August 14, 2022
Núðlur með kjúkling í Hoisin sósu
Það er auðveldara en maður heldur að útbúa góðan núðlurétt og hráefnin þurfa ekkert að vera mörg né flókin og stundum getur bara verið gott að týna til úr ísskápnum það sem maður á til.
1.kjúklingabringa
Núðlur
2.stk gulrætur
1.rauðlaukur
1.paprika
Olía til steikingar
Skerið kjúklingabringuna í strimla og steikið á pönnu í smá olíu. Bætið niðurskornu grænmetinu saman við og hellið svo yfir sósunni og látið malla í um 25-30.mínútur. Sjóðið núðlurnar sér og hellið svo blöndunni yfir þær þegar þær eru tilbúnar.
Borið fram með góðu brauði eða eitt og sér.
Njótið og deilið með gleði..
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
March 25, 2025
Einfaldur Butter chicken!
Oftar en ekki þegar ég kaupi mér tilbúin kjúkling, heilan eða hálfan þá verður úr honum margar máltíðir fyrir einn. Ég ætla að deila þeim hérna með ykkur. Þetta var háflur kjúklingur og úr honum urðu 3 mismunandi máltíðir.
January 19, 2025
November 27, 2024