Steikt Langreyð!

April 26, 2024

Steikt Langreyð!

Steikt Langreyð!
Ég fékk nýlega gefins smá af Langreyð en það er eitt af því sem ég hef ekki áður borðað né eldað en fyrir um rúmlega 25 árum síðan þá keypti ég oft Hrefnu kjöt sem þótti mjög gott á mínu heimili. Nú ég lét slag standa og skellti mér í að elda langreyðina og hafð með henni ferskt salat, franskar kartöflur og piparsósu frá Toro.

Smakkaðist alveg ágætlega en engu að síður ekki það sama og í minningunni með Hrefnukjötið en ég veit að það eru margir þarna sem elska þennan mat og aðrir sem gera það ekki.

Ég kryddaði kjötið með steikarkryddi og steikti það svo upp úr smjörlíki á pönnu í 5-7 mínútur á hvorri hlið. Skar það svo niður í sneiðar og bar fram með áður upptöldu. Ég sé líka alveg fyrir mér að það gæti verið gott að skella henni í Barbeque sósu og setja hana á grillið.

Franskarnar fóru í Air fryerinn, salatið var útbúið rétt áður og í því var íssalat frá Lambhaga, tómatar, agúka, blaðlaukur og fetaostur og að lokum piparsósa frá Toro þar sem ég gerði hana eftir leiðbeiningum pakkans að þessu sinni.

Þetta þarf ekki alltaf að vera neitt flókið.

Njótið þess að deila uppskriftinni áfram á síðurnar ykkar.

Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kjötréttir

Lærisneiðar í Air fryer!
Lærisneiðar í Air fryer!

February 22, 2025

Lærisneiðar í Air fryer!
Já þetta er með því einfaldast sem ég geri og það er að krydda kjöt, setja í Air fryerinn, velja prógrammið (ég notaði Air fryer stillinguna og hafði á 200 í um 20 mínútur) og ýta á start. Fara svo og gera eitthvað annað á meðan maturinn mallar. 

Halda áfram að lesa

Osso Buco!
Osso Buco!

December 06, 2024

Osso Buco!
Osso Buco er einn þekktasti réttur Norður-ítalíu. Ítalir nota alla jafnan kálfaskanka en í íslenskum kjötborðum eru Osso Buco-sneiðarnar yfirleitt af nautaskanka og þær eru alveg hreint afbragð í þennan rétt. Ég smellti mér í Kjöthöllina,,,

Halda áfram að lesa

Lambaskankar með rauðvínssósu!
Lambaskankar með rauðvínssósu!

October 30, 2024

Lambaskankar með rauðvínssósu!
Hérna er önnur uppskrift af Lambaskönkum með rauðvínssósu, ekta svona sunnudagssteik og svo gott í afgangasósu daginn eftir.

Halda áfram að lesa