Mango Chutney kjúklingur

April 05, 2024

Mango Chutney kjúklingur

Mango Chutney kjúklingur
Meiriháttar góður réttur, algjör sælkera að mínu mati. Ég minnkaði hann reyndar lítilega sem kom ekki að sök og var með hrísgrjón með og ferskt salat.
fyrir 4

4 kjúklingabringur
1 rauð paprika
1/2 búnt fersk basil
2 hvítlauksgeirar
2 msk mangó chutney frá Patak's
2 msk kjúklingakraftur
1 tsk kínversk soja
1 1/2 dl vatn
Salt og pipar
2 dl sýrður rjómi (hvaða fitu sem er, en sú feitasta er best)
1 1/2 dl rjómi 

1) Skerið kjúklinginn í smærri bita, hverjar bringu í t.d. fjórar lengjur, saxið paprikuna líka í smærri bita. Byrjið á því að steikja kjúklinginn í smá ólífuolíu þar til hann er eldaður í gegn. Bætið svo paprikunni saman við. Steikið með því þar til það mýkist.

2) Saxið basilíkuna smátt. Þrýstið hvítlauksrifunum ofan í kjúklinginn, bætið við basil, mangóchutney, kjúklingakrafti, soja, salti og pipar. Hrærið aðeins og hellið svo vatninu út í. Látið malla í um það bil 5 mínútur, hrærið af og til.

3) Bætið við sýrða rjómanum og rjóma, látið malla í um það bil 5 mínútur í viðbót, hrærið af og til. Þykkið aðeins með maizena mjöli í restina.

4) Setjið basilíkublöð á áður en borið er fram til skreytingar.

Ég sauð hrísgrjónin og setti þau svo í botninn á eldföstu móti

Svo setti ég kjúklingaréttin yfir hrísgrjónin og skreytti lítilega með fersku balsamik frá Lambhaga

Ég útbjó fullt af salati með, svo gott að eiga líka tilbúið daginn eftir

1 pakki af Lambhaga salati
1/2 rauðlaukur
8-10 litlir tómatar, skornir niður í 4 parta eða sneiðar
1/4 agúrka, niðursneidd
1/2 paprika
Fetaost, sem ég set alltaf með til hliðar og hver og einn fær sér

Dásamlega góður og safaríkur réttur með nýju salati

Svo finnst mér líka rosalega gott að bæta yfir sinnepssósu eða balsamik svona eftir því hvað mér finnst eiga við.

Velkomið að deila áfram, hjartans þakkir fyrir það.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kjúklingaréttir

Kjúklingabringur í rósmarínsósu!
Kjúklingabringur í rósmarínsósu!

November 27, 2024

Kjúklingabringur í rósmarínsósu!
4 – 6 pers
Virkilega ljúffengur og mildur réttur. Alltaf gaman að prufa nýja rétti.

Halda áfram að lesa

Kjúklingaréttur í Bali sósu!
Kjúklingaréttur í Bali sósu!

October 17, 2024

Kjúklingaréttur í Bali sósu!
Mörgum finnst mjög gott að skella í einfalda pottrétti og margir hverjir vita oft ekkert hvaða krydd á að setja og þá er nú snilld að geta gripið í svona tilbúna pakka öðru hverju inn á milli.

Halda áfram að lesa

Indverskar kjúklingabringur
Indverskar kjúklingabringur

October 12, 2024

Indverskar kjúklingabringur
Svakalega einfaldur réttur og einstaklega góður. Svo er einfalt að nýta afgangana á annan hátt ef maður vill fá smá tilbreytingu. Þessa uppskrift minnkaði ég um helming og var með tvær kjúklingabringur,,,

Halda áfram að lesa