BBQ Kjúlli

February 10, 2023

BBQ Kjúlli

BBQ Kjúklingur
Frábær réttur fyrir þá sem elska barbeque sósu og fyrir hina að prufa. 
Ég reyndar bjó til aðeins aðra útgáfu sem fékk líka frábær meðmæli þar sem ég átti ekki allt til en það kom ekki að sök og læt ég hana fylgja með hérna fyrir neðan þessa. Frábært að hafa nú val um tvær útgáfur ;)

2 kjúklingar í bitum

Sósa:

2 dl Hunts grillsósa
1 dl sojasósa
1 dl aprikósumarmelaði
100 gr púðusykur
50 smjör

Þetta er allt hrært saman í potti... Kjúklingi raða í eldfast mót og sósunni helt yfir...Haft í ofni í 40-60 mín. á c.a 200°C

það má lika setja fullt af lauk og sveppum yfir kjúllann en það er náttúrulega smekksatriði.


Raðið kjúkling í eldfast form

Hellið sósunni yfir og setjið inn í ofn í um 40-45 mínútur á 180°c

Meðlæti

Hrísgrjón og brauð

Verði ykkur að góðu

Sigrún

Mín útgáfa er á þessa leið:

8-10 kjúklingaleggir eða annað

2 dl Barbeque sósa
1 dl Soja sósa
1 ferna af Kókosrjóma (creame)
1 dl Apríkósu marmelaði

Allt hrært saman og sett yfir kjúklinginn og inn í ofn á 180°c í um 40-45 mín.



Elska deilingar áfram, takk fyrir.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kjúklingaréttir

Einfaldur Butter chicken!
Einfaldur Butter chicken!

March 25, 2025

Einfaldur Butter chicken!
Oftar en ekki þegar ég kaupi mér tilbúin kjúkling, heilan eða hálfan þá verður úr honum margar máltíðir fyrir einn. Ég ætla að deila þeim hérna með ykkur. Þetta var háflur kjúklingur og úr honum urðu 3 mismunandi máltíðir.

Halda áfram að lesa

Rjómalagaður spínatkjúkkingur!
Rjómalagaður spínatkjúkkingur!

January 19, 2025

Rjómalagaður spínatkjúkkingur!
Dásamlega ljúffengur kjúklingaréttur sem ég útbjó og bar fram með krydduðum hrísgrjónum. Í þessum rétti notaði ég hin æðislegu krydd frá Mabrúka og sleppti þar að leiðandi þeim kryddum sem hérna eru uppgefin svo ég læt fylgja með hvað ég notaði í hvað.

Halda áfram að lesa

Kjúklingabringur í rósmarínsósu!
Kjúklingabringur í rósmarínsósu!

November 27, 2024

Kjúklingabringur í rósmarínsósu!
4 – 6 pers
Virkilega ljúffengur og mildur réttur. Alltaf gaman að prufa nýja rétti.

Halda áfram að lesa