Enchiladas

October 26, 2022

Enchiladas

Enchiladas með kjúkling
Eitt af því sem mér finnst alveg meiriháttar gott og hef útbúið nokkrum sinnum. Pönnukökurnar eru meira svona maiz kökur en ekki eins og venjulegar vefjur.
Þessar keypti ég 4 kassa saman í Costco. (Ekki samstarf)


1.pk af Enchilada kit


Í kassanum eru 8 kökur, krydd og tveir pk af sósu


Skerið tvær til þrjár kjúklingabringur í bita og steikið á pönnu. Kryddið og smakkið til. Saman við kjúklinginn bæti ég niðurskornum tómötum, rauðlauk, papriku, blaðlauk, maiz ofl sem mig langar í og ég á til í ísskápnum, misjafnt hvað ég set að hverju sinni. Ég nota svo annan pk af sósunni og blanda henni saman við kjúklinginn.

*
Fyllið svo hverja köku af kjúklingablöndunni eins jafn og hægt er og raðið þeim í eldfast form og hellið hinum sósu pk yfir.


Að lokum set ég mosarella ost yfir og inn í ofn á 180°c í um 20-25 mínútur eða þar til osturinn er orðinn gullin brúnn.


Gott að bera fram með hrísgrjónum 

Njótið og deilið með gleði


Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni





Einnig í Kjúklingaréttir

Mango Chutney kjúklingur
Mango Chutney kjúklingur

April 05, 2024

Mango Chutney kjúklingur
Meiriháttar góður réttur, algjör sælkera að mínu mati. Ég minnkaði hann reyndar lítilega sem kom ekki að sök og var með hrísgrjón með og ferskt salat.
fyrir 4

Halda áfram að lesa

Barbeque kjúklingaborgari
Barbeque kjúklingaborgari

March 05, 2024

Barbeque kjúklingaborgari
Afgangar er eitthvað sem ég elska að nýta og gera eitthvað gott úr og hérna var ég með afganga af kjúklingalæri sem ég steikti á pönnu og bar fram með steiktu eggi, spínati, agúrku, hamborgara sósu og barbeque sósu. Svakalega góðu.

Halda áfram að lesa

Mexikóskt lasagne
Mexikóskt lasagne

February 19, 2024

Mexikóskt lasagne
Eitt það æðislegasta Mexíkóska lasagna sem ég hef gert og ég mæli 100% með.
Virkilega gaman þegar vel heppnast og tortillurnar voru mjög mjúkar og góðar á milli. 

Halda áfram að lesa