman þegar vel heppnast og tortillurnar voru mjög mjúkar og góðar á milli. 

Halda áfram að lesa