Kalkúnafylling a la carte Ingunn!

March 08, 2020

Kalkúnafylling a la carte Ingunn!

Kalkúnafylling a la carte Ingunn!
Ýmislegt hef ég nú eldað en aldrei á ævinni hafði ég búið til fyllinguna sjálf í kalkún en eitt árið lét ég verða að því og hún fékk fullt hús stiga.

Fylling að mínum hætti sem ég toppaði með 1 krukku af chili sultu frá Íslenskri hollustu.

Fyllingin min fékk svo góðar viðtökur og þótt ég segji sjálf frá þá var hún algjört æði, njótum öll!

Ca.10 brauðsneiðar, skorpan skorin af og svo skorið í bita
1 rauðlaukur, smátt skorið
1-2 gulrætur, smátt skorið
1/2 paprika rauð, skorin í bita
1/2 pakki beikon, skorið í bita
1 pakki pepperoni, smátt skorið
1/2 epli, skorið í bita
2-3 stilkar sellerí
Þurrkaðar apríkósur, ca 8-10 skornar í bita
Döðlur, ca 8-10, skornar í bita
1 peli rjómi
1 dós af chili sultu frá Íslenskri Hollustu, sjá hér
Smá olía

Setjið olíuna á pönnuna og setjið rauðlaukinn, beikonið og pepperoni út á pönnuna og láti malla í smá stund við vægan hita.
Bætið smátt og smátt restini af hráefninu út í ásamt rjómanum og setjið niðurskorna brauðið út í síðast og svo chili sultuna.
Kryddið og smakkið með kjúklingakryddi úr kvörn, salti og pipar og látið þetta allt malla þar til þetta er orðið vel mjúkt.

Kælið aðeins og fyllið svo kalkúninn.

Njótið vel, það gerðum við :)

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kjúklingaréttir

Rjómalagaður spínatkjúkkingur!
Rjómalagaður spínatkjúkkingur!

January 19, 2025

Rjómalagaður spínatkjúkkingur!
Dásamlega ljúffengur kjúklingaréttur sem ég útbjó og bar fram með krydduðum hrísgrjónum. Í þessum rétti notaði ég hin æðislegu krydd frá Mabrúka og sleppti þar að leiðandi þeim kryddum sem hérna eru uppgefin svo ég læt fylgja með hvað ég notaði í hvað.

Halda áfram að lesa

Kjúklingabringur í rósmarínsósu!
Kjúklingabringur í rósmarínsósu!

November 27, 2024

Kjúklingabringur í rósmarínsósu!
4 – 6 pers
Virkilega ljúffengur og mildur réttur. Alltaf gaman að prufa nýja rétti.

Halda áfram að lesa

Kjúklingaréttur í Bali sósu!
Kjúklingaréttur í Bali sósu!

October 17, 2024

Kjúklingaréttur í Bali sósu!
Mörgum finnst mjög gott að skella í einfalda pottrétti og margir hverjir vita oft ekkert hvaða krydd á að setja og þá er nú snilld að geta gripið í svona tilbúna pakka öðru hverju inn á milli.

Halda áfram að lesa