Nautalund fyllt með humar

March 08, 2020

Nautalund fyllt með humar

Nautalund fyllt með humar a la Brynja
Það er fátt yndislegra en að koma saman vinkonurnar og elda saman og mættum við gera miklu meira af því og nú stefni ég á það, það verður nú einhver að aðstoða mig við að skreyta matinn fyrir myndatökurnar en það var hún Brynja vinkona mín, listakokkur og smurbrauðssnillingur með meiru sem eldaði þessa flottu lund.

Kryddblanda:
2 tsk creola krydd
2 tsk chilli pipar
2 tsk cumin
2 tsk paprika

Hrisstið blönduna vel saman og berið á lundina og saltið svo og piprið úr kvörn eftir smekk

Fylling:
Humar
Sítróna
Fersk basilíka
Hvítlaukur

Pillið humarinn úr skelinni, kreystið safann úr sítrónunni í skál og pressið 2-3 hvítlauksrif og blandið út í ásamt niðurskornu fersku basilíka.
Veltið svo humrinum upp úr blöndunni og látið liggja í smá stund.

Takið lundina og hreinsið hana, ef hún er stór má skera hana niður í 2-3 hluta.
Takið sleif og rennið henni endilangri í gegnum lundina og setjið svo fyllinguna í hana.

Steikið lundina og lokið vel á pönnu á öllum hliðum.
Pakkið henni svo í álpappír og setjið í ofn 10-15 mínútur eða eftir smekk, við elskum hana svolítið blóðuga.

Meðlæti:
Hasselback kartöflur, takið bakaðar og skerið í þær rendur, stráið svo salti yfir þær og smjöri og bakið í ca 1 klukkutíma.
Gott er að hella yfir þær smá smjöri ef vill.

Gráðostasósa:
1 matreiðslurjómi
2 kjúklingateningar eða kjötkrafts
2 dl vatn
1 gráðostur

Setjið vatnið í pott og teningana og hrærið þeim saman.
Hellið svo rjómanum saman við og hrærið vel.
Síðan er ostinum bætt útí smátt og smátt, látið suðuna koma upp.
Bætið saman við smá ekta rjóma ef vill.
Setjið svo smá sósulit og þykkið sósuna með maizena mjöli.


Skál fyrir góðum mat!

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd


Einnig í Kjötréttir

Enchiladas
Enchiladas

July 13, 2023

Enchiladas með nautahakki
Eitt af mínu uppáhalds, hvort heldur með kjúkling eða nautahakki og svo er snilld að frysta ef afgangur er og eiga þangað til seinna. 

Halda áfram að lesa

Hryggur í helgarmatinn
Hryggur í helgarmatinn

April 15, 2023

Hryggur í helgarmatinn
Ég var með smá fjölskyldumat um páska helgina og ákvað að vera með hálfan venjulegan hrygg og hálfan af reyktum sem féll mjög vel í kramið. 

Halda áfram að lesa

Lambalæri/bógsneiðar
Lambalæri/bógsneiðar

April 15, 2023

Lambalæri/bógsneiðar
Ég elska lambakjöt og kaupi reglulega heilan eða hálfan skrokk. Dásamlegt að eiga í frystinum og taka út eftir hendinni en ég tek lambakjöt yfirleitt 3-5 dögu

Halda áfram að lesa