Vínarsnitzel með sveppasósu
December 09, 2023
Vínarsnitzel með sveppasósuHugmynd af mat fyrir áhugasama og hvernig maður getur verið hagsýnn í matarinnkaupum og eldamennsku. Ég kaupi reglulega stórar einingar af mat hversskonar og hérna hafði ég verslað poka af Vínarsnitzel tilbúnum í frystinum í Bónus. Gott að eiga og grípa í bæði ef maður er einn í mat eða gesti ber að garði.
Hérna ákvað ég að vera með franskar með og ljúffenga sveppasósu, fulla af sveppum, því meira, því betra finnst mér. Sjá í máli og myndum.
Gott að taka út fyrr um daginn ef maður man eftir því en það er líka lítið mál að skella frosnu á pönnuna, nú eða í Air fryerinn ef því er að skipta, gott þá að setja smjör ofan á kjötið svo það verði mýkra og ekki þurrt.
Ég steikti mína á pönnu upp úr smjörlíki og kryddaði með steikarkryddi. Kryddið eins og þið viljið, eftir ykkar smekk.

Ég skar niður slatta af sveppum og steikti upp úr smjöri í litlum potti..

Ég notaði að þessu sinni Sveppasósuna frá Toro og fór að öðru leiti eftir leiðbeiningunum á pakkanum að þessu sinni.

Hugmynd af fersku salati með
Íssalat frá Lambhaga
Agúrka, niðurskorin
Tómatar litlir, sneiddir niður í sneiðar
Paprika, rauð, skorin í sneiðar
Bláber

Svo má toppa snitzelinn með ljúffengu sælkera sinnepi frá Svövu.
Verði ykkur að góðu!
Njótið og deilið að vild
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni

Skildu eftir athugasemd
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.