Arrabbiata kjúklingaréttur
July 05, 2024
Arrabbiata kjúklingaréttur!Það er fátt sem mér finnst eins gaman eins að prufa mig áfram í allsskonar samsetningum á mat og þegar uppskriftirnar heppnast svona líka vel þá deili ég þeim með ykkur með mikilli gleði.
2-3 kjúklingabringur, steiktar á pönnu og skornar í 4 hluta hver
1 krukka af Arrabbiata pasta sósu, sjá mynd
1/2 lítri rjómi
4-5 msk af Philadelphia rjómaosti
2-3 lúkur af spínati t.d. frá Lambhaga
Vorlaukur eða blaðlaukur, hvort heldur sem þið viljið, þarna var ég með vorlauk
8-10 kokteiltómata eða svipaða, skorna niður í sneiðar
1 papriku rauða, skorna niður í bita
Mosarellaost
Steikið kjúklingabringurnar á pönnu upp úr olíu/smjörlíki eða öðru sem þið veljið í um 10 mínútur á hvorri hlið og skerið þær svo niður í 4 parta hverja og leyfið þeim að malla í smá stund á meðan allt annað er gert tilbúið.
Hrærið saman sósunni, rjóma og Philadelphia ostinum
Byrjið á að setja spínat í botninn á eldföstu móti
Raðið kjúklinginum ofan á og hellið sósunni yfir
Bætið þar næst við grænmetinu
Og ostinum í lokin og svo inn í ofn á 180°c þar til osturinn er orðin gullinbrúnn og sósan heit í gegn, ca 10-15 mínútur.
Berið fram með fersku salatiHérna er ég með íssalat frá Lambhaga, agúrku, tómata, vorlauk og oftast er ég með fetaost til hliðar sem hver og einn setur út á fyrir sig sjálf/ur.
Sumarlegur réttur og einstaklega bragðgóður
Virkilega góður réttur sem ég mæli 100% með og hann fékk góð meðmæli.
Njótið þess að deila uppskriftinni áfram á síðurnar ykkar.
Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni

Skildu eftir athugasemd
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.