May 25, 2020
Kjúklingaborgari
Ég hef rosalega gaman af því að prufa ýmsilegt, stundum er maður heppinn og stundum ekki en þessum kjúklingaborgurum get ég mælt með fyllilega.
Kjúklingaborgarar (fást í Costco) 1.725gr í pokanum
Hamborgarabrauð
Grænkál
Tómata
Gúrku
Hamborgarasósu
Barbeque sósu, sæt eða venjuleg frá Heinz
Kjúklingaborgararnir eru tilbúnir eldaðir svo það dugar að hita þá aðeins inni í ofni eða setja á pönnu. Notið svo sósurnar á ásamt grænmetinu og berið fram með frönskum kartöflum.
Ath.Það eru alveg um ca.16 stk í pokanum svo þetta ætti að endast í nokkrar máltíðir, fer auðvitað eftir fjölda í heimili.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
October 12, 2024
July 05, 2024
April 05, 2024