Rjúpubringur

March 08, 2020

Rjúpubringur

Rjúpubringur með gljáðri plómu 
Ég hef aðeins fengið rjúpu max 4.sinnum um ævina en það sem mér finnst þetta gott, ef mér er boðið í rjúpu um jól þá segi ég klárlega já.

Léttsteiktar með glájðri plómu og bökuðum sætum kartöflum 

4 rjúpur, úrbeinaðar 
4 greinar garðarblóðberg (timian) 
Salt og pipar 
2 plómur 
40 gr sykur 
150 gr smjör 
Vatn 
2 sætar kartöflur 
Salt og pipar og olífuolía. 

Skrælið kartöflurnar, skerið niður í grófa bita, bætið smá ólívuolíu, salt og pipar og bakið við 180°c í 30 mínútur. Eða berið fram með brúnuðum kartöflum eins og gert var hér.

Stappið gróflega. Skerið plómur til helminga og takið steininn úr, dýfið sári plómunnar í sykur og setjið á kalda teflon-pönnu.
Setjið á meðalhita hellu og leyfið sykrinum að verða að gulbrúnni karamellu.
Bætið þá örlitlu vatni, takið plómurnar úr og sjóðið niður í sýróp.
Kryddið bringurnar með salti, pipar og timian í um það bil 2 mínútúr á hverri hlið.
Leggið til hliðar í 3 mínútur. 
Best meðalsteikt eða rauð í miðju.

Berið fram með brúnuðum kartöflum og döðlurjómasalati eða öðru eftir smekk!

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kjúklingaréttir

Kjúklingaréttur í Bali sósu!
Kjúklingaréttur í Bali sósu!

October 17, 2024

Kjúklingaréttur í Bali sósu!
Mörgum finnst mjög gott að skella í einfalda pottrétti og margir hverjir vita oft ekkert hvaða krydd á að setja og þá er nú snilld að geta gripið í svona tilbúna pakka öðru hverju inn á milli.

Halda áfram að lesa

Indverskar kjúklingabringur
Indverskar kjúklingabringur

October 12, 2024

Indverskar kjúklingabringur
Svakalega einfaldur réttur og einstaklega góður. Svo er einfalt að nýta afgangana á annan hátt ef maður vill fá smá tilbreytingu. Þessa uppskrift minnkaði ég um helming og var með tvær kjúklingabringur,,,

Halda áfram að lesa

Arrabbiata kjúklingaréttur
Arrabbiata kjúklingaréttur

July 05, 2024

Arrabbiata kjúklingaréttur!
Það er fátt sem mér finnst eins gaman eins að prufa mig áfram í allsskonar samsetningum á mat og þegar uppskriftirnar heppnast svona líka vel þá deili ég þeim með ykkur með mikilli gleði. 

Halda áfram að lesa