May 25, 2020
Kjúklingaborgari
Ég hef rosalega gaman af því að prufa ýmsilegt, stundum er maður heppinn og stundum ekki en þessum kjúklingaborgurum get ég mælt með fyllilega.
Kjúklingaborgarar (fást í Costco) 1.725gr í pokanum
Hamborgarabrauð
Grænkál
Tómata
Gúrku
Hamborgarasósu
Barbeque sósu, sæt eða venjuleg frá Heinz
Kjúklingaborgararnir eru tilbúnir eldaðir svo það dugar að hita þá aðeins inni í ofni eða setja á pönnu. Notið svo sósurnar á ásamt grænmetinu og berið fram með frönskum kartöflum.
Ath.Það eru alveg um ca.16 stk í pokanum svo þetta ætti að endast í nokkrar máltíðir, fer auðvitað eftir fjölda í heimili.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
November 01, 2025
Butter Chicken!
Ég fékk smá glaðning frá ferðaskrifstofunni Fiðrildi.is sem hún Ásdís Guðmundsdóttir á og rekur, sem var skemmtileg uppskrifta bók frá Indlandi og vel valin krydd frá samstarfsaðila þeirra úti, henni Jenny D'Souza.
October 27, 2025
Kjúklingaleggir í pasta-rjómasósu!
Hérna er á ferðinni einn afar einfaldur og góður kjúklingaréttur þar sem ég nota kjúklingaleggi en hæglega er hægt að vera með aðra kjúklingabita í honum, allt eftir smekk. Örfá hráefni og hæglega hægt að skipta út sósunni t.d. fyrir aðra sambærilega sem þið eigið hugsanlega til í skúffunni ykkar.
March 25, 2025
Einfaldur Butter chicken!
Oftar en ekki þegar ég kaupi mér tilbúin kjúkling, heilan eða hálfan þá verður úr honum margar máltíðir fyrir einn. Ég ætla að deila þeim hérna með ykkur. Þetta var háflur kjúklingur og úr honum urðu 3 mismunandi máltíðir.