October 26, 2022
Enchiladas með kjúkling
Eitt af því sem mér finnst alveg meiriháttar gott og hef útbúið nokkrum sinnum. Pönnukökurnar eru meira svona maiz kökur en ekki eins og venjulegar vefjur.
Þessar keypti ég 4 kassa saman í Costco. (Ekki samstarf)
1.pk af Enchilada kit
Í kassanum eru 8 kökur, krydd og tveir pk af sósu
Skerið tvær til þrjár kjúklingabringur í bita og steikið á pönnu. Kryddið og smakkið til. Saman við kjúklinginn bæti ég niðurskornum tómötum, rauðlauk, papriku, blaðlauk, maiz ofl sem mig langar í og ég á til í ísskápnum, misjafnt hvað ég set að hverju sinni. Ég nota svo annan pk af sósunni og blanda henni saman við kjúklinginn.
*
Fyllið svo hverja köku af kjúklingablöndunni eins jafn og hægt er og raðið þeim í eldfast form og hellið hinum sósu pk yfir.
Að lokum set ég mosarella ost yfir og inn í ofn á 180°c í um 20-25 mínútur eða þar til osturinn er orðinn gullin brúnn.
Gott að bera fram með hrísgrjónum
Njótið og deilið með gleði
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
March 25, 2025
Einfaldur Butter chicken!
Oftar en ekki þegar ég kaupi mér tilbúin kjúkling, heilan eða hálfan þá verður úr honum margar máltíðir fyrir einn. Ég ætla að deila þeim hérna með ykkur. Þetta var háflur kjúklingur og úr honum urðu 3 mismunandi máltíðir.
January 19, 2025
November 27, 2024