March 08, 2020
Kalkúnafylling a la carte Ingunn
Ýmislegt hef ég nú eldað en aldrei á ævinni hef ég búið til fyllingu í kalkún fyrr en núna um helgina
en þá var ég með matarboð fyrir vinkonur mínar og ákvað ég að gera tilraun á fyllingu að mínum hætti
en að sjálfsögðu hafði ég skoðað fullt af fyllingum frá öðrum til að styðjast við.
Fyllingin min fékk svo góðar viðtökur og þótt ég segji sjálf frá þá var hún algjört æði, njótum öll!
Ca.10 brauðsneiðar, skorpan skorin af og svo skorið í bita
1 rauðlaukur, smátt skorið
1-2 gulrætur, smátt skorið
1/2 paprika rauð, skorin í bita
1/2 pakki beikon, skorið í bita
1 pakki pepperoni, smátt skorið
1/2 epli, skorið í bita
2-3 stilkar sellerí
Þurrkaðar apríkósur, ca 8-10 skornar í bita
Döðlur, ca 8-10, skornar í bita
1 peli rjómi
1 dós af chili sultu frá Íslenskri Hollustu, sjá hér
Smá olía
Setjið olíuna á pönnuna og setjið rauðlaukinn, beikonið og pepperoni út á pönnuna og láti malla í smá stund við vægan hita.
Bætið smátt og smátt restini af hráefninu út í ásamt rjómanum og setjið niðurskorna brauðið út í síðast og svo chili sultuna.
Kryddið og smakkið með kjúklingakryddi úr kvörn, salti og pipar og látið þetta allt malla þar til þetta er orðið vel mjúkt.
Kælið aðeins og fyllið svo kalkúninn.
Njótið vel, það gerðum við :)
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
November 07, 2023
July 30, 2023
March 15, 2023