Indverskur butter kjúklingur

October 28, 2022

Indverskur butter kjúklingur

Indverskur butter kjúklingur
Butter kjúklingur er einn af vinsælustu og þekktustu inversk réttunum ásamt Tikka Masala og Korma og hefur verið að koma sterkur inn hérna á Íslandi á síðustu árum og hérna er ein uppskrift af honum sem ég bjó til um daginn.

Sagt er í uppskriftinni að best sé að hafa kjötið í mareneringu yfir nótt svo gott sé að vera búið að ákeða matseðilinn fyrirfram. Ég gerði það og fór eftir þessu lið fyrir lið og sé ekkert eftir því, rétturinn var algjör sælkera og ég mæli með. Hef hingað til bara keypt þessar sósur tilbúnar í krukkum, já ég sagði tilbúnar i krukkum, svona til að auðvelda mér matreiðsluna og já, mikið ódýrara, ekki spurning en ég mun leggja þennan á mig aftur, vel þess virði að mínu mati. Svona ekta spari!

Fyrir 4

700 gr kjúklingabringur
2 dl grísk jógúrt
2 tsk engiferrót rifin
1 tsk rifinn hvítlaukur
2 tsk Garamasala
2 tsk túrmerik
1 tsk chilli duft
1 tsk sítrónusafi
1 msk grænmetisolía
3 msk brætt smjör
Salt
Ferskt kóríander

Sósan:
1 tsk rifinn hvítlaukur
1.5 dós af niðursoðnum hökkuðum tómötum
1 msk rifin engiferrót
2 grænir chilli, fræhreinsaðir og skornir niður smátt
1 kanilstöng
2 tsk hunang
2 tsk sítrónusafi
50 gr smjör
1 dl rjómi
8 heilar kardimommur

Blandið saman jógúrt, engifer, hvítlauk, garam masala, túrmerik, chilli dufti og sítrónusafa. Hrærið vel. Skerið kjúklinginn í bita og leggið svo í mareneringuna. Látið ligga í að minnsta kosti 4 tíma, helst yfir nótt ef hægt er.

Byrjið á að hita ofninn í 220°c. Leggið bökunarpappír á ofnplötu og takið kjúklingabitana úr marineringunni. Dreifið þeim á ofnplötuna. Penslið yfir þá með olíu og saltið.

Setið í ofninn og snúið bitunum eftir 10.mínútur. Penslið bitana með bræddu smjöri þegar þeir eru teknir úr ofninum. Setjið kardimommur í mortel og merjið, fjarlægið belginn. Hitið pönnu og ristið kardimommurnar aðeins. Setjið þá helminginn af smjörinu ásamt hvítlauknum og steikið þar til kryddilmurinn liggur í loftinu. Bætið þá við tómötum og látið malla í 5-10 mínútur. Setjið blönduna í matvinnsluvél og maukið. Því næst er sósan sett í gegnum sigti þannig að hún verði silkimjúk.

Bætið smjöri á pönnuna og setjið engifer, chilli, chilli duft og kanil á pönnuna. Látið malla saman í tvær mínútur og hrærið stöðugt. Setjið tómatsósuna út í ásamt kjúklingnum og hunangi. Látið allt malla saman í 10.mínútur. Þá er rjóminn settur út í og smakkað til með sítrónusafanum og salti. Í lokin er niðurskornu kóríander dreift yfir réttinn. 


Naan-brauð
Venjulega eru naan brað bökuð í tandoori ofni. Heimilin hafa ekki slíkar græjur svo það má nota útigrill, vel heita pönnu eða bakarofn er sagt með uppskriftinni.

1 tsk sykur
1/2 bolli volgt vatn
2 1/4 tsk þurrger
2 1/2 bolli brauðhveiti
1/2 bolli hrein jógúrt
1/2 tsk salt
1 msk olía
3 msk brætt smjör

Setjið vatn, sykur og ger í skál. Hrærið og látið standa í um það bil 10.mínútur eða þar til gerið er leyst upp.
Hveiti, ger, jógúrt, salt og olía er hnoðað í hrærivél eða á borði þar til deigið verður mjúkt og fínt. Bætið við vatni ef þarf. Breiðið plastfilmu og viskastykki yfir deigið og látið hefast í klukkustund.

Skiptið deiginu í 8.hluta. Fletjið út í ílöng brauð. Bakið brauðið á vel heitri þungri pönnu. Setjið örlitla olíu á pönnuna og steikið hvert brauð fyrir sig. Þegar deigið byrjar að bólgna snúið því þá við og steikið áfram á hinni hliðinni. Þegar naan brauðið er tekið af pönnunni er það penslað með bræddu smjöri eða hvítlaukssmjöri eftir smekk. 

 
Uppskrift úr Fréttablaðinu
Ljósmyndir Ingunn Mjöll

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kjúklingaréttir

Rjómalagaður spínatkjúkkingur!
Rjómalagaður spínatkjúkkingur!

January 19, 2025

Rjómalagaður spínatkjúkkingur!
Dásamlega ljúffengur kjúklingaréttur sem ég útbjó og bar fram með krydduðum hrísgrjónum. Í þessum rétti notaði ég hin æðislegu krydd frá Mabrúka og sleppti þar að leiðandi þeim kryddum sem hérna eru uppgefin svo ég læt fylgja með hvað ég notaði í hvað.

Halda áfram að lesa

Kjúklingabringur í rósmarínsósu!
Kjúklingabringur í rósmarínsósu!

November 27, 2024

Kjúklingabringur í rósmarínsósu!
4 – 6 pers
Virkilega ljúffengur og mildur réttur. Alltaf gaman að prufa nýja rétti.

Halda áfram að lesa

Kjúklingaréttur í Bali sósu!
Kjúklingaréttur í Bali sósu!

October 17, 2024

Kjúklingaréttur í Bali sósu!
Mörgum finnst mjög gott að skella í einfalda pottrétti og margir hverjir vita oft ekkert hvaða krydd á að setja og þá er nú snilld að geta gripið í svona tilbúna pakka öðru hverju inn á milli.

Halda áfram að lesa