Kjúklingalæri í kókoscurcumin

September 17, 2021

Kjúklingalæri í kókoscurcumin

Kjúklingalæri í kókoscurcumin
Þegar maður eldar oftast fyrir einn þá er maður duglegur við að prufa sig áfram í allsskonar útfærslum og þessi heppnaðist súpervel.

1.kjúklingalæri/leggur
1.dós kókosmjólk
1.gulrót, sneidd í sneiðar
1.rauðlaukur, skorinn niður
1/2 blaðlaukur, sneiddur niður
1.tsk Curcumin/Turmerik
Rósmarín ferskt 

Kryddið kjúklinginn með kjúklingakryddi og setjið rósmarín ofan á og inn í ofn á 180°c í um 20.mínútur. Hrærið saman dós af kókosolíunni og grænmetinu og kryddið með Curcumin og hellið yfir kjúklinginn og eldið áfram í um 20.mínútur.

Léttur og afar bragðgóður réttur fyrir einn en minnsta mál að auka við kjúkling og grænmeti ef fleirri eru í mat.

Deilið með gleði.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kjúklingaréttir

Einfaldur Butter chicken!
Einfaldur Butter chicken!

March 25, 2025

Einfaldur Butter chicken!
Oftar en ekki þegar ég kaupi mér tilbúin kjúkling, heilan eða hálfan þá verður úr honum margar máltíðir fyrir einn. Ég ætla að deila þeim hérna með ykkur. Þetta var háflur kjúklingur og úr honum urðu 3 mismunandi máltíðir.

Halda áfram að lesa

Rjómalagaður spínatkjúkkingur!
Rjómalagaður spínatkjúkkingur!

January 19, 2025

Rjómalagaður spínatkjúkkingur!
Dásamlega ljúffengur kjúklingaréttur sem ég útbjó og bar fram með krydduðum hrísgrjónum. Í þessum rétti notaði ég hin æðislegu krydd frá Mabrúka og sleppti þar að leiðandi þeim kryddum sem hérna eru uppgefin svo ég læt fylgja með hvað ég notaði í hvað.

Halda áfram að lesa

Kjúklingabringur í rósmarínsósu!
Kjúklingabringur í rósmarínsósu!

November 27, 2024

Kjúklingabringur í rósmarínsósu!
4 – 6 pers
Virkilega ljúffengur og mildur réttur. Alltaf gaman að prufa nýja rétti.

Halda áfram að lesa