Enchilada

October 26, 2022

Enchilada

Enchilada með kjúkling
Eitt af því sem mér finnst alveg meiriháttar gott og hef útbúið nokkrum sinnum. Pönnukökurnar eru meira svona maiz kökur en ekki eins og venjulegar vefjur.
Þessar keypti ég 4 kassa saman í Costco. (Ekki samstarf)


1.pk af Enchilada kit


Í kassanum eru 8 kökur, krydd og tveir pk af sósu


Skerið tvær til þrjár kjúklingabringur í bita og steikið á pönnu. Kryddið og smakkið til. Saman við kjúklinginn bæti ég niðurskornum tómötum, rauðlauk, papriku, blaðlauk, maiz ofl sem mig langar í og ég á til í ísskápnum, misjafnt hvað ég set að hverju sinni. Ég nota svo annan pk af sósunni og blanda henni saman við kjúklinginn.

*
Fyllið svo hverja köku af kjúklingablöndunni eins jafn og hægt er og raðið þeim í eldfast form og hellið hinum sósu pk yfir.


Að lokum set ég mosarella ost yfir og inn í ofn á 180°c í um 20-25 mínútur eða þar til osturinn er orðinn gullin brúnn.


Gott að bera fram með hrísgrjónum 

Njótið og deilið með gleði


Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni





Einnig í Kjúklingaréttir

Yoshida's hrígrjóna & núðluréttur
Yoshida's hrígrjóna & núðluréttur

July 30, 2023

Yoshida's hrígrjóna & núðluréttur
Þar sem ég er að öllu jafna ein í heimili þá elda ég oft fyrir tvo daga í einu sem er algjör snilld finnst mér en til að hafa tilbreytinguna í eldamennskunni,,,

Halda áfram að lesa

Kjúklingur í mangó rjómasósu
Kjúklingur í mangó rjómasósu

March 15, 2023

Kjúklingur í mangó rjómasósu
Hér er æðisleg uppskrift að kjúklingi með mangó rjómasósu sem hún Rune Pedersen deildi með okkur. Æðislegur réttur sem ég er búin að elda og mæli mikið með. Takk fyrir Rune.

Halda áfram að lesa

Kjúklingur Korma/Butter chicken
Kjúklingur Korma/Butter chicken

March 01, 2023

Kjúklingur Korma/Butter chicken
Réttur sem er svo ofureinfaldur og góður í senn enda er leitum við oft af einhverju afar einföldu til að elda svona á milli. Sósurnar frá Patask fá mín bestu meðmæli. Í þessu tilfelli var ég með Butter chiken sósuna.

Halda áfram að lesa