BBQ Kjúlli

February 10, 2023

BBQ Kjúlli

BBQ Kjúklingur
Frábær réttur fyrir þá sem elska barbeque sósu og fyrir hina að prufa. 
Ég reyndar bjó til aðeins aðra útgáfu sem fékk líka frábær meðmæli þar sem ég átti ekki allt til en það kom ekki að sök og læt ég hana fylgja með hérna fyrir neðan þessa. Frábært að hafa nú val um tvær útgáfur ;)

2 kjúklingar í bitum

Sósa:

2 dl Hunts grillsósa
1 dl sojasósa
1 dl aprikósumarmelaði
100 gr púðusykur
50 smjör

Þetta er allt hrært saman í potti... Kjúklingi raða í eldfast mót og sósunni helt yfir...Haft í ofni í 40-60 mín. á c.a 200°C

það má lika setja fullt af lauk og sveppum yfir kjúllann en það er náttúrulega smekksatriði.


Raðið kjúkling í eldfast form

Hellið sósunni yfir og setjið inn í ofn í um 40-45 mínútur á 180°c

Meðlæti

Hrísgrjón og brauð

Verði ykkur að góðu

Sigrún

Mín útgáfa er á þessa leið:

8-10 kjúklingaleggir eða annað

2 dl Barbeque sósa
1 dl Soja sósa
1 ferna af Kókosrjóma (creame)
1 dl Apríkósu marmelaði

Allt hrært saman og sett yfir kjúklinginn og inn í ofn á 180°c í um 40-45 mín.



Elska deilingar áfram, takk fyrir.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Kjúklingaréttir

Yoshida's hrígrjóna & núðluréttur
Yoshida's hrígrjóna & núðluréttur

July 30, 2023

Yoshida's hrígrjóna & núðluréttur
Þar sem ég er að öllu jafna ein í heimili þá elda ég oft fyrir tvo daga í einu sem er algjör snilld finnst mér en til að hafa tilbreytinguna í eldamennskunni,,,

Halda áfram að lesa

Kjúklingur í mangó rjómasósu
Kjúklingur í mangó rjómasósu

March 15, 2023

Kjúklingur í mangó rjómasósu
Hér er æðisleg uppskrift að kjúklingi með mangó rjómasósu sem hún Rune Pedersen deildi með okkur. Æðislegur réttur sem ég er búin að elda og mæli mikið með. Takk fyrir Rune.

Halda áfram að lesa

Kjúklingur Korma/Butter chicken
Kjúklingur Korma/Butter chicken

March 01, 2023

Kjúklingur Korma/Butter chicken
Réttur sem er svo ofureinfaldur og góður í senn enda er leitum við oft af einhverju afar einföldu til að elda svona á milli. Sósurnar frá Patask fá mín bestu meðmæli. Í þessu tilfelli var ég með Butter chiken sósuna.

Halda áfram að lesa