Rjúpubringur

March 08, 2020

Rjúpubringur

Rjúpubringur með gljáðri plómu 
Ég hef aðeins fengið rjúpu max 4.sinnum um ævina en það sem mér finnst þetta gott, ef mér er boðið í rjúpu um jól þá segi ég klárlega já.

Léttsteiktar með glájðri plómu og bökuðum sætum kartöflum 

4 rjúpur, úrbeinaðar 
4 greinar garðarblóðberg (timian) 
Salt og pipar 
2 plómur 
40 gr sykur 
150 gr smjör 
Vatn 
2 sætar kartöflur 
Salt og pipar og olífuolía. 

Skrælið kartöflurnar, skerið niður í grófa bita, bætið smá ólívuolíu, salt og pipar og bakið við 180°c í 30 mínútur. Eða berið fram með brúnuðum kartöflum eins og gert var hér.

Stappið gróflega. Skerið plómur til helminga og takið steininn úr, dýfið sári plómunnar í sykur og setjið á kalda teflon-pönnu.
Setjið á meðalhita hellu og leyfið sykrinum að verða að gulbrúnni karamellu.
Bætið þá örlitlu vatni, takið plómurnar úr og sjóðið niður í sýróp.
Kryddið bringurnar með salti, pipar og timian í um það bil 2 mínútúr á hverri hlið.
Leggið til hliðar í 3 mínútur. 
Best meðalsteikt eða rauð í miðju.

Berið fram með brúnuðum kartöflum og döðlurjómasalati eða öðru eftir smekk!

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kjúklingaréttir

Einfaldur Butter chicken!
Einfaldur Butter chicken!

March 25, 2025

Einfaldur Butter chicken!
Oftar en ekki þegar ég kaupi mér tilbúin kjúkling, heilan eða hálfan þá verður úr honum margar máltíðir fyrir einn. Ég ætla að deila þeim hérna með ykkur. Þetta var háflur kjúklingur og úr honum urðu 3 mismunandi máltíðir.

Halda áfram að lesa

Rjómalagaður spínatkjúkkingur!
Rjómalagaður spínatkjúkkingur!

January 19, 2025

Rjómalagaður spínatkjúkkingur!
Dásamlega ljúffengur kjúklingaréttur sem ég útbjó og bar fram með krydduðum hrísgrjónum. Í þessum rétti notaði ég hin æðislegu krydd frá Mabrúka og sleppti þar að leiðandi þeim kryddum sem hérna eru uppgefin svo ég læt fylgja með hvað ég notaði í hvað.

Halda áfram að lesa

Kjúklingabringur í rósmarínsósu!
Kjúklingabringur í rósmarínsósu!

November 27, 2024

Kjúklingabringur í rósmarínsósu!
4 – 6 pers
Virkilega ljúffengur og mildur réttur. Alltaf gaman að prufa nýja rétti.

Halda áfram að lesa