March 08, 2020
Ritzkex smábollur
Snilldar stærð á pinnamats, veislu, hlaðborðið eða bara í kvöldmatinn með enda er þessi sú einfaldasta sem ég hef séð, komin frá henni Sigrúnu Sigmars, takk takk.
500 gr Nautahakk
1/2 Ritz kex pakki
1 pk púrrulauks súpa
1 egg
Aðferð:
Öllu blandað saman í skál og passið ykkur að mylja ritzkexið vel ...
gott að gera það með því að setja það í poka og mylja)
Svo er búið til pínu litlar bollur og steikt á pönnu...
Ef það er verið að undirbúa veislu þá er allt í lagi að gera þetta með einhverjum vikum fyrirvara og setja bara í frysti...
Sósa
1 Heins Chilli sósa
1/2 sólberja sulta
1/2 rifsberjahlaup
þetta er rétt hitað saman
Verði ykkur að góðu
Sigrún
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
October 25, 2025
Entrecote steik, beint frá býli!
Ferðalagi mínu í að kaupa nautakjöt beint frá býli heldur áfram og hérna er ég með nauta entrecote frá Hálsi í Kjós. Þvílíka sælkeramáltíðin sem þetta var og einfaldara en maður heldur.
October 25, 2025
Lambalæri stutt!
Öðru hverju þá kaupir maður sér kjöt og nýtir þá góða afslætti sem stundum eru í búðunum. Hérna er ég með stutt lambalæri um það bil 2 kíló sem voru á tilboði í Bónus á haustmánuði og þá bíður maður í mat, afgangana nýtir maður svo vel og ég deili því hérna með ykkur hvernig.
February 22, 2025
Lærisneiðar í Air fryer!
Já þetta er með því einfaldast sem ég geri og það er að krydda kjöt, setja í Air fryerinn, velja prógrammið (ég notaði Air fryer stillinguna og hafði á 200 í um 20 mínútur) og ýta á start. Fara svo og gera eitthvað annað á meðan maturinn mallar.