Kjúklingaréttur í Bali sósu!

October 17, 2024

Kjúklingaréttur í Bali sósu!

Kjúklingaréttur í Bali sósu!
Mörgum finnst mjög gott að skella í einfalda pottrétti og margir hverjir vita oft ekkert hvaða krydd á að setja og þá er nú snilld að geta gripið í svona tilbúna pakka öðru hverju inn á milli.

Hérna varð til einn réttur hjá mér þar sem ég greip í réttinn það sem ég átti til og úr varð veisla, ykkur er að sjálfsögðu leyfilegt að gera alveg eins en líka að skella því sem þið eigið í ykkar ísskáp/skáp til og búa til ykkar veislu.


Skerið kjúklingabringurnar í bita og steikið upp úr olíu. Ég kryddið þær lítilega með kjúklingakryddi.

Bætið saman við gulrómtum og blaðlauk (meiru af öðru ef vill) t.d.papriku

Bætið vatni (magn uppgefið á pakkanum) og svo Toro Bali sósunni saman við og svo tvemur lúkum af Spínati

Hellið blöndunni í eldfast mót og setjið inn í ofn í ca.15 mínútur

Ég var með kartöflu gratin með:

8-18 kartöflur, skerið þær í sneiðar
1 rauðlauk, notið af honum það sem þið teljið duga
Blaðlauk, skorinn i sneiðar
2 1/2 dl rjómi
Salt og pipar
Rótargrænmetiskrydd frá Kryddhúsinu
Rifinn ostur

Setjið sneiðar af kartöflunum í potninn á eldföstu móti og kryddið með salt og pipar, ég notaði úr kvörn. Setjið næst laukinn, aftur lag af kartöflunum, salt og pipar og svo koll af kolli eins hátt og mikið og þið viljið. Hellið rjómanum svo yfir og setjið smá ost og kryddið svo með Rótargrænmetiskryddinu. Setið inn í ofn 5.mínútum áður en kjúklinginn og hafið svo jafn lengi inni.



Ferskt salat borið með. 


Njótið þess að deila áfram á síðurnar ykkar.

Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kjúklingaréttir

Kjúklingabringur í rósmarínsósu!
Kjúklingabringur í rósmarínsósu!

November 27, 2024

Kjúklingabringur í rósmarínsósu!
4 – 6 pers
Virkilega ljúffengur og mildur réttur. Alltaf gaman að prufa nýja rétti.

Halda áfram að lesa

Indverskar kjúklingabringur
Indverskar kjúklingabringur

October 12, 2024

Indverskar kjúklingabringur
Svakalega einfaldur réttur og einstaklega góður. Svo er einfalt að nýta afgangana á annan hátt ef maður vill fá smá tilbreytingu. Þessa uppskrift minnkaði ég um helming og var með tvær kjúklingabringur,,,

Halda áfram að lesa

Arrabbiata kjúklingaréttur
Arrabbiata kjúklingaréttur

July 05, 2024

Arrabbiata kjúklingaréttur!
Það er fátt sem mér finnst eins gaman eins að prufa mig áfram í allsskonar samsetningum á mat og þegar uppskriftirnar heppnast svona líka vel þá deili ég þeim með ykkur með mikilli gleði. 

Halda áfram að lesa