March 08, 2020
Önd í appelsínusósu
Önd í appelsínusósu er gourme að mínu mati en sósan skiptir líka alveg gífurlega miklu máli og mér finnst best að hafa sósuna svona til hliðar en yfir öndina því að ég vil ekki missa af góðu skorpunni.
Setjið öndina i pott, en hreinsið hana fyrst.
Sjóðið hana við vægan hita í 20. Mínútur eftir að suðan kemur upp.
Setjið salt og pipar í vatnið. Öndin sett á fat og kæld í 2 tíma.
Síðan er öndin sett inn í ofn í 20 mín, á 170° á c, eftir kælingu.
Karamelluhjúpur yfir öndina og í sósuna:
200 gr. Sykur
Smjörlíki
1 dl. Rjómi
1 peli. Appelsínuþykkni
Hjúpurinn er látinn krauma vel og svo er honum hellt yfir öndina 3 svar sinnum.
Appelsínusósan fyrir öndina:
Allt gumsið úr öndinni steikt í potti í smjörlíki
1 appelsína
1 sítróna
1 laukur
1 gulrót
1 lítri vatn
Svört piparkorn, ca 7 stk
Allt skorið og sett í pottinn og soðið í ca. 1 ½ -2 tíma, allt tekið og síað frá í gegnum sigti og soðið sett í pott aftur.
Þykkið með dökkum sósujafnara, salt og pipar, setjið appelsínuþykkni út í, smá sítrónu, kjúklingakrydd, rifinn appelsínubörk, 1 dl rjóma og sykur hjúpin eftir smekk.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
July 05, 2024
April 05, 2024
March 05, 2024