Kjúlli í Chilli rjóma sósu

May 25, 2020

Kjúlli í Chilli rjóma sósu

Kjúlli í Chilli rjóma sósu
Hérna kemur einn kjúklingaréttur í chilli rjóma sósu, fyrir neðan þá uppskrift má sjá hvernig ég útfærði réttinn á minn hátt.


1 steiktur kjúlli... rífa hann niður
1 lauk, skera niður og steikja
1 appelsínugula papríku 
1 rauða papriku

Sósa:

Hunts tómatssósa
Heinz chilli sósa
Heinz extra chilli sósa
rjómi
karrý
chilli krydd...

allt sett saman í skál og hrært...

Raða reyttum kjúlla í eldfastmót setja grænmetið yfir hella svo sósunni yfir...

Magnið á sósunni fer náttúrulega hvað marga kjúlla á að elda...

Mín útfærsla af uppskriftinni


Kjúklingabringur
1.matreiðslurjómi
3.msk Hunt's Hickory Cracked Pepper
3.msk  Heinz Sweet Chili sósa
2-3.msk af Heinz Chili sósu
1.msk steinselja
Blaðlaukur
Paprika rauð
Sveppir
2.pokar hrísgrjón
2.sætar kartöflur
             
Ég steikti kjúklingabringurnar á pönnu með olíu. Ég sauð hrísgrjónapokana sér og sætur kartöflurnar skar ég í litla bita og sauð sér líka. Skerið niður grænmetið.
Blandið saman rjómanum og sósunum og kryddið, smakkið ykkur til, það má alveg vera að það megi setja meira af þeim ef þið viljið hafa réttinn sterkari.

Blandið svo saman hrísgrjónunum og sætu kartöflunum og setjið í eldfast mót, skerið kjúklinginn í smærri bita og stráið yfir ásamt öllu grænmetinu og hellið svo rjómablöndunni yfir og setjið inn í ofn í ca.20.mín.

Fyrir þá sem vilja braðbæta enn fremur þá er gott að setja Barbeque sósu ofan á.

Verði ykkur að góðu, njótið & deilið að vild.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni

 

 




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kjúklingaréttir

Butter Chicken!
Butter Chicken!

November 01, 2025

Butter Chicken!
Ég fékk smá glaðning frá ferðaskrifstofunni Fiðrildi.is sem hún Ásdís Guðmundsdóttir á og rekur, sem var skemmtileg uppskrifta bók frá Indlandi og vel valin krydd frá samstarfsaðila þeirra úti, henni Jenny D'Souza.

Halda áfram að lesa

Kjúklingaleggir í pasta-rjómasósu!
Kjúklingaleggir í pasta-rjómasósu!

October 27, 2025

Kjúklingaleggir í pasta-rjómasósu!
Hérna er á ferðinni einn afar einfaldur og góður kjúklingaréttur þar sem ég nota kjúklingaleggi en hæglega er hægt að vera með aðra kjúklingabita í honum, allt eftir smekk. Örfá hráefni og hæglega hægt að skipta út sósunni t.d. fyrir aðra sambærilega sem þið eigið hugsanlega til í skúffunni ykkar.

Halda áfram að lesa

Einfaldur Butter chicken!
Einfaldur Butter chicken!

March 25, 2025

Einfaldur Butter chicken!
Oftar en ekki þegar ég kaupi mér tilbúin kjúkling, heilan eða hálfan þá verður úr honum margar máltíðir fyrir einn. Ég ætla að deila þeim hérna með ykkur. Þetta var háflur kjúklingur og úr honum urðu 3 mismunandi máltíðir.

Halda áfram að lesa