Barbeque kjúklingaborgari

March 05, 2024

Barbeque kjúklingaborgari

Barbeque kjúklingaborgari
Afgangar er eitthvað sem ég elska að nýta og gera eitthvað gott úr og hérna var ég með afganga af kjúklingalæri sem ég steikti á pönnu og bar fram með steiktu eggi, spínati, agúrku, hamborgara sósu og barbeque sósu. Svakalega góðu.

Matur fyrir 1

1 hamborgarbrauð
Kjúklingaafgangur
Olía til steikingar
5 sneiðar af agúrku
Hálfa lúku af spínati frá Lambhaga
Hamborgarasósu
Barbeque sósu

Steikið kjúklinginn á pönnu upp úr smá olíu og steikið eggið fljótlega líka.
Hitið brauðið lítilega annað hvort í ofni eða á pönnunni.
Setjið hamborgarasósu á neðra brauðið og svo spínatið þar ofan á. 
Næst eru það agúrkusneiðarnar, því næst kjúklingurinn og steikta eggið og í lokinn barbeque sósan eins og sjá má á mynd.

Svo er það bara að njóta vel og deila ef ykkur líkaði...

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni

Einnig í Kjúklingaréttir

Mango Chutney kjúklingur
Mango Chutney kjúklingur

April 05, 2024

Mango Chutney kjúklingur
Meiriháttar góður réttur, algjör sælkera að mínu mati. Ég minnkaði hann reyndar lítilega sem kom ekki að sök og var með hrísgrjón með og ferskt salat.
fyrir 4

Halda áfram að lesa

Mexikóskt lasagne
Mexikóskt lasagne

February 19, 2024

Mexikóskt lasagne
Eitt það æðislegasta Mexíkóska lasagna sem ég hef gert og ég mæli 100% með.
Virkilega gaman þegar vel heppnast og tortillurnar voru mjög mjúkar og góðar á milli. 

Halda áfram að lesa

Kjúklingur í Bali sósu
Kjúklingur í Bali sósu

January 17, 2024

Kjúklingur í Bali sósu
Einstaklega góður réttur þar sem ég var með kjúklingalæri sem ég átti til en væri til íð að prufa næst með kjúklingabringum eða lundum. Afar bragðgóður og vel heppnaður sem dugði mér í 3 máltíðir og sú síðasta með smá tvisti.

Halda áfram að lesa