Önd í appelsínusósu

March 08, 2020

Önd í appelsínusósu

Önd í appelsínusósu
Önd í appelsínusósu er gourme að mínu mati en sósan skiptir líka alveg gífurlega miklu máli og mér finnst best að hafa sósuna svona til hliðar en yfir öndina því að ég vil ekki missa af góðu skorpunni.

Setjið öndina i pott, en hreinsið hana fyrst.
Sjóðið hana við vægan hita í 20. Mínútur eftir að suðan kemur upp.
Setjið salt og pipar í vatnið. Öndin sett á fat og kæld í 2 tíma.
Síðan er öndin sett inn í ofn í 20 mín, á 170° á c, eftir kælingu.


Karamelluhjúpur yfir öndina og í sósuna:
200 gr. Sykur
Smjörlíki
1 dl. Rjómi
1 peli. Appelsínuþykkni 

Hjúpurinn er látinn krauma vel og svo er honum hellt yfir öndina 3 svar sinnum.
Appelsínusósan fyrir öndina:
Allt gumsið úr öndinni steikt í potti í smjörlíki

1 appelsína
1 sítróna
1 laukur
1 gulrót
1 lítri vatn
Svört piparkorn, ca 7 stk

Allt skorið og sett í pottinn og soðið í ca. 1 ½ -2 tíma, allt tekið og síað frá í gegnum sigti og soðið sett í pott aftur.
Þykkið með dökkum sósujafnara, salt og pipar, setjið appelsínuþykkni út í, smá sítrónu, kjúklingakrydd, rifinn appelsínubörk, 1 dl rjóma og sykur hjúpin eftir smekk.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Kjúklingaréttir

Yoshida's hrígrjóna & núðluréttur
Yoshida's hrígrjóna & núðluréttur

July 30, 2023

Yoshida's hrígrjóna & núðluréttur
Þar sem ég er að öllu jafna ein í heimili þá elda ég oft fyrir tvo daga í einu sem er algjör snilld finnst mér en til að hafa tilbreytinguna í eldamennskunni,,,

Halda áfram að lesa

Kjúklingur í mangó rjómasósu
Kjúklingur í mangó rjómasósu

March 15, 2023

Kjúklingur í mangó rjómasósu
Hér er æðisleg uppskrift að kjúklingi með mangó rjómasósu sem hún Rune Pedersen deildi með okkur. Æðislegur réttur sem ég er búin að elda og mæli mikið með. Takk fyrir Rune.

Halda áfram að lesa

Kjúklingur Korma/Butter chicken
Kjúklingur Korma/Butter chicken

March 01, 2023

Kjúklingur Korma/Butter chicken
Réttur sem er svo ofureinfaldur og góður í senn enda er leitum við oft af einhverju afar einföldu til að elda svona á milli. Sósurnar frá Patask fá mín bestu meðmæli. Í þessu tilfelli var ég með Butter chiken sósuna.

Halda áfram að lesa