Svínakótelettur

October 04, 2020

Svínakótelettur

Svínakótelettur með paprikurjómasósu
Svona svipaðan rétt fékk ég hjá vinkonu minni fyrir ansi mörgum árum síðan og allt í einu langði mig svo í hann svo auðvitað er honum deilt áfram með ykkur.


1.pakki svínakótelettur
1.matreiðslurjómi
1/2 - 1/3 paprikuostur
1.tsk paprikukrydd
1.tsk karrý
salt & pipar
3-4 forsoðnar bökunarkartöflur

Steikið kóteletturnar upp úr smörlíki eða olíu eftir eigin smekk. Kryddið, ég notaði Seson All. Snúið þeim svo við þegar þær eru farnar að brúnast og kryddið.
Látið malla í ca.10-15 mínútur eða þar til kjötið er farið að brúnast en á vægari hita þegar búið er að snúa þeim við svo þær brenni ekki. Takið þær svo af pönnunni og setjið í eldfast mót og inn í ofn með kartöflunum.


Sósan:
Hellið rjómanum á pönnuna og skerið paprikuostinn í bita og bræðið saman við, gott að hræra reglulega og bætið svo kryddinu út i og saltið og piprið eftir smekk í restina og smakkið til. Nota má maizenamjöl til að þykkja sósuna ef vill.


Skerið kartöflurnar í tvennt langsum og setjið á álpappír/eldfast mót og inn í ofn um leið og byrjað er að steikja kjötið. Þegar kjötið er svo sett inn í ofn til að halda heitu á meðan sósan er löguð til þá er gott að setja ostasneiðarnar ofan á þær.
Stráið svo smá oregano ofan á þær í restina og saltflögum áður en þær eru bornar fram.

Njótið vel og deilið að vild.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

 




Skildu eftir athugasemd


Einnig í Kjötréttir

Hryggur í helgarmatinn
Hryggur í helgarmatinn

April 15, 2023

Hryggur í helgarmatinn
Ég var með smá fjölskyldumat um páska helgina og ákvað að vera með hálfan venjulegan hrygg og hálfan af reyktum sem féll mjög vel í kramið. 

Halda áfram að lesa

Lambalæri/bógsneiðar
Lambalæri/bógsneiðar

April 15, 2023

Lambalæri/bógsneiðar
Ég elska lambakjöt og kaupi reglulega heilan eða hálfan skrokk. Dásamlegt að eiga í frystinum og taka út eftir hendinni en ég tek lambakjöt yfirleitt 3-5 dögu

Halda áfram að lesa

Lambalæri sneiðar í raspi
Lambalæri sneiðar í raspi

October 29, 2022

Lambalæri sneiðar í raspi
Gamalt og gott, eitthvað sem við flest þekkjum frá uppvextinum og börnin okkar tengja við okkur við, við forfeður okkar. Íslendingar elska þetta, borið fram með grænum baunum, kartöflum og rabarabara sultu, ertu að tengja ;)

Halda áfram að lesa