Núðlur með kjúkling í Satay sósu

July 23, 2022

Núðlur með kjúkling í Satay sósu

Núðlur með kjúkling í Satay sósu
Einn af mínum uppáhalds núðluréttum er með kjúkling í Satay sósu og hann er ofurauðveldur að útbúa.

1.kjúklingabringa
1.krukka Satey sósa, ég notaði að þessu sinni sósuna frá Blue Dragon
1.rauðlaukur
1.paprika 
Blaðlaukur
Olía
Smá mjólk eða kókosmjólk
Ég notaði líka smá graslauk

Skerið kjúklingabringuna í bita og steikið upp úr olíu, kryddið hana eftir smekk.Skerið niður grænmetið og bætið því saman við og hellið síðan sósunni saman við og látið malla í um 25.mínútur. Gott er að hella smá mjólk/kókosmjólk í krukkuna og hrissta til að ná allri sósunni úr og þá verður sósan líka smá rjómakennd. Sjóðið núðlurnar sér samkvæmt leiðbeiningum á pakka og hellið svo réttinum ofan á núðlurnar í skál að lokum.

Borið fram með Nan brauði

Njótið og deilið með gleði..

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni

Einnig í Kjúklingaréttir

Mexikóskt lasagne
Mexikóskt lasagne

February 19, 2024

Mexikóskt lasagne
Eitt það æðislegasta Mexíkóska lasagna sem ég hef gert og ég mæli 100% með.
Virkilega gaman þegar vel heppnast og tortillurnar voru mjög mjúkar og góðar á milli. 

Halda áfram að lesa

Kjúklingur í Bali sósu
Kjúklingur í Bali sósu

January 17, 2024

Kjúklingur í Bali sósu
Einstaklega góður réttur þar sem ég var með kjúklingalæri sem ég átti til en væri til íð að prufa næst með kjúklingabringum eða lundum. Afar bragðgóður og vel heppnaður sem dugði mér í 3 máltíðir og sú síðasta með smá tvisti.

Halda áfram að lesa

Heilgrillaður kjúklingur!
Heilgrillaður kjúklingur!

November 07, 2023

Heilgrillaður kjúklingur! 
Og hvað þessi hagsýna húsmóðir gerði við afgangana af honum. Hver einn og einasti biti nýttur upp til agna og vel það. En þetta geri ég alltaf við allskonar afganga og margfalda máltíðir heimilisins, hvort heldur sem er fyrir eina manneskju eða fleirri.

Halda áfram að lesa