Kjúklingaréttur Doritos

April 18, 2020

Kjúklingaréttur Doritos

Kjúklingaréttur Doritos
Þennan svakalega góða rétt fékk ég um daginn, svona ekta föstudags/laugardags réttur að gæða sér á eftir góða viku.

1.dós sýrður rjómi
2-3 kjúklingabringur eða lundir
1.dós ostasósa
1.poki gult Doritos
1.poki rifinn ostur, mosarella
1.krukka Salsa sósa
Kjúklingakrydd
Hvítlauksbrauð

Setjið snakkið fyrst í botninn á eldföstu móti, svo ostasósuna yfir og salsa sósuna.
Gott er að vera búin að steikja kjúklingabringuna og skera hana svo í bita og setja hann svo yfir sósurnar og strá svo ostinum yfir.

Hitið í ofni í ca.15-20 eða þar til osturinn er bráðinn ofaná.
Berist fram með sýrðum rjóma og hvítlauksbrauði.

Uppskrift frá Stefaníu

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kjúklingaréttir

Kjúklingabringur í rósmarínsósu!
Kjúklingabringur í rósmarínsósu!

November 27, 2024

Kjúklingabringur í rósmarínsósu!
4 – 6 pers
Virkilega ljúffengur og mildur réttur. Alltaf gaman að prufa nýja rétti.

Halda áfram að lesa

Kjúklingaréttur í Bali sósu!
Kjúklingaréttur í Bali sósu!

October 17, 2024

Kjúklingaréttur í Bali sósu!
Mörgum finnst mjög gott að skella í einfalda pottrétti og margir hverjir vita oft ekkert hvaða krydd á að setja og þá er nú snilld að geta gripið í svona tilbúna pakka öðru hverju inn á milli.

Halda áfram að lesa

Indverskar kjúklingabringur
Indverskar kjúklingabringur

October 12, 2024

Indverskar kjúklingabringur
Svakalega einfaldur réttur og einstaklega góður. Svo er einfalt að nýta afgangana á annan hátt ef maður vill fá smá tilbreytingu. Þessa uppskrift minnkaði ég um helming og var með tvær kjúklingabringur,,,

Halda áfram að lesa