February 05, 2020
Wellington nautalund A la Carte Guðrúnar og Ingunnar.
Við vinkonurnar elduðum þessa líka æðislegu Wellington nautalund á nýju ári 2016 og nutum þess að borða saman með börnunum okkar.
1 nautalund (þessi var beint frá býli)
salt og nýmalaður pipar
Smjördeig, hægt er að kaupa bæði frosið og ferskt
1.pk sveppir, saxaðir niður
1.laukur
1-2 pakkar hráskinka
100 gr. Smjör
½ dl vatn og 1 msk kjötkraftur
Brauðmylsna
1.msk söxð steinselja
Saxið sveppina smátt niður og laukinn og steikið í smjörinu ásamt steinseljunni.
Bætið vatninu útí ásamt kjötkraftinum og þykkið svo með brauðmylsnunni.
Kryddið lundina með salti og pipar nýmöluðum og steikið svo á pönnu á öllum hliðum til að loka kjötinu vel. Sumir smyrja líka lundina með Dijon sinnepi eða öðru sterku sinnepi.
Fletjið deigið út, raðið hráskinkunni ofaná og smyrjið fyllingunni ofaná, leggið lundina ofaná og smyrjið fyllingu ofan líka, lokið deiginu og þrýstið brúnunum saman með gaffli, skreytið og penslið svo með þeyttu eggi.
Bakið í 25-30 mínútur í 150°c heitum ofni.
Berið fram með bernese sósu eða piparsósu, bökuðum kartöflum og salati.
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
December 06, 2024
October 30, 2024
October 28, 2024