Núðlur með kjúkling í Satay sósu

July 23, 2022

Núðlur með kjúkling í Satay sósu

Núðlur með kjúkling í Satay sósu
Einn af mínum uppáhalds núðluréttum er með kjúkling í Satay sósu og hann er ofurauðveldur að útbúa.

1.kjúklingabringa
1.krukka Satey sósa, ég notaði að þessu sinni sósuna frá Blue Dragon
1.rauðlaukur
1.paprika 
Blaðlaukur
Olía
Smá mjólk eða kókosmjólk
Ég notaði líka smá graslauk

Skerið kjúklingabringuna í bita og steikið upp úr olíu, kryddið hana eftir smekk.Skerið niður grænmetið og bætið því saman við og hellið síðan sósunni saman við og látið malla í um 25.mínútur. Gott er að hella smá mjólk/kókosmjólk í krukkuna og hrissta til að ná allri sósunni úr og þá verður sósan líka smá rjómakennd. Sjóðið núðlurnar sér samkvæmt leiðbeiningum á pakka og hellið svo réttinum ofan á núðlurnar í skál að lokum.

Borið fram með Nan brauði

Njótið og deilið með gleði..

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kjúklingaréttir

Kjúklingabringur í rósmarínsósu!
Kjúklingabringur í rósmarínsósu!

November 27, 2024

Kjúklingabringur í rósmarínsósu!
4 – 6 pers
Virkilega ljúffengur og mildur réttur. Alltaf gaman að prufa nýja rétti.

Halda áfram að lesa

Kjúklingaréttur í Bali sósu!
Kjúklingaréttur í Bali sósu!

October 17, 2024

Kjúklingaréttur í Bali sósu!
Mörgum finnst mjög gott að skella í einfalda pottrétti og margir hverjir vita oft ekkert hvaða krydd á að setja og þá er nú snilld að geta gripið í svona tilbúna pakka öðru hverju inn á milli.

Halda áfram að lesa

Indverskar kjúklingabringur
Indverskar kjúklingabringur

October 12, 2024

Indverskar kjúklingabringur
Svakalega einfaldur réttur og einstaklega góður. Svo er einfalt að nýta afgangana á annan hátt ef maður vill fá smá tilbreytingu. Þessa uppskrift minnkaði ég um helming og var með tvær kjúklingabringur,,,

Halda áfram að lesa