Páskalamb

April 10, 2020

Páskalamb

Páskalamb 
fyrir 6
Það er vel við hæfi að vera með páskalamb um sjálfa páskana og það verður hérna á mínu heimili enda fátt betra en íslenskt kjöt.

1 lambalæri
3 msk. olía
2-3 brauðsneiðar
3 hvítlauksgeirar
3 msk. rifsberjahlaup
1 msk. dijonsinnep
½ tsk. oregano
½ tsk. timjan
Salt
Pipar
4 laukar
½ kg kartöflur
3 sætar kartöflur

Hitið ofninn á 220° C.

Kryddið lærið með salti og pipar.
Hitið eina matskeið af olíu á stórri pönnu og brúnið lærið á öllum hliðum.
Rífið brauðið niður í matvinnsluvél ásamt rifsberjahlaupi, hvítlauk, sinnepi, oregano, salti og pipar og maukið.
Hellið afganginum af olíunni í ofnskúffuna, afhýðið laukinn, skerið hann í nokkuð þykkar sneiðar og raðið í miðja ofnskúffuna.
Leggið lærið ofan á og smyrjið kryddmaukinu yfir.
Steikið í ofni í 20-25 mínútur eða þar til lærið hefur tekið góðan lit.
Breiðið álpappír yfir og steikið áfram í tæpa klukkustund.
Setjið kartöfluteninga eða -báta í ofnskúffuna 25 mínútum áður en lærið er tekið út.
Berið fram með sveppasósu og öðru meðlæti.

Eða auðveld uppskrift:

Lambalæri, má vera úrbeinað
Best á lambið kryddið í glerkrukkunum sem fæst í flestum verslunum
Borið fram með rjómasveppasósu a la carte Ingunn
Rjómi (má vera matreiðslurjómi)
Mjólk
Sveppir
sveppatengingur 1-2
smá smjör
sósujafnari
sósulitur (ef vill)
Kjötkraftur

Bræðið smjör og tening, setjið svo sveppina út í og látið brúnast í smá stund og
hellið svo smá rjóma út á og hrærið vel í á meðan krafturinn blandast við og hellið svo restini af rjómanum út í
í skömmtum og hrærið í á meðan.
Ef margir eru í mat, má setja mjólk út í til að drýgja sósuna og bragðbætið svo í restina með kjötkrafti
(smakkið til) áður en sósujafnaranum er bætt út í, setjið sósulit ef vill.

Annað meðlæti:
Brúnaðar kartöflur
Salat
Maizkorn
Rauðkál
Grænar baunir

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Skildu eftir athugasemd


Einnig í Kjötréttir

Enchiladas
Enchiladas

July 13, 2023

Enchiladas með nautahakki
Eitt af mínu uppáhalds, hvort heldur með kjúkling eða nautahakki og svo er snilld að frysta ef afgangur er og eiga þangað til seinna. 

Halda áfram að lesa

Hryggur í helgarmatinn
Hryggur í helgarmatinn

April 15, 2023

Hryggur í helgarmatinn
Ég var með smá fjölskyldumat um páska helgina og ákvað að vera með hálfan venjulegan hrygg og hálfan af reyktum sem féll mjög vel í kramið. 

Halda áfram að lesa

Lambalæri/bógsneiðar
Lambalæri/bógsneiðar

April 15, 2023

Lambalæri/bógsneiðar
Ég elska lambakjöt og kaupi reglulega heilan eða hálfan skrokk. Dásamlegt að eiga í frystinum og taka út eftir hendinni en ég tek lambakjöt yfirleitt 3-5 dögu

Halda áfram að lesa