February 11, 2020
Kjúklingaréttur með Thai-Satey sósu og kús kús
Fyrir 4-6
Alveg magnaður og hollur kjúklingaréttur með Thay Satey-sósu, kús-kús og mörgu góðu grænmeti.
Fékk þennan rétt í matarboði hjá Ingu Báru fyrir norðan á Akureyri og þótti hann algjört æði þar á bæ og svo eldaði ég hann sjálf um daginn og vinkonur fengu að smakka og nú er hann á leið á fleirri matarborð eins og eldur í sinu.
Bætti bínulitlu af grænmeti í hann og er öllum sjálfsagt að gera það sama.
Svo hér kemur uppskriftin fyrir ykkur og verið ykkur að góðu.
3-4 kjúklingabringur
1-2 dósir af Thai Satey-sósu frá Thai Pride (fæst í Bónus)
2-3 desilítrar kús-kús (hreint)
Spínat
1-2 Avakadó
1-2 rauðlaukar
4-5 tómatar
Salthnetur (má líka vera kashew hnetur)
1-2 Paprikur (sem ég bætti í)
Og slatti af vínberjum
Skerið kjúklingabringurnar í bita og steikið á pönnu í olíu/smjörlíki eftir smekk, sjóðið kús-kús og kælið.
Skerið niður grænmetið. Setjið spínat á bakka eða stórt fat og dreifið því vel yfir.
Því næst setjið kús-kús ofan á spínatið og dreifið því næst öllu grænmetinu ofan á það.
Nú skuluð þið bæta sósunni út á pönnuna á kjúklinginn og látið hitna og dreifið því svo ofan á grænmetið og síðast en ekki síðst, dreifið hnetunum yfir allt.
Borið fram með góðu brauði eða smá kexi.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
October 17, 2024
October 12, 2024
July 05, 2024