Nautagúllas

March 30, 2020

Nautagúllas

Nautagúllas (fljótlegt og gott)
Stundum er gott að einfalda hlutina frekar en að flækja þá of mikið og hérna kemur ein ofureinföld!

500 gr.nautagúllas
1.pk sveppir
2-3 gulrætur, skornar niður, má sleppa
3-4 lárviðarlauf
1.pk brún sósa eða pk.af Stroganoff eða Gúllassósa sem fæst í Pólsku búðinni í Breiðholtinu, hún er stórfín.
1/2.líter af vatni eða þannig að það fljóti yfir kjötið 

Steikið kjötið vel á öllum hliðum og kryddið eftir smekk.

Setjið smjörklípu í pott og nautakjötið útí og steikið á öllum hliðum og kryddið eftir smekk.
Hellið svo vatni yfir og bætið nokkrum lárviðarlaufum útí, sveppunum og gulrætunum, látið malla 1-2 tíma. (því lengur, því meirara verður það.

Hellið svo sósu pakkanum útí og látið þykkna eða útbúið ykkar eigin úr soðinu.

Kartöflumús:
Skrælið 1.kg af kartöflum og sjóðið í ca.20 mínútur
Hellið vatninu af kartöflunum og notið kartöflustappara til að mauka þær niður, 
bætið við smjörklípu, smá salti og bætið út í mjólk þar til létt og ljúf meðferð er komin á og sykrið þá eftir smekk.



Berið fram með rabarbara sultu eða rifsberja sultu.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kjötréttir

Osso Buco!
Osso Buco!

December 06, 2024

Osso Buco!
Osso Buco er einn þekktasti réttur Norður-ítalíu. Ítalir nota alla jafnan kálfaskanka en í íslenskum kjötborðum eru Osso Buco-sneiðarnar yfirleitt af nautaskanka og þær eru alveg hreint afbragð í þennan rétt. Ég smellti mér í Kjöthöllina,,,

Halda áfram að lesa

Lambaskankar með rauðvínssósu!
Lambaskankar með rauðvínssósu!

October 30, 2024

Lambaskankar með rauðvínssósu!
Hérna er önnur uppskrift af Lambaskönkum með rauðvínssósu, ekta svona sunnudagssteik og svo gott í afgangasósu daginn eftir.

Halda áfram að lesa

Sinneps hakkabuff!
Sinneps hakkabuff!

October 28, 2024

Sinneps hakkabuff!
Ég er alltaf að bæta einhverju nýju í uppskriftirnar hjá mér og breyta til og hérna bæti ég saman við Svövu Sinnepi sem er alveg hreint dásamlega gott bæði í matargerð ofl og eins setti ég heilhveiti í blönduna í staðinn fyrir hveiti sem kom bara ljómandi vel út.

Halda áfram að lesa