Wok-nautakjöt í ostrusósu

September 18, 2021

Wok-nautakjöt í ostrusósu

Wok-nautakjöt í ostrusósu 
Það er afar auðvelt að útbúa einfalda og fljótlega rétti á thailenska vísu og hérna koma allavega tvær útgáfur af nautakjöti í ostrusósu.

magurt nautakjöt 
200 gr græn paprika 
100 gr laukur 
2 rif hvítlaukur 
1 stk grænn chili 
ostrusósa 
Safi úr 1 límónu 
Salt og pipar 
Fersk thai-basilíka 
olía, til steikingar 

Skerið kjöt, papriku, lauk, hvítlauk og chili í fína strimla.
Steikið grænmetið í olíunni í 2-3 mínútur í Wok-pönnu eða steikarpotti.
Bætið kjötinu saman við og steikið áfram í nokkrar mínútur.
Bætið þá ostrusósu og límónusafa saman við.
Kryddið með salti og pipar og bætið basilíku ofan á þegar rétturinn er tilbúinn.
Þetta er allt steikt við háan hita og borið fram með hrísgrjónum. 

Mín útfærsla er síðan þessi:

Nautakjöt, gúllas, sneitt niður í þunnar sneiðar

1 flaska af Ostru sósa (Oyster Sauce)
Blaðlaukur
Mini maiz í dós
Blaðlaukur
Rauð paprika
1 dl af vatni

Steikið kjötið og látið malla þar til vel meyrt og gott (1-2 tíma)
Bætið grænmetinu saman við og hellið svo ostru sósunni saman við. 
Skreytið með graslauk og berið fram með hrísgrjónum.

Deilið með gleði.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kjötréttir

Lærisneiðar í Air fryer!
Lærisneiðar í Air fryer!

February 22, 2025

Lærisneiðar í Air fryer!
Já þetta er með því einfaldast sem ég geri og það er að krydda kjöt, setja í Air fryerinn, velja prógrammið (ég notaði Air fryer stillinguna og hafði á 200 í um 20 mínútur) og ýta á start. Fara svo og gera eitthvað annað á meðan maturinn mallar. 

Halda áfram að lesa

Osso Buco!
Osso Buco!

December 06, 2024

Osso Buco!
Osso Buco er einn þekktasti réttur Norður-ítalíu. Ítalir nota alla jafnan kálfaskanka en í íslenskum kjötborðum eru Osso Buco-sneiðarnar yfirleitt af nautaskanka og þær eru alveg hreint afbragð í þennan rétt. Ég smellti mér í Kjöthöllina,,,

Halda áfram að lesa

Lambaskankar með rauðvínssósu!
Lambaskankar með rauðvínssósu!

October 30, 2024

Lambaskankar með rauðvínssósu!
Hérna er önnur uppskrift af Lambaskönkum með rauðvínssósu, ekta svona sunnudagssteik og svo gott í afgangasósu daginn eftir.

Halda áfram að lesa