Kjúklingabringur í rósmarínsósu!

November 27, 2024

Kjúklingabringur í rósmarínsósu!

Kjúklingabringur í rósmarínsósu!
4 – 6 pers
Virkilega ljúffengur og mildur réttur. Alltaf gaman að prufa nýja rétti.

Ég eldaði að þessu sinni bara 1 kjúklingabringu og minnkaði því öll hlutföllin

900 g kjúklingabringur
1 skalottlaukur
2 hvítlauksgeirar
2 msk tómatmauk
1/2 msk kínversk soja
3 msk kjúklingakraftur
2 msk nautakraftur
2 tsk paprikuduft
3 tsk þurrkað rósmarín
Salt & pipar
2 dl af vatni
3 dl sýrður rjómi
1 1/2 dl rjómi

 1) Byrjið á því að skera kjúklingabringurnar í tvennt (eftir endilöngu).
Steikið þær í blöndu af olíu og smjöri við frekar háan hita þar til þær eru brúnaðar allan hringinn.

2) Saxið skalottlaukana, setjið hann á pönnuna og kreistið líka hvítlauksrifið út í. 

3) Setjið tómatmauk, soja, bæði soð og allt krydd út í, hellið vatni út í og ​​látið malla þar til vatnið hefur næstum þvi gufað upp.

4) Hellið rjómanum yfir og sýrða rjómanum.
Látið malla í um 5-7 mínútur, hrærið í af og til.





Gott með hrísgrjónum eða kartöflum og fersku salati.

Það er líka hægt að skipta kjúklingnum út fyrir t.d. svínalund.

Njótið þess að deila áfram á síðurnar ykkar.

Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kjúklingaréttir

Rjómalagaður spínatkjúkkingur!
Rjómalagaður spínatkjúkkingur!

January 19, 2025

Rjómalagaður spínatkjúkkingur!
Dásamlega ljúffengur kjúklingaréttur sem ég útbjó og bar fram með krydduðum hrísgrjónum. Í þessum rétti notaði ég hin æðislegu krydd frá Mabrúka og sleppti þar að leiðandi þeim kryddum sem hérna eru uppgefin svo ég læt fylgja með hvað ég notaði í hvað.

Halda áfram að lesa

Kjúklingaréttur í Bali sósu!
Kjúklingaréttur í Bali sósu!

October 17, 2024

Kjúklingaréttur í Bali sósu!
Mörgum finnst mjög gott að skella í einfalda pottrétti og margir hverjir vita oft ekkert hvaða krydd á að setja og þá er nú snilld að geta gripið í svona tilbúna pakka öðru hverju inn á milli.

Halda áfram að lesa

Indverskar kjúklingabringur
Indverskar kjúklingabringur

October 12, 2024

Indverskar kjúklingabringur
Svakalega einfaldur réttur og einstaklega góður. Svo er einfalt að nýta afgangana á annan hátt ef maður vill fá smá tilbreytingu. Þessa uppskrift minnkaði ég um helming og var með tvær kjúklingabringur,,,

Halda áfram að lesa