May 25, 2020
Tikka Masala kjúklingaréttur
Þennan bjó ég til um daginn, bragðgóður og flottur réttur í eldföstu móti sem sæmir sér á hvaða veisluborði sem er.
Kjúklingabringur
Tikka Masala sósa frá Patak's
Rósinkál
Tómatar
Karrí hrísgrjón
Mosarella ostur rifinn
Skerið bringurnar í sneiðar og steikið á pönnu, ég notaði Filippo berio olíu á pönnuna. Létt steikið kjúklinginn, sjóðir hrísgrjónapakkann og setið hrísgrjónin á botninn á eldföstu móti, skerið niður tómata og bætið þeim ofaná á ásamt rósinkálinu (það flýtir alveg fyrir að sjóða það áður ef vill).
Gott er að hella sósunni svo yfir og ostinum ofana á og hita í ofni í ca.20.mín.
Það er lika fínt að hella sósunni í skál og setja smá mjólk í krukkuna og hrista vel og blanda því svo saman við og hella svo yfir réttinn, allt eftir því hvað þið viljið.
Njótið vel & deilið að vild.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
January 19, 2025
November 27, 2024
October 17, 2024