Vínarsnitzel með sveppasósu

December 09, 2023

Vínarsnitzel með sveppasósu

Vínarsnitzel með sveppasósu
Hugmynd af mat fyrir áhugasama og hvernig maður getur verið hagsýnn í matarinnkaupum og eldamennsku. Ég kaupi reglulega stórar einingar af mat hversskonar og hérna hafði ég verslað poka af Vínarsnitzel tilbúnum í frystinum í Bónus. Gott að eiga og grípa í bæði ef maður er einn í mat eða gesti ber að garði. 

Hérna ákvað ég að vera með franskar með og ljúffenga sveppasósu, fulla af sveppum, því meira, því betra finnst mér. Sjá í máli og myndum.


Gott að taka út fyrr um daginn ef maður man eftir því en það er líka lítið mál að skella frosnu á pönnuna, nú eða í Air fryerinn ef því er að skipta, gott þá að setja smjör ofan á kjötið svo það verði mýkra og ekki þurrt.

Ég steikti mína á pönnu upp úr smjörlíki og kryddaði með steikarkryddi.
Kryddið eins og þið viljið, eftir ykkar smekk.

Ég skar niður slatta af sveppum og steikti upp úr smjöri í litlum potti..

Ég notaði að þessu sinni Sveppasósuna frá Toro og fór að öðru leiti eftir leiðbeiningunum á pakkanum að þessu sinni.




Hugmynd af fersku salati með

Íssalat frá Lambhaga
Agúrka, niðurskorin
Tómatar litlir, sneiddir niður í sneiðar
Paprika, rauð, skorin í sneiðar
Bláber

Svo má toppa snitzelinn með ljúffengu sælkera sinnepi frá Svövu.

Verði ykkur að góðu!

Njótið og deilið að vild

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni






Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kjötréttir

Lærisneiðar í Air fryer!
Lærisneiðar í Air fryer!

February 22, 2025

Lærisneiðar í Air fryer!
Já þetta er með því einfaldast sem ég geri og það er að krydda kjöt, setja í Air fryerinn, velja prógrammið (ég notaði Air fryer stillinguna og hafði á 200 í um 20 mínútur) og ýta á start. Fara svo og gera eitthvað annað á meðan maturinn mallar. 

Halda áfram að lesa

Osso Buco!
Osso Buco!

December 06, 2024

Osso Buco!
Osso Buco er einn þekktasti réttur Norður-ítalíu. Ítalir nota alla jafnan kálfaskanka en í íslenskum kjötborðum eru Osso Buco-sneiðarnar yfirleitt af nautaskanka og þær eru alveg hreint afbragð í þennan rétt. Ég smellti mér í Kjöthöllina,,,

Halda áfram að lesa

Lambaskankar með rauðvínssósu!
Lambaskankar með rauðvínssósu!

October 30, 2024

Lambaskankar með rauðvínssósu!
Hérna er önnur uppskrift af Lambaskönkum með rauðvínssósu, ekta svona sunnudagssteik og svo gott í afgangasósu daginn eftir.

Halda áfram að lesa