April 10, 2020
1 lambalæri
3 msk. olía
2-3 brauðsneiðar
3 hvítlauksgeirar
3 msk. rifsberjahlaup
1 msk. dijonsinnep
½ tsk. oregano
½ tsk. timjan
Salt
Pipar
4 laukar
½ kg kartöflur
3 sætar kartöflur
Hitið ofninn á 220° C.
Kryddið lærið með salti og pipar.
Hitið eina matskeið af olíu á stórri pönnu og brúnið lærið á öllum hliðum.
Rífið brauðið niður í matvinnsluvél ásamt rifsberjahlaupi, hvítlauk, sinnepi, oregano, salti og pipar og maukið.
Hellið afganginum af olíunni í ofnskúffuna, afhýðið laukinn, skerið hann í nokkuð þykkar sneiðar og raðið í miðja ofnskúffuna.
Leggið lærið ofan á og smyrjið kryddmaukinu yfir.
Steikið í ofni í 20-25 mínútur eða þar til lærið hefur tekið góðan lit.
Breiðið álpappír yfir og steikið áfram í tæpa klukkustund.
Setjið kartöfluteninga eða -báta í ofnskúffuna 25 mínútum áður en lærið er tekið út.
Berið fram með sveppasósu og öðru meðlæti.
Eða auðveld uppskrift:
Lambalæri, má vera úrbeinað
Best á lambið kryddið í glerkrukkunum sem fæst í flestum verslunum
Borið fram með rjómasveppasósu a la carte Ingunn
Rjómi (má vera matreiðslurjómi)
Mjólk
Sveppir
sveppatengingur 1-2
smá smjör
sósujafnari
sósulitur (ef vill)
Kjötkraftur
Bræðið smjör og tening, setjið svo sveppina út í og látið brúnast í smá stund og
hellið svo smá rjóma út á og hrærið vel í á meðan krafturinn blandast við og hellið svo restini af rjómanum út í
í skömmtum og hrærið í á meðan.
Ef margir eru í mat, má setja mjólk út í til að drýgja sósuna og bragðbætið svo í restina með kjötkrafti
(smakkið til) áður en sósujafnaranum er bætt út í, setjið sósulit ef vill.
Annað meðlæti:
Brúnaðar kartöflur
Salat
Maizkorn
Rauðkál
Grænar baunir
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
February 22, 2025
Lærisneiðar í Air fryer!
Já þetta er með því einfaldast sem ég geri og það er að krydda kjöt, setja í Air fryerinn, velja prógrammið (ég notaði Air fryer stillinguna og hafði á 200 í um 20 mínútur) og ýta á start. Fara svo og gera eitthvað annað á meðan maturinn mallar.
December 06, 2024
October 30, 2024