March 01, 2023
Kjúklingur Korma/Butter chicken
Fyrir 4
Réttur sem er svo ofureinfaldur og góður í senn enda er leitum við oft af einhverju afar einföldu til að elda svona á milli. Sósurnar frá Patask fá mín bestu meðmæli. Í þessu tilfelli var ég með Butter chiken sósuna.
2 msk olía
1 laukur, saxaður
600 gr kjúklingalundir, skornar í bita
2 tsk pipar, malaður
200 gr hrísgrjón
2 msk rjómi
2 msk ferskt kóríander
1 msk möndluflögur, ristaðar
1 dós Patak‘s Korma sósa eða Butter chicken
Ég notaði rauðlauk, finnst hann sætari
Ristið möndluflögurnar en passið að líta vel eftir þeim þar sem þær eru fljótar að dökkna og geta þá brennst.
Hitið olíu á pönnu. Steikið lauk þar til hann fer að mýkjast.
Bætið kjúlklingalundum á pönnuna og steikið áfram.
Hellið Korma sósunni yfir ásamt pipar og látið malla í 15-20 mín.
Bætið rjóma og 1 msk af fersku kóríander út í.
Setjið hrísgrjón á fat og hellið réttinum í miðjuna.
Skreytið með fersku kóríander og möndluflögum.
Velkomið að deila áfram, hjartans þakkir fyrirfram.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
March 25, 2025
Einfaldur Butter chicken!
Oftar en ekki þegar ég kaupi mér tilbúin kjúkling, heilan eða hálfan þá verður úr honum margar máltíðir fyrir einn. Ég ætla að deila þeim hérna með ykkur. Þetta var háflur kjúklingur og úr honum urðu 3 mismunandi máltíðir.
January 19, 2025
November 27, 2024