Svínalund a la carte Ingunn

February 13, 2020

Svínalund a la carte Ingunn

Svínalund a la carte Ingunn 
Þessi uppskrift er algjörg gourme, trúið mér. Ef það er hnetuofnæmi þá er bara að sleppa hnetusmjörinu, hún er alveg jafn góð samt þótt það geri svona þetta extra.

Svínalund (stærð eftir fjölda) 

3-4 msk.púðursykur 
Sinnep (má vera SS eða Dijon) 
2-3 msk. Hnetursmjör með hnetukurli 
Matreiðslurjómi 
Sveppir 
Gulrætur 
Kartöflur/sætar eða bökuð 
1/4 Villisveppaostur, skorið í bita


Snyrtið lundina, takið himnuna af. 
Kryddið og steikið svo allan hringinn til að loka henni

Léttsteikið lundina á pönnu allan hringinn til að loka henni, kryddið eftir smekk,
ég notaði Montreal Steak frá McCormick og sítrónupipar.
Setjið lundina í eldfast mót.
Skerið sveppina í báta, gott er að vera búin að sjóða gulræturnar og kartöflurnar,
nú eða setja í álpakka og baka/grilla.
Hrærið saman púðursykur, sinnepi og hnetusjöri.
Ef notað er dijon þá má alveg sleppa hnetusmjörinu 

Hrærið svo matreiðslurjómanum hægt saman við og hellið yfir lundin,
raðið sveppunum í kring og öðru grænmeti ef vill.
Bakað í ofni í ca 30-40 mínútur.


Borið fram með salati , brauði eða rótargrænmeti. 
Verði ykkur að góðu!

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd


Einnig í Kjötréttir

Alikálfarif & Roastbeef
Alikálfarif & Roastbeef

November 18, 2023

Alikálfarif & Roastbeef
Ég hef nú aldrei verið neinn snillingur i að elda nautakjöt og viðurkenni bara alveg þann vanmátt minn en maður lærir svo lengi sem maður lifir og loksins var komið að því og með aðstoð góðra vina þá varð þetta máltíð að hætti Sælkera!

Halda áfram að lesa

Enchiladas
Enchiladas

July 13, 2023

Enchiladas með nautahakki
Eitt af mínu uppáhalds, hvort heldur með kjúkling eða nautahakki og svo er snilld að frysta ef afgangur er og eiga þangað til seinna. 

Halda áfram að lesa

Hryggur í helgarmatinn
Hryggur í helgarmatinn

April 15, 2023

Hryggur í helgarmatinn
Ég var með smá fjölskyldumat um páska helgina og ákvað að vera með hálfan venjulegan hrygg og hálfan af reyktum sem féll mjög vel í kramið. 

Halda áfram að lesa