March 08, 2020
Rjúpubringur með gljáðri plómu
Ég hef aðeins fengið rjúpu max 4.sinnum um ævina en það sem mér finnst þetta gott, ef mér er boðið í rjúpu um jól þá segi ég klárlega já.
Léttsteiktar með glájðri plómu og bökuðum sætum kartöflum
4 rjúpur, úrbeinaðar
4 greinar garðarblóðberg (timian)
Salt og pipar
2 plómur
40 gr sykur
150 gr smjör
Vatn
2 sætar kartöflur
Salt og pipar og olífuolía.
Skrælið kartöflurnar, skerið niður í grófa bita, bætið smá ólívuolíu, salt og pipar og bakið við 180°c í 30 mínútur. Eða berið fram með brúnuðum kartöflum eins og gert var hér.
Stappið gróflega. Skerið plómur til helminga og takið steininn úr, dýfið sári plómunnar í sykur og setjið á kalda teflon-pönnu.
Setjið á meðalhita hellu og leyfið sykrinum að verða að gulbrúnni karamellu.
Bætið þá örlitlu vatni, takið plómurnar úr og sjóðið niður í sýróp.
Kryddið bringurnar með salti, pipar og timian í um það bil 2 mínútúr á hverri hlið.
Leggið til hliðar í 3 mínútur.
Best meðalsteikt eða rauð í miðju.
Berið fram með brúnuðum kartöflum og döðlurjómasalati eða öðru eftir smekk!
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
October 17, 2024
October 12, 2024
July 05, 2024