Nautagúllas

March 30, 2020

Nautagúllas

Nautagúllas (fljótlegt og gott)
Stundum er gott að einfalda hlutina frekar en að flækja þá of mikið og hérna kemur ein ofureinföld!

500 gr.nautagúllas
1.pk sveppir
2-3 gulrætur, skornar niður, má sleppa
3-4 lárviðarlauf
1.pk brún sósa eða pk.af Stroganoff eða Gúllassósa sem fæst í Pólsku búðinni í Breiðholtinu, hún er stórfín.
1/2.líter af vatni eða þannig að það fljóti yfir kjötið 

Steikið kjötið vel á öllum hliðum og kryddið eftir smekk.

Setjið smjörklípu í pott og nautakjötið útí og steikið á öllum hliðum og kryddið eftir smekk.
Hellið svo vatni yfir og bætið nokkrum lárviðarlaufum útí, sveppunum og gulrætunum, látið malla 1-2 tíma. (því lengur, því meirara verður það.

Hellið svo sósu pakkanum útí og látið þykkna eða útbúið ykkar eigin úr soðinu.

Kartöflumús:
Skrælið 1.kg af kartöflum og sjóðið í ca.20 mínútur
Hellið vatninu af kartöflunum og notið kartöflustappara til að mauka þær niður, 
bætið við smjörklípu, smá salti og bætið út í mjólk þar til létt og ljúf meðferð er komin á og sykrið þá eftir smekk.



Berið fram með rabarbara sultu eða rifsberja sultu.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd


Einnig í Kjötréttir

Enchiladas
Enchiladas

July 13, 2023

Enchiladas með nautahakki
Eitt af mínu uppáhalds, hvort heldur með kjúkling eða nautahakki og svo er snilld að frysta ef afgangur er og eiga þangað til seinna. 

Halda áfram að lesa

Hryggur í helgarmatinn
Hryggur í helgarmatinn

April 15, 2023

Hryggur í helgarmatinn
Ég var með smá fjölskyldumat um páska helgina og ákvað að vera með hálfan venjulegan hrygg og hálfan af reyktum sem féll mjög vel í kramið. 

Halda áfram að lesa

Lambalæri/bógsneiðar
Lambalæri/bógsneiðar

April 15, 2023

Lambalæri/bógsneiðar
Ég elska lambakjöt og kaupi reglulega heilan eða hálfan skrokk. Dásamlegt að eiga í frystinum og taka út eftir hendinni en ég tek lambakjöt yfirleitt 3-5 dögu

Halda áfram að lesa