Barbeque kjúklingaborgari
March 05, 2024
Barbeque kjúklingaborgariAfgangar er eitthvað sem ég elska að nýta og gera eitthvað gott úr og hérna var ég með afganga af kjúklingalæri sem ég steikti á pönnu og bar fram með steiktu eggi, spínati, agúrku, hamborgara sósu og barbeque sósu. Svakalega góðu.
Matur fyrir 1
1 hamborgarbrauð
Kjúklingaafgangur
Olía til steikingar
5 sneiðar af agúrku
Hálfa lúku af spínati frá Lambhaga
Hamborgarasósu
Barbeque sósu
Steikið kjúklinginn á pönnu upp úr smá olíu og steikið eggið fljótlega líka.
Hitið brauðið lítilega annað hvort í ofni eða á pönnunni.
Setjið hamborgarasósu á neðra brauðið og svo spínatið þar ofan á.
Næst eru það agúrkusneiðarnar, því næst kjúklingurinn og steikta eggið og í lokinn barbeque sósan eins og sjá má á mynd.
Svo er það bara að njóta vel og deila ef ykkur líkaði...
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Skildu eftir athugasemd
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.