Heilsteiktur kalkúnn með fyllingu

March 08, 2020

Heilsteiktur kalkúnn með fyllingu

Heilsteiktur kalkúnn með fyllingu
Fyrir 12 manns
Hérna má þakka fyrir allt það góða á meðan þessi er eldaður, það má þakka fyrir lífið, ástina á að elda, nautnina á að borða góðan og vel heppnaðan mat, fólkið sem deilir honum með okkur og svo má líka þakka fyrir góða uppskrift.

1 kalkúnn 6-7 kg. 100 gr. 
Bráðið smjör, paprikuduft, salt og pipar
Fylling: 
3 gul epli, 
½ rauð paprika, 
1 laukur, 
1 gulrót, 
1 sellerístilkur, 
250 gr. Sveppir, 
2 dl. Pecan hnetur, 
6 sneiðar af beikoni, 
8 ristaðar brauðsneiðar, 
1 msk. Salvía, 
1 egg, 
100 gr. Smjör til steikingar, 
salt og pipar.

Sósan: 
50 gr. Smjör, 
50 gr. Hveiti, 
1 lítri soð úr skúffunni, 
2 ½ dl. Rjómi, 
½ dl. Sérrí (má sleppa) , 
2 msk. Rifsberjahlaup

Soð í sósuna: 
2 l vatn, 
1 laukur, 
2 gulrætur, 
1 sellerístilkur, 
10 piparkorn, 
1 lárviðarlauf, 
2 negulnaglar, 
5 kjúklingateningar.

Þerrið kalkúninn að innan og fyllið. Saumið fyrir.
Bindið lærin saman og setjið vængina aftur fyrir bak og penslið með smjöri og kryddið með salti, pipar og paprikudufti.
Steikið í 45 mínútur á hvert kíló við 140° á c í blástursofni (50-55 mín í ofni án blásturs.)
Ausið soðinu úr ofnskúffunni yfir fuglinn á 30 mín fresti. Hækkið hitan í 200-220° á c síðustu 10-15 mín til að fá fallegan og stökkan ham.

Sósan:

Setjið hálsinn og hjartað úr fuglium á grindina með fuglinum.
Setjið 2 l af vatni í skúffuna undir grindina.
Grófsaxið grænmetið og setjið í skúffuna.
Eftir klukkutíma steikingu eru hjartað og hálsinn sett í soðið í skúffunni og látin malla með.
Þegar 30 mín eru eftir, er soðið sigtað í pott og fitan er fleytt ofan af, bakað upp með smjörbollu og bragðbætt með rifsberjahlaupi, rjóma og ögn af sérrí ef vill.
Setja má súputeningar eftir smekk.
Fylling: Saxið laukinn, skerið allt annað í teninga og steikið allt saman í smjöri á stórri pönnu(wok).
Skerið beikonið í smá bita og steiki með. (grænmetið á ekki að brúnast. Takið pönnuna af hitanum.
Afhýðið eplin og skerið í bita.Grófhakkið hneturnar, takið skorpuna af brauðinu og skerið það í teninga.
Bætið olíu á pönnuna og kryddið.
Í lokin er egginu hrært út í og því bætt saman við fyllinguna.

Berið fram með sósu, sætri kartöflumús (eða brúnuðum kartöflum), grænmeti og salati.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kjúklingaréttir

Rjómalagaður spínatkjúkkingur!
Rjómalagaður spínatkjúkkingur!

January 19, 2025

Rjómalagaður spínatkjúkkingur!
Dásamlega ljúffengur kjúklingaréttur sem ég útbjó og bar fram með krydduðum hrísgrjónum. Í þessum rétti notaði ég hin æðislegu krydd frá Mabrúka og sleppti þar að leiðandi þeim kryddum sem hérna eru uppgefin svo ég læt fylgja með hvað ég notaði í hvað.

Halda áfram að lesa

Kjúklingabringur í rósmarínsósu!
Kjúklingabringur í rósmarínsósu!

November 27, 2024

Kjúklingabringur í rósmarínsósu!
4 – 6 pers
Virkilega ljúffengur og mildur réttur. Alltaf gaman að prufa nýja rétti.

Halda áfram að lesa

Kjúklingaréttur í Bali sósu!
Kjúklingaréttur í Bali sósu!

October 17, 2024

Kjúklingaréttur í Bali sósu!
Mörgum finnst mjög gott að skella í einfalda pottrétti og margir hverjir vita oft ekkert hvaða krydd á að setja og þá er nú snilld að geta gripið í svona tilbúna pakka öðru hverju inn á milli.

Halda áfram að lesa