Sítrónu kjúklingur

April 04, 2022

Sítrónu kjúklingur

Sítrónu kjúklingur
Æðislega góður réttur og safaríkur. Uppskrift frá Dísu vinkonu minni, beint frá Þýskalandi.

2-3 kjúklingalæri eða annan kjúkling
Sítrónuolía og Ólívuolía (ég notaði eingöngu sítrónuolíuna) 
1 sítróna (raspið húðina af henni ofan á kjúklinginn) 
Safann úr sítrónunni 
Hvitlaukur, nokkur rif eftir smekk, skorinn í sneiðar
Engifer rifin niður, má sleppa
Salt, pipar og papriku krydd
Kartöflur, skornar í sneiðar
Rauðlaukur, skorinn í báta
1/2 Sítróna, skorin í hálfar sneiðar

Hellið olíunni yfir kjúklinginn og kryddið hann á báðum hliðum og látið hann bíða svo yfir nótt í ísskápnum og veltið honum svo yfir á hina hliðina. 
Raðið kartöflunum, rauðlauknum og sítrónusneiðunum í kringum kjúklingana og kreistið safann úr sítrónunni yfir kjúklingana og bætið við smá olíu ef ykkur finnst vanta. Leggið svo Timían og Rósmarín ofan á kjúklingana.

Látið álpappír yfir eldfasta mótið og takið hann svo af síðustu 10 mínúturnar, gott er að hella safanum sem kemur yfir kjúklinginn nokkrum sinnum á meðan.

Eldaður í um 45-55 mínútur á 200°c

Deilist með gleði..

Tips dagsins:
Þegar keyptar eru kryddjurtir þá eiga þær til með að skemmast þegar maður notar þær ekki allar á stuttum tíma og þá er snilld að setja þær í frystipoka og skella í frystinn og kippa út næst þegar vantar krydd.

Svo er ágætt að merka pokana líka með hvaða krydd þetta eru og dagsetningar.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kjúklingaréttir

Kjúklingabringur í rósmarínsósu!
Kjúklingabringur í rósmarínsósu!

November 27, 2024

Kjúklingabringur í rósmarínsósu!
4 – 6 pers
Virkilega ljúffengur og mildur réttur. Alltaf gaman að prufa nýja rétti.

Halda áfram að lesa

Kjúklingaréttur í Bali sósu!
Kjúklingaréttur í Bali sósu!

October 17, 2024

Kjúklingaréttur í Bali sósu!
Mörgum finnst mjög gott að skella í einfalda pottrétti og margir hverjir vita oft ekkert hvaða krydd á að setja og þá er nú snilld að geta gripið í svona tilbúna pakka öðru hverju inn á milli.

Halda áfram að lesa

Indverskar kjúklingabringur
Indverskar kjúklingabringur

October 12, 2024

Indverskar kjúklingabringur
Svakalega einfaldur réttur og einstaklega góður. Svo er einfalt að nýta afgangana á annan hátt ef maður vill fá smá tilbreytingu. Þessa uppskrift minnkaði ég um helming og var með tvær kjúklingabringur,,,

Halda áfram að lesa