April 04, 2022
Sítrónu kjúklingur
Æðislega góður réttur og safaríkur. Uppskrift frá Dísu vinkonu minni, beint frá Þýskalandi.
2-3 kjúklingalæri eða annan kjúkling
Sítrónuolía og Ólívuolía (ég notaði eingöngu sítrónuolíuna)
1 sítróna (raspið húðina af henni ofan á kjúklinginn)
Safann úr sítrónunni
Hvitlaukur, nokkur rif eftir smekk, skorinn í sneiðar
Engifer rifin niður, má sleppa
Salt, pipar og papriku krydd
Kartöflur, skornar í sneiðar
Rauðlaukur, skorinn í báta
1/2 Sítróna, skorin í hálfar sneiðar
Hellið olíunni yfir kjúklinginn og kryddið hann á báðum hliðum og látið hann bíða svo yfir nótt í ísskápnum og veltið honum svo yfir á hina hliðina.
Raðið kartöflunum, rauðlauknum og sítrónusneiðunum í kringum kjúklingana og kreistið safann úr sítrónunni yfir kjúklingana og bætið við smá olíu ef ykkur finnst vanta. Leggið svo Timían og Rósmarín ofan á kjúklingana.
Látið álpappír yfir eldfasta mótið og takið hann svo af síðustu 10 mínúturnar, gott er að hella safanum sem kemur yfir kjúklinginn nokkrum sinnum á meðan.
Eldaður í um 45-55 mínútur á 200°c
Deilist með gleði..
Tips dagsins:
Þegar keyptar eru kryddjurtir þá eiga þær til með að skemmast þegar maður notar þær ekki allar á stuttum tíma og þá er snilld að setja þær í frystipoka og skella í frystinn og kippa út næst þegar vantar krydd.
Svo er ágætt að merka pokana líka með hvaða krydd þetta eru og dagsetningar.
September 17, 2021
July 17, 2021
April 10, 2021