Nautalund mareneruð

March 19, 2020

Nautalund mareneruð

Nautalund mareneruð með Caj P. grillolíu
Ég var með stóra og flotta nautalund um daginn sem hreinlega bráðnaði í munni og gerði hún mikla lukku hjá gestunum mínum.
Ég bar hana fram með rjómapiparsósu, grilluðum aspas, rósinkáli og piparosta rjómasósu. (Við slepptum kartöflunum)

Ég mæli með að þið takið lundina út ca.3-4 dögum áður en á að nota hana. Lundin fékk að standa á eldhúsborðinu yfir nótt hjá mér og ég setti hana svo inn í ísskáp.
Ég snyrti lundina og skar hana í góða bita og setti hana í mareneringu kvöldið áður en ég notaði hana, annað krydd notaði ég ekki, þetta dugar alveg en þeir sem vilja geta saltað og piprað eftir smekk.

1.nautalund (stærð fer eftir gestum)
1.flaska af BBQ oil Caj P.Orginal olíu (fæst bæði litil eða stór) 

Ég sauð síðan aspasinn í smá stund til að flýta fyrir og rósinkálið, ég stráði síðan saltflögum yfir hvorutveggja í eldföstu móti og stráði rifnum Primadonna osti yfir og setti svo inn í ofn í smá stund.

Ég keypti Portobello sveppi og fyllti þá með Philadelphia sweet chili osti, stráði yfir rifnum Primadonna osti og skar niður fylltar ólívur og bætti yfir og það smakkaðist dásamlega vel. Það væri hæglega hægt líka að nota þetta sem stakan rétt.

Síðan er það blessuð sósan, hún fékk góða dóma en í hana notaði ég.

Matreiðslurjóma
Piparost
Piparkorn (nokkur stk.)
Nautakjötkraft frá Oscar og einnig fljótandi
Sósulit

Ég bræddi ostinn út í rjómann og kryddaði svo með kraftinum og smakkaði til þar til ég var ánægð, setti smá pipar og salt líka og svo dekkti ég sósuna með sósulit til að fá hana brúna og bætti svo nokkrum piparkornum útí. 
Í mínu tilfelli þá bráðnaði osturinn ekki alveg nógu vel svo ég brá á það ráð að sigta hana svo hún varð silkimjúk og falleg.

Þetta er samsetning sem ég á klárlega eftir að gera aftur og hún gerði mikla lukku, svo ég segi bara verði ykkur að góðu!

Deilið að vild!

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni

 

 




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kjötréttir

Entrecote steik, beint frá býli!
Entrecote steik, beint frá býli!

October 25, 2025

Entrecote steik, beint frá býli!
Ferðalagi mínu í að kaupa nautakjöt beint frá býli heldur áfram og hérna er ég með nauta entrecote frá Hálsi í Kjós. Þvílíka sælkeramáltíðin sem þetta var og einfaldara en maður heldur. 

Halda áfram að lesa

Lambalæri stutt!
Lambalæri stutt!

October 25, 2025

Lambalæri stutt!
Öðru hverju þá kaupir maður sér kjöt og nýtir þá góða afslætti sem stundum eru í búðunum. Hérna er ég með stutt lambalæri um það bil 2 kíló sem voru á tilboði í Bónus á haustmánuði og þá bíður maður í mat, afgangana nýtir maður svo vel og ég deili því hérna með ykkur hvernig.

Halda áfram að lesa

Lærisneiðar í Air fryer!
Lærisneiðar í Air fryer!

February 22, 2025

Lærisneiðar í Air fryer!
Já þetta er með því einfaldast sem ég geri og það er að krydda kjöt, setja í Air fryerinn, velja prógrammið (ég notaði Air fryer stillinguna og hafði á 200 í um 20 mínútur) og ýta á start. Fara svo og gera eitthvað annað á meðan maturinn mallar. 

Halda áfram að lesa