May 25, 2020
Tikka Masala kjúklingaréttur
Þennan bjó ég til um daginn, bragðgóður og flottur réttur í eldföstu móti sem sæmir sér á hvaða veisluborði sem er.

Kjúklingabringur
Tikka Masala sósa frá Patak's
Rósinkál
Tómatar
Karrí hrísgrjón
Mosarella ostur rifinn

Skerið bringurnar í sneiðar og steikið á pönnu, ég notaði Filippo berio olíu á pönnuna. Létt steikið kjúklinginn, sjóðir hrísgrjónapakkann og setið hrísgrjónin á botninn á eldföstu móti, skerið niður tómata og bætið þeim ofaná á ásamt rósinkálinu (það flýtir alveg fyrir að sjóða það áður ef vill).
Gott er að hella sósunni svo yfir og ostinum ofana á og hita í ofni í ca.20.mín.
Það er lika fínt að hella sósunni í skál og setja smá mjólk í krukkuna og hrista vel og blanda því svo saman við og hella svo yfir réttinn, allt eftir því hvað þið viljið.
Njótið vel & deilið að vild.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
November 01, 2025
Butter Chicken!
Ég fékk smá glaðning frá ferðaskrifstofunni Fiðrildi.is sem hún Ásdís Guðmundsdóttir á og rekur, sem var skemmtileg uppskrifta bók frá Indlandi og vel valin krydd frá samstarfsaðila þeirra úti, henni Jenny D'Souza.
October 27, 2025
Kjúklingaleggir í pasta-rjómasósu!
Hérna er á ferðinni einn afar einfaldur og góður kjúklingaréttur þar sem ég nota kjúklingaleggi en hæglega er hægt að vera með aðra kjúklingabita í honum, allt eftir smekk. Örfá hráefni og hæglega hægt að skipta út sósunni t.d. fyrir aðra sambærilega sem þið eigið hugsanlega til í skúffunni ykkar.
March 25, 2025
Einfaldur Butter chicken!
Oftar en ekki þegar ég kaupi mér tilbúin kjúkling, heilan eða hálfan þá verður úr honum margar máltíðir fyrir einn. Ég ætla að deila þeim hérna með ykkur. Þetta var háflur kjúklingur og úr honum urðu 3 mismunandi máltíðir.