Arrabbiata kjúklingaréttur

July 05, 2024

Arrabbiata kjúklingaréttur

Arrabbiata kjúklingaréttur!
Það er fátt sem mér finnst eins gaman eins að prufa mig áfram í allsskonar samsetningum á mat og þegar uppskriftirnar heppnast svona líka vel þá deili ég þeim með ykkur með mikilli gleði. 

2-3 kjúklingabringur, steiktar á pönnu og skornar í 4 hluta hver
1 krukka af Arrabbiata pasta sósu, sjá mynd
1/2 lítri rjómi
4-5 msk af Philadelphia rjómaosti
2-3 lúkur af spínati t.d. frá Lambhaga
Vorlaukur eða blaðlaukur, hvort heldur sem þið viljið, þarna var ég með vorlauk
8-10 kokteiltómata eða svipaða, skorna niður í sneiðar
1 papriku rauða, skorna niður í bita
Mosarellaost

Steikið kjúklingabringurnar á pönnu upp úr olíu/smjörlíki eða öðru sem þið veljið í um 10 mínútur á hvorri hlið og skerið þær svo niður í 4 parta hverja og leyfið þeim að malla í smá stund á meðan allt annað er gert tilbúið.

Hrærið saman sósunni, rjóma og Philadelphia ostinum

Byrjið á að setja spínat í botninn á eldföstu móti

Raðið kjúklinginum ofan á og hellið sósunni yfir

Bætið þar næst við grænmetinu

Og ostinum í lokin og svo inn í ofn á 180°c þar til osturinn er orðin gullinbrúnn og sósan heit í gegn, ca 10-15 mínútur.

Berið fram með fersku salati

Hérna er ég með íssalat frá Lambhaga, agúrku, tómata, vorlauk og oftast er ég með fetaost til hliðar sem hver og einn setur út á fyrir sig sjálf/ur.

Sumarlegur réttur og einstaklega bragðgóður



Virkilega góður réttur sem ég mæli 100% með og hann fékk góð meðmæli.

Njótið þess að deila uppskriftinni áfram á síðurnar ykkar.

Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kjúklingaréttir

Mango Chutney kjúklingur
Mango Chutney kjúklingur

April 05, 2024

Mango Chutney kjúklingur
Meiriháttar góður réttur, algjör sælkera að mínu mati. Ég minnkaði hann reyndar lítilega sem kom ekki að sök og var með hrísgrjón með og ferskt salat.
fyrir 4

Halda áfram að lesa

Barbeque kjúklingaborgari
Barbeque kjúklingaborgari

March 05, 2024

Barbeque kjúklingaborgari
Afgangar er eitthvað sem ég elska að nýta og gera eitthvað gott úr og hérna var ég með afganga af kjúklingalæri sem ég steikti á pönnu og bar fram með steiktu eggi, spínati, agúrku, hamborgara sósu og barbeque sósu. Svakalega góðu.

Halda áfram að lesa

Mexikóskt lasagne
Mexikóskt lasagne

February 19, 2024

Mexikóskt lasagne
Eitt það æðislegasta Mexíkóska lasagna sem ég hef gert og ég mæli 100% með.
Virkilega gaman þegar vel heppnast og tortillurnar voru mjög mjúkar og góðar á milli. 

Halda áfram að lesa