Heilsteiktur kalkúnn með fyllingu

March 08, 2020

Heilsteiktur kalkúnn með fyllingu

Heilsteiktur kalkúnn með fyllingu
Fyrir 12 manns
Hérna má þakka fyrir allt það góða á meðan þessi er eldaður, það má þakka fyrir lífið, ástina á að elda, nautnina á að borða góðan og vel heppnaðan mat, fólkið sem deilir honum með okkur og svo má líka þakka fyrir góða uppskrift.

1 kalkúnn 6-7 kg. 100 gr. 
Bráðið smjör, paprikuduft, salt og pipar
Fylling: 
3 gul epli, 
½ rauð paprika, 
1 laukur, 
1 gulrót, 
1 sellerístilkur, 
250 gr. Sveppir, 
2 dl. Pecan hnetur, 
6 sneiðar af beikoni, 
8 ristaðar brauðsneiðar, 
1 msk. Salvía, 
1 egg, 
100 gr. Smjör til steikingar, 
salt og pipar.

Sósan: 
50 gr. Smjör, 
50 gr. Hveiti, 
1 lítri soð úr skúffunni, 
2 ½ dl. Rjómi, 
½ dl. Sérrí (má sleppa) , 
2 msk. Rifsberjahlaup

Soð í sósuna: 
2 l vatn, 
1 laukur, 
2 gulrætur, 
1 sellerístilkur, 
10 piparkorn, 
1 lárviðarlauf, 
2 negulnaglar, 
5 kjúklingateningar.

Þerrið kalkúninn að innan og fyllið. Saumið fyrir.
Bindið lærin saman og setjið vængina aftur fyrir bak og penslið með smjöri og kryddið með salti, pipar og paprikudufti.
Steikið í 45 mínútur á hvert kíló við 140° á c í blástursofni (50-55 mín í ofni án blásturs.)
Ausið soðinu úr ofnskúffunni yfir fuglinn á 30 mín fresti. Hækkið hitan í 200-220° á c síðustu 10-15 mín til að fá fallegan og stökkan ham.

Sósan:

Setjið hálsinn og hjartað úr fuglium á grindina með fuglinum.
Setjið 2 l af vatni í skúffuna undir grindina.
Grófsaxið grænmetið og setjið í skúffuna.
Eftir klukkutíma steikingu eru hjartað og hálsinn sett í soðið í skúffunni og látin malla með.
Þegar 30 mín eru eftir, er soðið sigtað í pott og fitan er fleytt ofan af, bakað upp með smjörbollu og bragðbætt með rifsberjahlaupi, rjóma og ögn af sérrí ef vill.
Setja má súputeningar eftir smekk.
Fylling: Saxið laukinn, skerið allt annað í teninga og steikið allt saman í smjöri á stórri pönnu(wok).
Skerið beikonið í smá bita og steiki með. (grænmetið á ekki að brúnast. Takið pönnuna af hitanum.
Afhýðið eplin og skerið í bita.Grófhakkið hneturnar, takið skorpuna af brauðinu og skerið það í teninga.
Bætið olíu á pönnuna og kryddið.
Í lokin er egginu hrært út í og því bætt saman við fyllinguna.

Berið fram með sósu, sætri kartöflumús (eða brúnuðum kartöflum), grænmeti og salati.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Kjúklingaréttir

Yoshida's hrígrjóna & núðluréttur
Yoshida's hrígrjóna & núðluréttur

July 30, 2023

Yoshida's hrígrjóna & núðluréttur
Þar sem ég er að öllu jafna ein í heimili þá elda ég oft fyrir tvo daga í einu sem er algjör snilld finnst mér en til að hafa tilbreytinguna í eldamennskunni,,,

Halda áfram að lesa

Kjúklingur í mangó rjómasósu
Kjúklingur í mangó rjómasósu

March 15, 2023

Kjúklingur í mangó rjómasósu
Hér er æðisleg uppskrift að kjúklingi með mangó rjómasósu sem hún Rune Pedersen deildi með okkur. Æðislegur réttur sem ég er búin að elda og mæli mikið með. Takk fyrir Rune.

Halda áfram að lesa

Kjúklingur Korma/Butter chicken
Kjúklingur Korma/Butter chicken

March 01, 2023

Kjúklingur Korma/Butter chicken
Réttur sem er svo ofureinfaldur og góður í senn enda er leitum við oft af einhverju afar einföldu til að elda svona á milli. Sósurnar frá Patask fá mín bestu meðmæli. Í þessu tilfelli var ég með Butter chiken sósuna.

Halda áfram að lesa