Well­ingt­on nauta­lund.

February 05, 2020

Well­ingt­on nauta­lund.

Well­ingt­on nauta­lund A la Carte Guðrúnar og Ingunnar.

Við vinkonurnar elduðum þessa líka æðislegu Wellington nautalund á nýju ári 2016 og nutum þess að borða saman með börnunum okkar.

1 nautalund (þessi var beint frá býli)
salt og nýmalaður pipar

Smjördeig, hægt er að kaupa bæði frosið og ferskt
1.pk sveppir, saxaðir niður
1.laukur
1-2 pakkar hráskinka
100 gr. Smjör
½ dl vatn og 1 msk kjötkraftur
Brauðmylsna
1.msk söxð steinselja

Saxið sveppina smátt niður og laukinn og steikið í smjörinu ásamt steinseljunni.
Bætið vatninu útí ásamt kjötkraftinum og þykkið svo með brauðmylsnunni.

Kryddið lundina með salti og pipar nýmöluðum og steikið svo á pönnu á öllum hliðum til að loka kjötinu vel. Sumir smyrja líka lundina með Dijon sinnepi eða öðru sterku sinnepi.

Fletjið deigið út, raðið hráskinkunni ofaná og smyrjið fyllingunni ofaná, leggið lundina ofaná og smyrjið fyllingu ofan líka, lokið deiginu og þrýstið brúnunum saman með gaffli, skreytið og penslið svo með þeyttu eggi.

Bakið í 25-30 mínútur í 150°c heitum ofni.

Berið fram með bernese sósu eða piparsósu, bökuðum kartöflum og salati.

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kjötréttir

Lærisneiðar í Air fryer!
Lærisneiðar í Air fryer!

February 22, 2025

Lærisneiðar í Air fryer!
Já þetta er með því einfaldast sem ég geri og það er að krydda kjöt, setja í Air fryerinn, velja prógrammið (ég notaði Air fryer stillinguna og hafði á 200 í um 20 mínútur) og ýta á start. Fara svo og gera eitthvað annað á meðan maturinn mallar. 

Halda áfram að lesa

Osso Buco!
Osso Buco!

December 06, 2024

Osso Buco!
Osso Buco er einn þekktasti réttur Norður-ítalíu. Ítalir nota alla jafnan kálfaskanka en í íslenskum kjötborðum eru Osso Buco-sneiðarnar yfirleitt af nautaskanka og þær eru alveg hreint afbragð í þennan rétt. Ég smellti mér í Kjöthöllina,,,

Halda áfram að lesa

Lambaskankar með rauðvínssósu!
Lambaskankar með rauðvínssósu!

October 30, 2024

Lambaskankar með rauðvínssósu!
Hérna er önnur uppskrift af Lambaskönkum með rauðvínssósu, ekta svona sunnudagssteik og svo gott í afgangasósu daginn eftir.

Halda áfram að lesa