Vínarsnitzel með sveppasósu

December 09, 2023

Vínarsnitzel með sveppasósu

Vínarsnitzel með sveppasósu
Hugmynd af mat fyrir áhugasama og hvernig maður getur verið hagsýnn í matarinnkaupum og eldamennsku. Ég kaupi reglulega stórar einingar af mat hversskonar og hérna hafði ég verslað poka af Vínarsnitzel tilbúnum í frystinum í Bónus. Gott að eiga og grípa í bæði ef maður er einn í mat eða gesti ber að garði. 

Hérna ákvað ég að vera með franskar með og ljúffenga sveppasósu, fulla af sveppum, því meira, því betra finnst mér. Sjá í máli og myndum.


Gott að taka út fyrr um daginn ef maður man eftir því en það er líka lítið mál að skella frosnu á pönnuna, nú eða í Air fryerinn ef því er að skipta, gott þá að setja smjör ofan á kjötið svo það verði mýkra og ekki þurrt.

Ég steikti mína á pönnu upp úr smjörlíki og kryddaði með steikarkryddi.
Kryddið eins og þið viljið, eftir ykkar smekk.

Ég skar niður slatta af sveppum og steikti upp úr smjöri í litlum potti..

Ég notaði að þessu sinni Sveppasósuna frá Toro og fór að öðru leiti eftir leiðbeiningunum á pakkanum að þessu sinni.




Hugmynd af fersku salati með

Íssalat frá Lambhaga
Agúrka, niðurskorin
Tómatar litlir, sneiddir niður í sneiðar
Paprika, rauð, skorin í sneiðar
Bláber

Svo má toppa snitzelinn með ljúffengu sælkera sinnepi frá Svövu.

Verði ykkur að góðu!

Njótið og deilið að vild

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni






Skildu eftir athugasemd


Einnig í Kjötréttir

Steikt Langreyð!
Steikt Langreyð!

April 26, 2024

Steikt Langreyð
Ég fékk nýlega gefins smá af Langreyð en það er eitt af því sem ég hef ekki áður borðað né eldað en fyrir um rúmlega 25 árum síðan þá keypti ég oft Hrefnu kjöt sem þótti mjög gott á mínu heimili.

Halda áfram að lesa

London lamb
London lamb

April 23, 2024

London lamb
Það er ekki ósvipað létt reyktum lambahrygg en þó aðeins og kannski safaríkara. Ódýrara líka oft á tíðum og glæsilegt á veilsuborðið með öllu tilheyrandi.

Halda áfram að lesa

Framhryggssneiðar í raspi
Framhryggssneiðar í raspi

March 26, 2024

Framhryggssneiðar í raspi
Oftar en ekki þegar maður kaupir heilan skrokk þá eru þessar fínu framhryggssneiðar með í pokanum og hérna elda ég þær nokkurnvegin eins og kótelettur í raspi en með öðru meðlæti. Ljúffengum kartöfluskífum með Svövu sinnepi og mosarella osti, grænum baunum og smá af fersku íssalati og tómötum.

Halda áfram að lesa