February 11, 2020
Kjúklingaréttur með Thai-Satey sósu og kús kús
Fyrir 4-6
Alveg magnaður og hollur kjúklingaréttur með Thay Satey-sósu, kús-kús og mörgu góðu grænmeti.
Fékk þennan rétt í matarboði hjá Ingu Báru fyrir norðan á Akureyri og þótti hann algjört æði þar á bæ og svo eldaði ég hann sjálf um daginn og vinkonur fengu að smakka og nú er hann á leið á fleirri matarborð eins og eldur í sinu.
Bætti bínulitlu af grænmeti í hann og er öllum sjálfsagt að gera það sama.
Svo hér kemur uppskriftin fyrir ykkur og verið ykkur að góðu.
3-4 kjúklingabringur
1-2 dósir af Thai Satey-sósu frá Thai Pride (fæst í Bónus)
2-3 desilítrar kús-kús (hreint)
Spínat
1-2 Avakadó
1-2 rauðlaukar
4-5 tómatar
Salthnetur (má líka vera kashew hnetur)
1-2 Paprikur (sem ég bætti í)
Og slatti af vínberjum
Skerið kjúklingabringurnar í bita og steikið á pönnu í olíu/smjörlíki eftir smekk, sjóðið kús-kús og kælið.
Skerið niður grænmetið. Setjið spínat á bakka eða stórt fat og dreifið því vel yfir.
Því næst setjið kús-kús ofan á spínatið og dreifið því næst öllu grænmetinu ofan á það.
Nú skuluð þið bæta sósunni út á pönnuna á kjúklinginn og látið hitna og dreifið því svo ofan á grænmetið og síðast en ekki síðst, dreifið hnetunum yfir allt.
Borið fram með góðu brauði eða smá kexi.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
March 25, 2025
Einfaldur Butter chicken!
Oftar en ekki þegar ég kaupi mér tilbúin kjúkling, heilan eða hálfan þá verður úr honum margar máltíðir fyrir einn. Ég ætla að deila þeim hérna með ykkur. Þetta var háflur kjúklingur og úr honum urðu 3 mismunandi máltíðir.
January 19, 2025
November 27, 2024