VÍNARSNITSEL

March 08, 2020

VÍNARSNITSEL

VÍNARSNITSEL

Er svo sannarlega eitt af mínum uppáhaldsréttum þegar ég kem til Þýskalands. Vinkona mín þar þekkir sína orðið vel og fer með hana á þá allra bestu þegar ég kem í heimsókn og síðast þá fórum við á stað sem er með sérstöðu með Vínarsnitzel og var það alveg meiriháttar gaman en svo langar mig líka til að benda á að þeir sem fara til Kanarí og þekkja El Duke veitingastað sem allir Íslendingar þekkja,,nú eða kynnast þá fljótt þar sem hann er einsskonar félagsmiðstöð þar en þá verð ég bara að mæla með honum þar (sjá mynd) tekin þar, vel útilátið, passar vel fyrir tvo að deila, ja nema þá sem smella þessu í sig eins og ekkert sé eins og ég gerði einu sinni, haha.

þunnt barðar kálfakjötsneiðar

hveiti
hrært egg
brauðmylsna
steikingarfeiti

Kjötsneiðunum er velt upp úr hveitinu, egginu og mylsnunni og steikt í vel heitri feiti þangað til að þær eru gullbrúnar.
Sígildur vínarsnitsel er borinn fram einn á diski með sítrónusneið og steinselju.
Það má bera agúrku-, grænt- eða kartöflusalat fram með honum á sér diski.

Eða

4 barðar kálfakjötsneiðar
2 msk. sítrónusafi
1 tsk. salt
1 tsk. pipar
1 tsk. paprika
2 egg, létt hrærð
1 bolli brauðmylsna
120 gr smjör
1 sítróna, skorin í þunnar sneiðar
1 msk. fínhökkuð steinselja

Bleytið kjötsneiðarnar með sítrónusafanum og látið standa í 5 mínútur.
Kryddið þær með saltinu, piparnum og paprikunni. Veltið sneiðunum upp úr eggjum og brauðmylsnu.
Bræðið smjörið á stórri pönnu við meðalhita.
Steikið sneiðarnar í smjörinu í 3 til 4 mínútur á hvorri hlið eða þangað til þær verða gullbrúnar.
Skreytið með sítrónusneiðum og steinselju.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd


Einnig í Kjötréttir

Enchiladas
Enchiladas

July 13, 2023

Enchiladas með nautahakki
Eitt af mínu uppáhalds, hvort heldur með kjúkling eða nautahakki og svo er snilld að frysta ef afgangur er og eiga þangað til seinna. 

Halda áfram að lesa

Hryggur í helgarmatinn
Hryggur í helgarmatinn

April 15, 2023

Hryggur í helgarmatinn
Ég var með smá fjölskyldumat um páska helgina og ákvað að vera með hálfan venjulegan hrygg og hálfan af reyktum sem féll mjög vel í kramið. 

Halda áfram að lesa

Lambalæri/bógsneiðar
Lambalæri/bógsneiðar

April 15, 2023

Lambalæri/bógsneiðar
Ég elska lambakjöt og kaupi reglulega heilan eða hálfan skrokk. Dásamlegt að eiga í frystinum og taka út eftir hendinni en ég tek lambakjöt yfirleitt 3-5 dögu

Halda áfram að lesa