October 12, 2024
Indverskar kjúklingabringur
Svakalega einfaldur réttur og einstaklega góður. Svo er einfalt að nýta afgangana á annan hátt ef maður vill fá smá tilbreytingu.
3-4 Kjúklingabringur, léttsteiktar á pönnu, settar í eldfast mót. Ég skar þær niður í hæfilegar lengjur.
Sósa:
½ l rjómi
1 krukka Mango chutney
2 msk karrí
1 tsk tandoori-krydd
1-2 bananar

Allt hrært saman, hellt yfir bringurnar og sett í ofn í 15 mínútur við 200°c.
Eftir 7 mínútur eru 1-2 bananar, sem búið er að sneiða niður, settir yfir réttinn, bakað áfram.


Borið fram men naan-brauði og /eða hrísgjónum og góðu salati.
Daginn eftir er gott að breyta örlítið til og hafa Nan brauðið
Daginn þar á eftir, ef enn er afgangur þá er gott að setja hann ofan á Nan brauð
Bætta ost ofan á og setja inn í ofn í ca 15 mínútur
Og bera það svo fram með fersku salati.
Þessa uppskrift minnkaði ég um helming og var með tvær kjúklingabringur, 1 banana, 2.5 dl af rjóma og eina og eina tsk af kryddinu og hálfa krukku af Mangó chutney. Virkilega ljúffengur réttur og bragðgóður, réttur sem verður svo sannarlega gerður aftur og aftur! Og eins og sjá mátti þá dugði hann mér í 3 máltíðir.
Njótið þess að deila áfram á síðurnar ykkar.
Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
November 01, 2025
Butter Chicken!
Ég fékk smá glaðning frá ferðaskrifstofunni Fiðrildi.is sem hún Ásdís Guðmundsdóttir á og rekur, sem var skemmtileg uppskrifta bók frá Indlandi og vel valin krydd frá samstarfsaðila þeirra úti, henni Jenny D'Souza.
October 27, 2025
Kjúklingaleggir í pasta-rjómasósu!
Hérna er á ferðinni einn afar einfaldur og góður kjúklingaréttur þar sem ég nota kjúklingaleggi en hæglega er hægt að vera með aðra kjúklingabita í honum, allt eftir smekk. Örfá hráefni og hæglega hægt að skipta út sósunni t.d. fyrir aðra sambærilega sem þið eigið hugsanlega til í skúffunni ykkar.
March 25, 2025
Einfaldur Butter chicken!
Oftar en ekki þegar ég kaupi mér tilbúin kjúkling, heilan eða hálfan þá verður úr honum margar máltíðir fyrir einn. Ég ætla að deila þeim hérna með ykkur. Þetta var háflur kjúklingur og úr honum urðu 3 mismunandi máltíðir.