Svínalund a la carte Ingunn

February 13, 2020

Svínalund a la carte Ingunn

Svínalund a la carte Ingunn 
Þessi uppskrift er algjörg gourme, trúið mér. Ef það er hnetuofnæmi þá er bara að sleppa hnetusmjörinu, hún er alveg jafn góð samt þótt það geri svona þetta extra.

Svínalund/ir (stærð eftir fjölda) 

3-4 msk.púðursykur 
Sinnep (má vera SS eða Dijon) 
2-3 msk. Hnetursmjör með hnetukurli 
500 ml matreiðslurjómi 
Sveppir eftir smekk
Gulrætur ef vill, nota þær stundum með líka ekki alltaf
Kartöflur/sætar, bakaðar eða brúnaðar
1/4 Villisveppaostur, skorið í bita, má sleppa


Snyrtið lundina, takið himnuna af 

Kryddið svínalundina


Léttsteikið lundina á pönnu allan hringinn til að loka henni, kryddið eftir smekk, 
ég notaði Montreal Steak frá McCormick og sítrónupipar. 

Skerið sveppina í báta, gott er að vera búin að sjóða gulræturnar og kartöflurnar,
nú eða setja í álpakka og baka/grilla.

Hrærið saman púðursykur, sinnepi og hnetusjöri.
Ef notað er dijon þá má alveg sleppa hnetusmjörinu .

Hrærið svo matreiðslurjómanum hægt saman við púðursykur/sinneps/hnetusmjörs blönduna og hellið yfir lundin.

Raðið sveppunum í í miðjuna eða kringum og öðru grænmeti ef vill.
Bakað í ofni í ca 30-40 mínútur.




Borið fram með salati , brauði eða rótargrænmeti. 

Salta:
Íssalat frá Lambhaga
Kokteiltómatar
Agúrka
Paprika rauð

Gott er að bjóða upp á Fetaostinn sér og Balsamik gljáa fyrir þá sem vilja.

Verði ykkur að góðu!

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kjötréttir

Ærlund!
Ærlund!

June 06, 2024

Ærlund beint frá býli!
Kom mér skemmtilega á óvart, dúnamjúk og góð.
Ég keypti tvær í pakka og ákvað að nota eina þeirra í einu og útbúa 2 plús málítiðir úr þeim fyrir mig og hérna fáið þið afraksturinn.

Halda áfram að lesa

Bænda bita freistingar!
Bænda bita freistingar!

May 31, 2024

Bænda bita freistingar!
Hérna eru nokkar uppskriftir sem ég fékk á blaði og korti frá Stórhól, Bændabiti beint frá býli á Matarmarkaðinum í Hörpu. Má þar telja upp Hægeldaðan kiðlingabóg, Birkisósa, Bláberjasósa, Chutney sósa, Bændasalat og að lokum uppskrift af Geita-partýi.

Halda áfram að lesa

Steikt Langreyð!
Steikt Langreyð!

April 26, 2024

Steikt Langreyð
Ég fékk nýlega gefins smá af Langreyð en það er eitt af því sem ég hef ekki áður borðað né eldað en fyrir um rúmlega 25 árum síðan þá keypti ég oft Hrefnu kjöt sem þótti mjög gott á mínu heimili.

Halda áfram að lesa