Villigæsabringa

March 14, 2021

Villigæsabringa

Villigæsabringa
Það er fátt betra en djúsí villibráð og þá er villigæsin alveg á topplista hjá mér og ekki verra að hafa uppskrift til að styðjast við.

Bringur af tveimur villigæsum
Salt (gróft)
Pipar svartur úr kvörn
Matarolía 2 msk
Smjör 50 gr.

Sósan:

Perlulaukur 300 gr hreinsaðu
Sykur 4 msk
Rauðvín 2 dl
Rauðvínsedik 3 msk
Sveppir 200 gr, gjarnan villisveppir
Smjör 25 gr
Blóðberg 1 teskeið
Eða timjan 1 tsk
Lárviðarlauf  ½ blað

Gæsasósa 3 dl

Smjör 50 gr kalt skorið í bita
Salt og pipar

Úrbeinið gæsabringurnar og kryddið með salti og pipar. hitið ofninn í 150°C hitið síðan olíu og smjör á pönnu, brúnið bringurnar rólega í 5-10 mín.
Takið þær þá af pönnunni og setjið í ofninn í um 10 mín á meðan sósan er löguð.

Brúnið perlulaukinn á pönnu.
Þegar laukurinn hefur brúnast, stráið sykrinum út á og látið hann verða að karamellu.
Hellið víni og ediki út á þegar laukurinn er orðinn vel gljáður og sjóðið þetta síðan þar til helmingurinn er eftir.
Hellið lauknum og rauðvínsleginum af pönnunni í skál og haldið því heitu.
Setjið nú smjör á pönnuna og brúnið sveppina.
Stráið kryddinu út á og látið það fá á sig örlítinn lit. hellið þá lauknum í rauðvínsleginum út í og gæsasósunni einnig.
Látið sósuna sjóða og samlagast vel, kryddið með salti og pipar ef þurfa þykir.

Berið villigæsabringurnar fram með sósu og perlulauk.

Uppskrift frá Gulla

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Kjúklingaréttir

Kjúklingur í mangó rjómasósu
Kjúklingur í mangó rjómasósu

March 15, 2023

Kjúklingur í mangó rjómasósu
Hér er æðisleg uppskrift að kjúklingi með mangó rjómasósu sem hún Rune Pedersen deildi með okkur. Æðislegur réttur sem ég er búin að elda og mæli mikið með. Takk fyrir Rune.

Halda áfram að lesa

Kjúklingur Korma/Butter chicken
Kjúklingur Korma/Butter chicken

March 01, 2023

Kjúklingur Korma/Butter chicken
Réttur sem er svo ofureinfaldur og góður í senn enda er leitum við oft af einhverju afar einföldu til að elda svona á milli. Sósurnar frá Patask fá mín bestu meðmæli. Í þessu tilfelli var ég með Butter chiken sósuna.

Halda áfram að lesa

BBQ Kjúlli
BBQ Kjúlli

February 10, 2023

BBQ Kjúklingur
Frábær réttur fyrir þá sem elska barbeque sósu og fyrir hina að prufa. 
Ég reyndar bjó til aðeins aðra útgáfu sem fékk líka frábær meðmæli þar sem ég

Halda áfram að lesa