Kjúklingaréttur Doritos

April 18, 2020

Kjúklingaréttur Doritos

Kjúklingaréttur Doritos
Þennan svakalega góða rétt fékk ég um daginn, svona ekta föstudags/laugardags réttur að gæða sér á eftir góða viku.

1.dós sýrður rjómi
2-3 kjúklingabringur eða lundir
1.dós ostasósa
1.poki gult Doritos
1.poki rifinn ostur, mosarella
1.krukka Salsa sósa
Kjúklingakrydd
Hvítlauksbrauð

Setjið snakkið fyrst í botninn á eldföstu móti, svo ostasósuna yfir og salsa sósuna.
Gott er að vera búin að steikja kjúklingabringuna og skera hana svo í bita og setja hann svo yfir sósurnar og strá svo ostinum yfir.

Hitið í ofni í ca.15-20 eða þar til osturinn er bráðinn ofaná.
Berist fram með sýrðum rjóma og hvítlauksbrauði.

Uppskrift frá Stefaníu

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Kjúklingaréttir

Yoshida's hrígrjóna & núðluréttur
Yoshida's hrígrjóna & núðluréttur

July 30, 2023

Yoshida's hrígrjóna & núðluréttur
Þar sem ég er að öllu jafna ein í heimili þá elda ég oft fyrir tvo daga í einu sem er algjör snilld finnst mér en til að hafa tilbreytinguna í eldamennskunni,,,

Halda áfram að lesa

Kjúklingur í mangó rjómasósu
Kjúklingur í mangó rjómasósu

March 15, 2023

Kjúklingur í mangó rjómasósu
Hér er æðisleg uppskrift að kjúklingi með mangó rjómasósu sem hún Rune Pedersen deildi með okkur. Æðislegur réttur sem ég er búin að elda og mæli mikið með. Takk fyrir Rune.

Halda áfram að lesa

Kjúklingur Korma/Butter chicken
Kjúklingur Korma/Butter chicken

March 01, 2023

Kjúklingur Korma/Butter chicken
Réttur sem er svo ofureinfaldur og góður í senn enda er leitum við oft af einhverju afar einföldu til að elda svona á milli. Sósurnar frá Patask fá mín bestu meðmæli. Í þessu tilfelli var ég með Butter chiken sósuna.

Halda áfram að lesa