April 18, 2020
Kjúklingaréttur Doritos
Þennan svakalega góða rétt fékk ég um daginn, svona ekta föstudags/laugardags réttur að gæða sér á eftir góða viku.
1.dós sýrður rjómi
2-3 kjúklingabringur eða lundir
1.dós ostasósa
1.poki gult Doritos
1.poki rifinn ostur, mosarella
1.krukka Salsa sósa
Kjúklingakrydd
Hvítlauksbrauð
Setjið snakkið fyrst í botninn á eldföstu móti, svo ostasósuna yfir og salsa sósuna.
Gott er að vera búin að steikja kjúklingabringuna og skera hana svo í bita og setja hann svo yfir sósurnar og strá svo ostinum yfir.
Hitið í ofni í ca.15-20 eða þar til osturinn er bráðinn ofaná.
Berist fram með sýrðum rjóma og hvítlauksbrauði.
Uppskrift frá Stefaníu
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
March 25, 2025
Einfaldur Butter chicken!
Oftar en ekki þegar ég kaupi mér tilbúin kjúkling, heilan eða hálfan þá verður úr honum margar máltíðir fyrir einn. Ég ætla að deila þeim hérna með ykkur. Þetta var háflur kjúklingur og úr honum urðu 3 mismunandi máltíðir.
January 19, 2025
November 27, 2024