Villigæsabringa

March 14, 2021

Villigæsabringa

Villigæsabringa
Það er fátt betra en djúsí villibráð og þá er villigæsin alveg á topplista hjá mér og ekki verra að hafa uppskrift til að styðjast við.

Bringur af tveimur villigæsum
Salt (gróft)
Pipar svartur úr kvörn
Matarolía 2 msk
Smjör 50 gr.

Sósan:

Perlulaukur 300 gr hreinsaðu
Sykur 4 msk
Rauðvín 2 dl
Rauðvínsedik 3 msk
Sveppir 200 gr, gjarnan villisveppir
Smjör 25 gr
Blóðberg 1 teskeið
Eða timjan 1 tsk
Lárviðarlauf  ½ blað

Gæsasósa 3 dl

Smjör 50 gr kalt skorið í bita
Salt og pipar

Úrbeinið gæsabringurnar og kryddið með salti og pipar. hitið ofninn í 150°C hitið síðan olíu og smjör á pönnu, brúnið bringurnar rólega í 5-10 mín.
Takið þær þá af pönnunni og setjið í ofninn í um 10 mín á meðan sósan er löguð.

Brúnið perlulaukinn á pönnu.
Þegar laukurinn hefur brúnast, stráið sykrinum út á og látið hann verða að karamellu.
Hellið víni og ediki út á þegar laukurinn er orðinn vel gljáður og sjóðið þetta síðan þar til helmingurinn er eftir.
Hellið lauknum og rauðvínsleginum af pönnunni í skál og haldið því heitu.
Setjið nú smjör á pönnuna og brúnið sveppina.
Stráið kryddinu út á og látið það fá á sig örlítinn lit. hellið þá lauknum í rauðvínsleginum út í og gæsasósunni einnig.
Látið sósuna sjóða og samlagast vel, kryddið með salti og pipar ef þurfa þykir.

Berið villigæsabringurnar fram með sósu og perlulauk.

Uppskrift frá Gulla

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kjúklingaréttir

Einfaldur Butter chicken!
Einfaldur Butter chicken!

March 25, 2025

Einfaldur Butter chicken!
Oftar en ekki þegar ég kaupi mér tilbúin kjúkling, heilan eða hálfan þá verður úr honum margar máltíðir fyrir einn. Ég ætla að deila þeim hérna með ykkur. Þetta var háflur kjúklingur og úr honum urðu 3 mismunandi máltíðir.

Halda áfram að lesa

Rjómalagaður spínatkjúkkingur!
Rjómalagaður spínatkjúkkingur!

January 19, 2025

Rjómalagaður spínatkjúkkingur!
Dásamlega ljúffengur kjúklingaréttur sem ég útbjó og bar fram með krydduðum hrísgrjónum. Í þessum rétti notaði ég hin æðislegu krydd frá Mabrúka og sleppti þar að leiðandi þeim kryddum sem hérna eru uppgefin svo ég læt fylgja með hvað ég notaði í hvað.

Halda áfram að lesa

Kjúklingabringur í rósmarínsósu!
Kjúklingabringur í rósmarínsósu!

November 27, 2024

Kjúklingabringur í rósmarínsósu!
4 – 6 pers
Virkilega ljúffengur og mildur réttur. Alltaf gaman að prufa nýja rétti.

Halda áfram að lesa