Nautagúllas

March 30, 2020

Nautagúllas

Nautagúllas (fljótlegt og gott)
Stundum er gott að einfalda hlutina frekar en að flækja þá of mikið og hérna kemur ein ofureinföld!

500 gr.nautagúllas
1.pk sveppir
2-3 gulrætur, skornar niður, má sleppa
3-4 lárviðarlauf
1.pk brún sósa eða pk.af Stroganoff eða Gúllassósa sem fæst í Pólsku búðinni í Breiðholtinu, hún er stórfín.
1/2.líter af vatni eða þannig að það fljóti yfir kjötið 

Steikið kjötið vel á öllum hliðum og kryddið eftir smekk.

Setjið smjörklípu í pott og nautakjötið útí og steikið á öllum hliðum og kryddið eftir smekk.
Hellið svo vatni yfir og bætið nokkrum lárviðarlaufum útí, sveppunum og gulrætunum, látið malla 1-2 tíma. (því lengur, því meirara verður það.

Hellið svo sósu pakkanum útí og látið þykkna eða útbúið ykkar eigin úr soðinu.

Kartöflumús:
Skrælið 1.kg af kartöflum og sjóðið í ca.20 mínútur
Hellið vatninu af kartöflunum og notið kartöflustappara til að mauka þær niður, 
bætið við smjörklípu, smá salti og bætið út í mjólk þar til létt og ljúf meðferð er komin á og sykrið þá eftir smekk.



Berið fram með rabarbara sultu eða rifsberja sultu.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd


Einnig í Kjötréttir

Steikt Langreyð!
Steikt Langreyð!

April 26, 2024

Steikt Langreyð
Ég fékk nýlega gefins smá af Langreyð en það er eitt af því sem ég hef ekki áður borðað né eldað en fyrir um rúmlega 25 árum síðan þá keypti ég oft Hrefnu kjöt sem þótti mjög gott á mínu heimili.

Halda áfram að lesa

London lamb
London lamb

April 23, 2024

London lamb
Það er ekki ósvipað létt reyktum lambahrygg en þó aðeins og kannski safaríkara. Ódýrara líka oft á tíðum og glæsilegt á veilsuborðið með öllu tilheyrandi.

Halda áfram að lesa

Framhryggssneiðar í raspi
Framhryggssneiðar í raspi

March 26, 2024

Framhryggssneiðar í raspi
Oftar en ekki þegar maður kaupir heilan skrokk þá eru þessar fínu framhryggssneiðar með í pokanum og hérna elda ég þær nokkurnvegin eins og kótelettur í raspi en með öðru meðlæti. Ljúffengum kartöfluskífum með Svövu sinnepi og mosarella osti, grænum baunum og smá af fersku íssalati og tómötum.

Halda áfram að lesa