Wok-nautakjöt í ostrusósu

September 18, 2021

Wok-nautakjöt í ostrusósu

Wok-nautakjöt í ostrusósu 
Það er afar auðvelt að útbúa einfalda og fljótlega rétti á thailenska vísu og hérna koma allavega tvær útgáfur af nautakjöti í ostrusósu.

magurt nautakjöt 
200 gr græn paprika 
100 gr laukur 
2 rif hvítlaukur 
1 stk grænn chili 
ostrusósa 
Safi úr 1 límónu 
Salt og pipar 
Fersk thai-basilíka 
olía, til steikingar 

Skerið kjöt, papriku, lauk, hvítlauk og chili í fína strimla.
Steikið grænmetið í olíunni í 2-3 mínútur í Wok-pönnu eða steikarpotti.
Bætið kjötinu saman við og steikið áfram í nokkrar mínútur.
Bætið þá ostrusósu og límónusafa saman við.
Kryddið með salti og pipar og bætið basilíku ofan á þegar rétturinn er tilbúinn.
Þetta er allt steikt við háan hita og borið fram með hrísgrjónum. 

Mín útfærsla er síðan þessi:

Nautakjöt, gúllas, sneitt niður í þunnar sneiðar

1 flaska af Ostru sósa (Oyster Sauce)
Blaðlaukur
Mini maiz í dós
Blaðlaukur
Rauð paprika
1 dl af vatni

Steikið kjötið og látið malla þar til vel meyrt og gott (1-2 tíma)
Bætið grænmetinu saman við og hellið svo ostru sósunni saman við. 
Skreytið með graslauk og berið fram með hrísgrjónum.

Deilið með gleði.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
Skildu eftir athugasemd


Einnig í Kjötréttir

Vínarsnitzel með sveppasósu
Vínarsnitzel með sveppasósu

December 09, 2023

Vínarsnitzel með sveppasósu
Hugmynd af mat fyrir áhugasama og hvernig maður getur verið hagsýnn í matarinnkaupum og eldamennsku. Ég kaupi reglulega stórar einingar af mat hversskonar og hérna hafði ég verslað poka af Vínarsnitzel,,,,

Halda áfram að lesa

Alikálfarif & Roastbeef
Alikálfarif & Roastbeef

November 18, 2023

Alikálfarif & Roastbeef
Ég hef nú aldrei verið neinn snillingur i að elda nautakjöt og viðurkenni bara alveg þann vanmátt minn en maður lærir svo lengi sem maður lifir og loksins var komið að því og með aðstoð góðra vina þá varð þetta máltíð að hætti Sælkera!

Halda áfram að lesa

Enchiladas
Enchiladas

July 13, 2023

Enchiladas með nautahakki
Eitt af mínu uppáhalds, hvort heldur með kjúkling eða nautahakki og svo er snilld að frysta ef afgangur er og eiga þangað til seinna. 

Halda áfram að lesa